Júlíus Jónasson kvennalandsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið 16 manna hóp sinn fyrir fjóra æfingaleiki liðsins í næstu viku. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni EM sem hefst í næsta mánuði.
Liðið fer á æfingamót í Hollandi í næstu viku þar sem það spilar æfingaleiki við heimamenn, Japana og Spánverja. Leiki íslenska liðsins má sjá hér fyrir neðan:
Fimmtudagur 18. október, Holland - Ísland, kl.20:30
Föstudagur 19. október, Japan - Ísland, kl.16:30
Laugardagur 20. október, Ísland - Spánn, kl.10:30
Sunnudagur 21. október, leikið um sæti
Hópur Júlíusar:
Markverðir:
Berglind Íris Hansdóttir, Val
Íris Björk Símonardóttir, Gróttu
Aðrir leikmenn:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Gróttu
Arna Sif Pálsdóttir, HK
Auður Jónsdóttir, HK
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Dagný Skúladóttir, Val
Eva Margrét Kristinsdóttir, Gróttu
Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur
Ragnhildur Guðmundsdóttir, FH
Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni
Rut Jónsdóttir, HK
Sara Sigurðardóttir, Fram
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram