Erlent

Brennivínið bjargaði lífi hans

Óli Tynes skrifar
Yesssss.
Yesssss.

Læknalið á áströlsku sjúkrahúsi lenti í nokkrum vanda þegar komið var með mann sem var að deyja eftir að hafa drukkið kælivökva. Til þess að vinna á móti kælivökvanum þurfti alkahól. Mikið alkahól. Byrjað var með 100 prósent hreint alkahól sem sjúkrahúsið átti í birgðageymslu sinni.

Það kláraðist fljótlega. Læknar ákváðu þá að nota það næstbesta og sendu út eftir kassa af Vodka. Manninum var gefinn vodkinn í æð. Sem svaraði þrem sjússum á klukkustund. Því var haldið áfram í þrjá sólarhringa. Og það bjargaði lífi hans.

Engum sögum fer af timburmönnum sjúklingsins þegar hann vaknaði eftir þessa meðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×