Erlent

Að skjóta sig í fótinn

Bandarískur maður liggur nú á sjúkrahúsi töluvert slasaður með skotsár á báðum fótum. Maðurinn var að skipta um dekk á Lincoln Continental glæsikerrunni sinni og gat ekki með nokkru móti losað síðasta boltann.

Honum datt þá það snjallræði í hug að sækja haglabyssuna sína og láta vaða á felguna. Það þarf ekki að orðlengja um afleiðingarnar, höglin endurköstuðust í fæturna á honum, dekkið er ónýtt og boltinn situr enn sem fastast.

Talsmaður lögreglu í heimabæ mannsins sagði á blaðamannafundi að maðurinn væri enn staðráðinn í því að losa boltann, þegar hann kemst á fætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×