Erlent

Hélt að Díana myndi lifa af

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Díana prinsessa. Hér við jarðaför tískuhönnuðarins Gianni Versace.
Díana prinsessa. Hér við jarðaför tískuhönnuðarins Gianni Versace. MYND/AFP

Fyrsti læknirinn sem kom að Díönu prinsessu eftir bílslysið í París sem kostaði hana og Dodi Al Fayed ástmann hennar lífið, segist hafa trúað því að hún myndi lifa slysið af. Frederic Mailliez sagði við réttarrannsóknina á dauða prinsessunnar af Wales að hún hefði "veinað, verið meðvitundarlaus og máttlítil," þegar hann kom að örfáum mínútum eftir slysið í Alma göngunum.

Í vitnisburði læknisins kom einnig fram að hann hefði ekki vitað hver prinsessan var þar til næsta dag þegar hann sá sjónvarpsfréttir.

Mailliez ók inn í göngin snemma morguns 31. ágúst 1997. Hann segist hafa hlaupið að bíl Díönu eftir að stöðva bifreið sína. Læknirinn sá samstundis að ökumaðurinn Henry Paul var látinn, eins og maðurinn í aftursætinu sem hann frétti seinna að hefði verið ástmaður Díönu. Konuna þekkti hann ekki.

Mailliez sagðist prinsessuna hafa verið lifandi, hún hafi veinað, og andað en verið mjög máttfarin. "Ég man ekki eftir neinum sjáanlegum meiðslum á enni hennar. Ég man bara eftir nokkrum blóðdropum sem bentu ekki til alvarlegra meiðsla á því stigi.

Richard Keen lögmaður fjölskyldu Henry Paul spurði lækninn hvort hann hefði munað eftir því að hafa sagt að konan myndi hafa það af. Mailliez svaraði, "Já, ég sagði það," en bætti við að hann hafi þá ekki vitað af alvarleika þeirra innvortis meiðsla sem prinsessan hlaut í árekstrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×