Tónlist

Lay Low spilar á blúskvöldi

Lay Low ætlar að koma fram undir formerkjum blússins í kvöld.
Lay Low ætlar að koma fram undir formerkjum blússins í kvöld. MYND/heiða

Tónlistarkonan Lay Low treður upp í fyrsta sinn undir formerkjum blússins á Classic Rock í kvöld. Samtökin Blues Iceland Promotion standa fyrir tónleikunum. Tónlist Lay Low er tölvert blússkotin en hingað til hefur hún ekki spilað á blúskvöldi sem þessu. „Ég mun spila sömu gömlu lögin mín en kannski verður blúsaðari stemning en áður,“ segir Lay Low. „Ég ætlaði að vera með hljómsveit en það varð ekkert af því þannig að ég verð kannski bara ein,“ segir hún.

Aðspurð um áhrifavald úr blúsheiminum nefnir hún bandarísku blúskonuna Elizabeth Cotten til sögunnar. „Hún er dáin en það er skemmtilegt það sem hún var að gera.“

Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og er frítt inn. Hljómsveitin Royal Fortune hitar upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×