Hitað upp fyrir NBA-deildina - Kyrrahafsriðillinn 30. október 2007 17:58 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Golden State: Baron Davis. Kyrrahafsriðillinn: Golden State Warriors Liðið átti frábæran sprett í deildinni á síðasta tímabili og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með góðum lokaspretti í deildinni, í fyrsta sinn síðan 1994. Liðið kom gríðarlega á óvart í fyrstu umferðinni og sló út deildarmeistara Dallas Mavericks. Það voru einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Í næstu umferð mætti liðið Utah Jazz og varð að játa sig sigrað eftir hetjulega baráttu. Baron Davis var allt í öllu hjá liðinu. Það er ljóst að það verður mjög erfitt hjá Golden State að toppa árangurinn í fyrra en eftir langt og mikið þref náði liðið þó að framlengja samninginn við Don Nelson þjálfara. Liðið missti aðalskorara sinn til margra ára, Jason Richardson, til Charlotte og því er ljóst að enn meira mun mæða á leikstjórnandanum Baron Davis þetta árið. Hann hefur allan sinn feril átt í stöðugri baráttu við meiðsli og er því mikið spurningamerki fyrir veturinn, eins og alltaf. Á síðustu fimm tímabilum hefur hann aldrei spilað meira en 67 leiki á einu tímabili. Lykilmaður Clippers: Sam Cassell. Los Angeles Clippers Útlitið er ekki bjart hjá litla liðinu í borg englanna. Fyrir tveimur árum var liðið aðeins hársbreidd í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. En á síðustu leiktíð hrundi leikur liðsins á lokasprettinum og það komst ekki í úrslitakeppnina. Framtíðin virtist björt hjá liðinu en mikil meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu undanfarið. Hinn efnilegi Shaun Livingston meiddist svo illa á hné að óttast er að ferill hans sé einfaldlega í hættu. Elton Brand, aðalstjarna liðsins, á einnig við meiðsli að stríða um þessar mundir. Hann verður væntanlega frá keppni næstu mánuðina með slitna hásin. Liðið kemur til með að treysta á að gamla brýnið Sam Cassell fari fyrir liðinu í vetur en það er ef til vill óraunhæfar væntingar að leggja slíka byrði á herðar 37 ára gamals manns. Lykilmaður Lakers: Kobe Bryant. Los Angeles Lakers Hjá gullkálfunum í Lakers snýst allt um Kobe Bryant. Hann greindi frá því í sumar að hann vildi fara frá félaginu. Orðrómar um möguleg skipti hans til Chicago eða annars liðs ganga fjöllunum hærra í fjölmiðlum vestan hafs á degi hverjum. Liðið er ágætlega skipað en það þykir ekki boðlegt fyrir meistara Kobe. Hver áhrif þessa fjölmiðlasirkuss verður á liðið verður einfaldlega að koma í ljós. Mikil meiðsli hafa haft sín áhrif á liðið á síðustu leiktíð og á nýliðnu undirbúningstímabili. Kwame Brown og framherjinn Lamar Odom eru báðir meiddir sem og Luke Walton. Það er því ólíklegt að Lakers muni eiga fljúgandi gott start á deildinni. Chris Mihm er þó kominn til baka eftir að hann spilaði lítið sem ekkert í fyrra vegna meiðsla og Derek Fisher mun styrkja liðið mikið. En hvort að það sé nóg er efast um. Lykilmaður Phoenix: Steve Nash. Phoenix Suns Er loksins komið að Phoenix Suns í ár? Liðið hefur ekki enn komist í úrslit deildarinnar þrátt fyrir að bera alla burði til þess. Steve Nash hefur leitt liðið undanfarin ár og hefur sjálfsagt mikinn metnað til þess að ná sér í hring. Hann er þó ekki að yngjast og styttist í 34 ára afmælisdaginn hans. Meiðsli gætu því farið að taka sinn toll hjá kappanum. Amare Stoudemire er kominn aftur á kreik eftir uppskurð á hné og virkar í ágætu standi. Þá virðist sem að Shawn Marion hafi dregið í land með þær kröfur sínar að honum verði skipt í burtu frá liðinu. Grant Hill hefur smollið vel inn í leik liðsins eftir að hann kom frá Orlando og tilkoma hans gerir sóknarleik Phoenix-liðsins enn hættulegri. Phoenix kemur til með að vinna hátt í 60 leiki nú eins og undanfarin ár. Spurningin er hins vegar sú hvort að lukkudísirnar verða á bandi liðsins í vetur en Phoenix hefur verið einstaklega óheppið undanfarið ár með leikbönn og meiðsli á versta hugsanlega tíma. Lykilmaður Sacramento: Kevin Martin. Sacramento Kings Nýja þjálfarans, Reggie Theus, bíður erfitt verkefni með Sacramento í vetur. Liðið olli vonbrigðum í fyrra en leikstjórnandinn Mike Bibby meiddist þar að auki á fingri á dögunum og missir af fyrstu 6-10 vikunum á tímabilinu. Mikið mun áfram mæða á villingnum Ron Artest en eini ljósi punkturinn við liðið er hvað Kevin Martin hefur bætt sig mikið. Hann mun verða Sacramento afar mikilvægur í vetur. Hann skoraði yfir tuttugu stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá fékk liðið til sín miðherjann Mikki Moore frá New Jersey. Honum verður ætlað að styrkja liðið í miðjunni. Björtustu vonir Sacramento í vetur verða líklega þær að berjast við lið Clippers um að forðast neðsta sætið í Kyrrahafsriðlinum. Eigendur liðsins, Maloof-bræðurnir, virðast hafa sífelldar áætlanir um að flytja liðið til Las Vegas. NBA Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192)Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Golden State: Baron Davis. Kyrrahafsriðillinn: Golden State Warriors Liðið átti frábæran sprett í deildinni á síðasta tímabili og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með góðum lokaspretti í deildinni, í fyrsta sinn síðan 1994. Liðið kom gríðarlega á óvart í fyrstu umferðinni og sló út deildarmeistara Dallas Mavericks. Það voru einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Í næstu umferð mætti liðið Utah Jazz og varð að játa sig sigrað eftir hetjulega baráttu. Baron Davis var allt í öllu hjá liðinu. Það er ljóst að það verður mjög erfitt hjá Golden State að toppa árangurinn í fyrra en eftir langt og mikið þref náði liðið þó að framlengja samninginn við Don Nelson þjálfara. Liðið missti aðalskorara sinn til margra ára, Jason Richardson, til Charlotte og því er ljóst að enn meira mun mæða á leikstjórnandanum Baron Davis þetta árið. Hann hefur allan sinn feril átt í stöðugri baráttu við meiðsli og er því mikið spurningamerki fyrir veturinn, eins og alltaf. Á síðustu fimm tímabilum hefur hann aldrei spilað meira en 67 leiki á einu tímabili. Lykilmaður Clippers: Sam Cassell. Los Angeles Clippers Útlitið er ekki bjart hjá litla liðinu í borg englanna. Fyrir tveimur árum var liðið aðeins hársbreidd í úrslit Vesturdeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. En á síðustu leiktíð hrundi leikur liðsins á lokasprettinum og það komst ekki í úrslitakeppnina. Framtíðin virtist björt hjá liðinu en mikil meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu undanfarið. Hinn efnilegi Shaun Livingston meiddist svo illa á hné að óttast er að ferill hans sé einfaldlega í hættu. Elton Brand, aðalstjarna liðsins, á einnig við meiðsli að stríða um þessar mundir. Hann verður væntanlega frá keppni næstu mánuðina með slitna hásin. Liðið kemur til með að treysta á að gamla brýnið Sam Cassell fari fyrir liðinu í vetur en það er ef til vill óraunhæfar væntingar að leggja slíka byrði á herðar 37 ára gamals manns. Lykilmaður Lakers: Kobe Bryant. Los Angeles Lakers Hjá gullkálfunum í Lakers snýst allt um Kobe Bryant. Hann greindi frá því í sumar að hann vildi fara frá félaginu. Orðrómar um möguleg skipti hans til Chicago eða annars liðs ganga fjöllunum hærra í fjölmiðlum vestan hafs á degi hverjum. Liðið er ágætlega skipað en það þykir ekki boðlegt fyrir meistara Kobe. Hver áhrif þessa fjölmiðlasirkuss verður á liðið verður einfaldlega að koma í ljós. Mikil meiðsli hafa haft sín áhrif á liðið á síðustu leiktíð og á nýliðnu undirbúningstímabili. Kwame Brown og framherjinn Lamar Odom eru báðir meiddir sem og Luke Walton. Það er því ólíklegt að Lakers muni eiga fljúgandi gott start á deildinni. Chris Mihm er þó kominn til baka eftir að hann spilaði lítið sem ekkert í fyrra vegna meiðsla og Derek Fisher mun styrkja liðið mikið. En hvort að það sé nóg er efast um. Lykilmaður Phoenix: Steve Nash. Phoenix Suns Er loksins komið að Phoenix Suns í ár? Liðið hefur ekki enn komist í úrslit deildarinnar þrátt fyrir að bera alla burði til þess. Steve Nash hefur leitt liðið undanfarin ár og hefur sjálfsagt mikinn metnað til þess að ná sér í hring. Hann er þó ekki að yngjast og styttist í 34 ára afmælisdaginn hans. Meiðsli gætu því farið að taka sinn toll hjá kappanum. Amare Stoudemire er kominn aftur á kreik eftir uppskurð á hné og virkar í ágætu standi. Þá virðist sem að Shawn Marion hafi dregið í land með þær kröfur sínar að honum verði skipt í burtu frá liðinu. Grant Hill hefur smollið vel inn í leik liðsins eftir að hann kom frá Orlando og tilkoma hans gerir sóknarleik Phoenix-liðsins enn hættulegri. Phoenix kemur til með að vinna hátt í 60 leiki nú eins og undanfarin ár. Spurningin er hins vegar sú hvort að lukkudísirnar verða á bandi liðsins í vetur en Phoenix hefur verið einstaklega óheppið undanfarið ár með leikbönn og meiðsli á versta hugsanlega tíma. Lykilmaður Sacramento: Kevin Martin. Sacramento Kings Nýja þjálfarans, Reggie Theus, bíður erfitt verkefni með Sacramento í vetur. Liðið olli vonbrigðum í fyrra en leikstjórnandinn Mike Bibby meiddist þar að auki á fingri á dögunum og missir af fyrstu 6-10 vikunum á tímabilinu. Mikið mun áfram mæða á villingnum Ron Artest en eini ljósi punkturinn við liðið er hvað Kevin Martin hefur bætt sig mikið. Hann mun verða Sacramento afar mikilvægur í vetur. Hann skoraði yfir tuttugu stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Þá fékk liðið til sín miðherjann Mikki Moore frá New Jersey. Honum verður ætlað að styrkja liðið í miðjunni. Björtustu vonir Sacramento í vetur verða líklega þær að berjast við lið Clippers um að forðast neðsta sætið í Kyrrahafsriðlinum. Eigendur liðsins, Maloof-bræðurnir, virðast hafa sífelldar áætlanir um að flytja liðið til Las Vegas.
NBA Mest lesið Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn gæti enn mætt Íslandi Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Öll að koma til eftir fólskulegt brot Handbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Fleiri fréttir Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Sjá meira