Björk spilar á styrktartónleikum 13. mars 2007 06:15 Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira