Tónlist

Amiina spilar með Sufjan Stevens

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kemur út á netinu 21. mars.
Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar kemur út á netinu 21. mars. mynd/hörður sveinsson

Hljómsveitin Amiina heldur tónleika með Bandaríkjamanninum Sufjan Stevens á tónlistarhátíðinni MusicNow í Cincinatti í Ohio-fylki í byrjun apríl.

„Það var hugmynd uppi um að við myndum hita upp fyrir hann á síðasta Evróputúr hans fyrir síðustu jól en það hentaði okkur ekki.

Síðan hittum við hann á Íslandi og ákváðum að bralla eitthvað saman,“ segir María Huld Markan Sigfúsdóttir úr Amiinu um samstarfið með Sufjan Stevens.

Nýjar útsetningar
Sufjan Stevens Nýtur liðsinnis stúlknanna úr Amiinu.
Sufjan hélt vel heppnaða tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík í lok síðasta árs þar sem mun færri komust að en vildu. Hefur hann fengið sérlega góða dóma gagnrýnenda fyrir plötur sínar, þar á meðal Come on Feel the Illinois, sem kom út árið 2005. Á tónleikunum í Cincinatti spila þær stöllur í Amiinu undir hjá Sufjan og verða lög hans flutt í nýjum útsetningum. Plata og tónleikaferðAmiina er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin sem stendur yfir frá 21. mars til 14. apríl. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kurr, kemur einmitt út á netinu 21. mars. Standa jafnframt yfir samningaviðræður við erlent plötufyrirtæki um að gefa plötuna út. Er stefnt á almenna útgáfu í maí eða byrjun júní. Þrjátíu hljóðfæriMaría Huld segir að erfitt sé að lýsa nýju plötunni. „Hún er mjög fjölbreytt. Hún er mest instrú­mental en það er sungið í nokkrum lögum. Síðan er fullt af hljóðfærum, einhver þrjátíu hljóðfæri sem við notum. Annars er þetta bara í okkar stíl,“ segir hún. Til Japans í haustHeilmikið er framundan hjá Amiinu því fyrir utan tónleikaferðina til Bandaríkjanna ætlar sveitin í þriggja vikna túr til Evrópu í maí. Jafnframt ætla þær að spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í sumar. Í haust er síðan ferðinni heitið til Japans, Ástralíu og Nýja-Sjálands áður en þær fara aftur til Bandaríkjanna og Evrópu.

Að sögn Maríu vonast þær til að platan komi örlítið fyrr út á Íslandi en úti í heimi. Myndu þær þá hugsanlega halda tónleika hér á landi í lok maí.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×