Alltaf í góðu skapi 15. mars 2007 10:00 Hljómsveitin Spaðar spilar á Nasa á föstudag. Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira