Af pólitík, flatskjám og Habitatbæklingi 24. mars 2007 00:01 Gerður kristný og vilborg Kannast báðar við það þegar hlutunum er fokkað upp. Fréttablaðið/Heiða Það eru akkúrat 40 ár sem skilja Vilborgu og Gerði að. Sú eldri er fædd árið 1930 og ólst upp í þorpi sem er ekki lengur til, Vestdalseyri, en sú yngri tilheyrir ártalinu 1970 og hennar hverfi, Háaleitishverfið, er enn vel við lýði. Vestdalseyri var stærsti byggðarkjarni Seyðisfjarðar og hluti kaupstaðarins en fór í eyði, því þegar kom að því að leggja vatnslagnir og rafmagn var byggðarkjörnunum sem lágu úti með firðinum ekki veitt sú þjónusta heldur aðeins byggðinni fyrir fjarðarbotni. Vilborg segir grasið vera grænna en annars staðar á Vestdalseyrinni en Gerður finnur ekki fyrir neinni nostalgíu þegar hún ekur fram hjá Háaleitishverfinu. Stolt hverfisins er Fram og það er frekar að fólkið úr hverfinu og gömlu bekkjarfélagarnir eigi hlut í hjarta Gerðar en sjálft hverfið: „Háaleitið er nú kannski ekkert sérstaklega karaktermikið en okkur fannst við þó hafa upp á meira að bjóða en Hvassaleitið! Þar var ekkert íþróttafélag, bara kirkja en kannski voru þetta jöfn skipti í augum sumra. Fyrir mörgum er fótbolti hálfgerð trúarbrögð.“Svara ekki þessari spurninguÞar sem Vilborg hóf umræðurnar á nýlendustefnu höfuðborgarinnar gegn landsbyggðinni er tækifærið gripið og virkjunum skellt á borðið. Draumalandið hans Andra Snæs virðist hafa heltekið þjóðina undanfarið ár og þær hafa lesið bókina en eru þær sammála boðskapnum?Vilborg: Ég á ekki bókina en ég fór í gegnum hana í bókabúð og hann hefur skrifað þarna ágætsbók, hann Andri, og það að ná til fólksins hefur heppnast vel hjá honum. Er það ekki, Gerður, – þekkir ekki hvert mannsbarn þessa bókina hans? Gerður: Jú, kannski Draumalandið sé Fíasól hinna fullorðnu. Vilborg: Ég hef nú ekki tileinkað mér bókina þótt ég hafi flett í gegnum hana. Ég hef frekar verið að grúska í bók Halldórs Guðmundssonar um Halldór Laxness og Skáldalíf, þær eru mjög vandaðar. En það er nú svo margt sem kemur fram í Draumalandinu að ekki er hægt að vera sammála öllu þar. Andri er að bjarga náttúru landsins og vissulega er það þarft verk en þótt landið sé fallegt saknar maður mannfólksins þegar það er farið. Gerður: Í ljósi þess að Stefán Máni og Bragi Ólafsson hafa aldrei verið spurðir að því í viðtali hvort þeir hafi lesið Alla Nalla og tunglið ætla ég ekki að svara því hvort ég hafi lesið Draumalandið. Vilborg: Ég las Skáldalíf hans Halldórs aftur á móti vel í gegn og það tvisvar. Gerður: Já, mitt nýjasta æði eru bækur Norðmannsins Lars Saabye Christensen sem fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hálfbróðurinn. Hún er frábær sem og bókin hans, Hermann, svo ekki sé talað um smásögurnar hans.Skinnlaus kjúklingur og borðhaldsstóllÞá er ráð að spyrja rithöfundana um álit þeirra á málfari þjóðarinnar og fjölmiðla. Er eitthvað sem stuðar þær þessa dagana?Gerður: Allt þetta tal um einstaklinga og aðila, samanber stuðningsaðila og söluaðila, finnst mér óþarfi. Ég skil ekki af hverju við erum hætt að vera Íslendingar, fólk, karlar og konur. Það er svo miklu hlýlegra að vera Íslendingur heldur en aðili. Svo verð ég að nefna nýja Habitat-bæklinginn sem er á afar undarlegri íslensku. Hann er þykkur og í lit og það hefur eflaust kostað mikið að prenta hann. Það hefur að minnsta kosti verið dýrara en að gefa út ljóðbók, Vilborg. Vilborg: Já, allir þessir auglýsingabæklingar eru miklu dýrari í framleiðslu. Gerður: Í Habitat er ýmislegt skrautlegt bull að finna. Til dæmis heitir „borðstofustóll“ þar „borðhaldsstóll“. Vilborg: Hver og einn þarf að rækta málfar sitt því það kemur alls ekki af sjálfu sér og það sem Gerður segir er alveg hárrétt, sérstaklega í sambandi við þessa auglýsingapésa og vörur sem eru sérkennilega merktar. Það fer til dæmis í taugarnar á mér að þurfa að kaupa skinnlausan kjúkling. Hvað varð um orðið hamflettur? Gerður: Ég man líka að þegar ég var krakki var ekki hægt að segja: Taktu þátt! Maður varð að taka þátt í einhverju, annars var sagt: Vertu með! Vilborg: En í skólunum er unnið mikið og gott starf með tungumálið og sérstaklega á leikskólunum, en þar hefur umhverfið tekið miklum breytingum hvað þetta snertir, að kenna börnunum.Hættuleg vinnubrögðÍ þeim töluðu orðum labbar maður sem virðist á fimmtugsaldri að Vilborgu, með bjórglas í hendi, og spyr hana hvort hún hafi kennt sér í Austurbæjarskóla og heiti Valborg. Fumlaust svarar Vilborg því til að hún heiti Vilborg en hafi kennt þar á sama tíma og Valborg. Við höldum áfram í málfarsumræðunni og að því sem snýr að fjölmiðlum. Blaðamenn hafa oft verið gagnrýndir fyrir hroðvirkni og slæmt málfar, hvað segja þær um það?Vilborg: Það er nú líka bara hraðinn. Gerður: Já, það skín nú yfirleitt í gegn. Vilborg: Þegar ljóðabókin mín, Fiskar hafa enga rödd, kom út tók Kolbrún Bergþórs viðtal við mig fyrir Blaðið. Á forsíðu kom tilvitnun í greinina og þar stóð: Fylgifiskar hafa enga rödd og mynd af mér ásamt nafninu Vilborg Davíðsdóttir. Kolla var svo hrædd þegar hún sá þetta að hún þorði ekki að hringja í mig en ég vann lengi á Þjóðviljanum og ég sá strax hvernig lá í þessu og var ekkert að velta þessu upp. Það eru vaktaskipti á blöðum, annað fólk sem sér um að ganga frá forsíðu og mikill hraði. Gerður: Ég sagði frá því í viðtali hjá Birtu fyrir þremur árum að ég hefði fengið fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni fyrir ljóðið Fok. Þegar viðtalið birtist þá hét ljóðið allt í einu Fokk. Þeim hefur sennilega fundist líklegt að ég hafi verið reitt ungt skáld að skrifa ljóð sem hét Fokk. Vilborg: Þetta heitir að fokka hlutunum upp! Gerður: Svona dæmi eru náttúrlega bara fyndin en mér finnst verra þegar rangar upplýsingar um feril höfunda birtast í gagnrýni um bækur þeirra, enda ætti það að vera óþarft í ljósi þess að hægt er að kynna sér þá fyrirhafnarlaust á Netinu. Fyrir síðustu jól stóð til dæmis í Fréttablaðinu að Fugl og fiskur eftir Vilborgu væri fyrsta barnabókin hennar. Svipaðar villur hef ég séð um gagnrýni um bók eftir Auði Jónsdóttur og sjálfa mig. Mér finnst þetta virðingarleysi. Vilborg: Þetta sýnir vinnubrögð sem eru svolítið hættuleg. Gerður: Samt finnst mér jólabókaflóðið og allt havaríið sem því fylgir mjög skemmtilegt. Þetta er oft mikill sirkus. Um leið og ég vil fá vandaða dóma um bækur krefst ég þess líka að þeir skili sér hratt svo kröfurnar eru miklar.Ingibjörg Sólrún ofsóttHvern viljið þið sjá sem næsta forsætisráðherra?Vilborg: Ég vil sjá vinstri stjórn. Gerður: Hún er kommúnisti – ef þú vissir það ekki. Vilborg: Já, já, ég var það og er enn. Eins og kallinn sagði: Ég var kommúnisti, er kommúnisti og verð kommúnisti, bara undir nýju nafni. Ég held að röðin sé komin að Ingibjörgu Sólrúnu. Ég held að Samfylkingin og Vinstri grænir eigi að geta komið sér saman og ég lít svo á að það hafi verið geysilega rangt þegar Vinstri grænir brutu sig út úr Samfylkinginunni. Það var mjög örlagaríkt að þeir skyldu gera það og nú finnst mér tækifæri fyrir vinstri menn til að fylkja liði og breyta hér okkar stjórnarfari og standa saman. Gerður: Í ár á ég eflaust eftir að skila fagur-auðu að venju. Vilborg: Gerirðu það? Gerður: Já, vegna þess að þegar ég fer yfir sviðið kem ég bara auga á fólk sem sér ekki heimsku sinnar skil. Ingibjörg Sólrún er afbragðs stjórnmálamaður en henni fylgja ýmsir aðrir sem ég ber ekki traust til. Vilborg: Ingibjörg Sólrún hefur verið ofsótt alveg gegndarlaust svo staða hennar er erfið. Ég ætlast ekki til þess að hún verði einhver einræðisherra heldur að vinstri stjórn komist á. Röðin er komin að henni. Hún hefur sýnt að hún er stjórnsöm kona og dugleg. Við klúðruðum því að fá vinstri stjórn síðast og ég var voða reið við Græningjana út af því.Með Eurovisontextana á hreinuMeð kosningunum fylgir líka Eurovison. Hvernig líst ykkur á Eirík Hauksson í keppninni og hvernig var stemningin hjá ykkur árið 1986 þegar hann tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrsta skipti?Gerður: Eiríkur er vanur maður og ég hlakka örugglega jafnmikið til að sjá hann keppa núna og árið 1986. Mér finnst Eurovisionkeppnin ótrúlega skemmtileg og ekki síst norræni spjallþátturinn sem Eiríkur hefur einmitt tekið þátt í fyrir hönd Íslands. Í fyrra tók franskur blaðamaður frá Le Figaro við mig viðtal um fyrirbærið Sylvíu Nótt. Honum fannst stórskrítið að venjulegir Íslendingar, eins og ég sem aldrei hefur unnið við tónlist, skuli geta raulað eldgömul Eurovisionlög og það á tungumálum sem við kunnum ekki. Þá hugsaði ég nú bara með mér: Abeibíabodabe, abeibíabodabedabodaba, en hafði vit á að segja það ekki upphátt. Vilborg: Eiríkur er mjög viðkunnanlegur maður og mér líst þrælvel á að senda hann út. Hann kemur vel fyrir og verður okkur til sóma. Ég fylgdist nú meira með Eurovision hér áður fyrr en áhuginn hefur eitthvað dvínað. Þið fylgdust kannski með afrakstri helgarinnar á þinginu. Nú virðist sem vændi sé orðið löglegt á Íslandi; bæði hægt að kaupa það löglega og selja sjálfan sig án þess að framið sé lögbrot. Hvað finnst ykkur um þá niðurstöðu?Gerður: Mér finnst ömurlegt að hér sé enn hægt að kaupa sér þjónustu vændiskvenna á löglegan hátt. Ég skrifaði einu sinni blaðagrein um stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn, ánetjaðist eiturlyfjum, starfaði síðar sem vændiskona í Reykjavík og svipti sig loks lífi. Og ég man að aðstandendur hennar sögðu mér að meðal viðskiptavina hennar hefðu verið þingmenn. Kannski kemur það einhverjum þeirra sér vel að hér sé löglegt að notfæra sér eymd annarra á þennan hátt, að minnsta kosti ríkir greinilega skilningur á þingi til kennda þeirra sem það gera. Vilborg: Ég veit að þetta er röng stefna og mér finnst að Svíar, sem hafa bannað kaup á vændinu, hafi valið réttu leiðina.Þekkir marga sem eiga flatskjáiEr lífsgæðakapphlaupið að ganga fram af þjóðinni? Er raunin sú að annar hver maður er kominn með glæsikerru í innkeyrsluna og granít í hólf og gólf og veraldlega kapphlaupið tekur yfir andlega lífið?Gerður: Ég er svo mikið millistéttarkvendi að ég þekki ekkert þetta fólk. Ég hef bara komið inn á tvö heimili þar sem fólk átti flatskjá. Vilborg: Flatskjái? Almáttugur, ég þekki marga sem eiga flatskjái, það er ekki það dýrasta. En ég verð ekki vör við þessar glæsikerrur, enda er ég hér í gamla bænum og fótgangandi. Gerður: Sumir hafa það alltaf betra en aðrir en ríkidæmið þarf ekkert endilega að vera á kostnað andlega lífsins. Ríka fólkið er örugglega margt í ógurlega gefandi jóga- og pilatestímum í íþróttafötum frá Stellu McCartney yst sem innst. Fjölmiðlar hafa líka alltaf tilhneigingu til að fjalla um öfgarnar í samfélaginu. Það er alveg til fjöldinn allur af góðu fólki sem hugsar vel um sjálft sig og börnin sín í stað þess að leggja alla orkuna í að útbúa þyrlupall í kjallaranum. Vilborg: Mér finnst dapurlegt hvernig auglýsingarnar eru að kæfa allt. Það er þreytandi að leita að einhverju efni til að lesa í blöðunum sem nú eru gefin út, þar er nú ekki um auðugan garð að gresja. Nánast allt efni er meira og minna auglýsingatengt og dulbúnar auglýsingar. Ég finn alls staðar fyrir neysluþjóðfélaginu. Gerður, hvernig sérðu lífið fyrir þér þegar þú ert komin á aldur Vilborgar og er ellin eins og þú sást hana fyrir þér, Vilborg?Gerður: Mér finnst sífellt skemmtilegra að vera til. Mér fannst flókið að vera barn eins og sést kannski í barnabókunum mínum. Þegar ég verð gömul verð ég eflaust orðin svo kát og létt í lund að maðurinn minn verður að leiða mig hvert sem ég fer svo ég takist ekki á loft. Vilborg: Mig langaði að verða gömul og ég sá fyrir mér að eiga ruggustól og hafa grátt hár. Systur mínar dóu flestar ungar. Þrjár þegar ég var ellefu ára og þess vegna fannst mér einhvern veginn að það að fá að verða gamall skipti máli. Nú er ég orðin gömul, ég á ruggustól, keypti mér hann til að eiga þegar ég yrði gömul og ég sit oft í honum. Ég er ein og ég nýt þess að ég sé vel og heyri sæmilega. Ég hef enn gaman af ótalmörgu, bý í bókahrúgu, les, hlusta á tónlist og ég fer til dæmis á tónleika í kvöld. Gerður: Ég á nú þegar ruggustól, þannig að ég er við öllu búin en í kvöld verð ég líklega ein heima með syni mínum og leik annaðhvort ljón eða byggingakrana til að skemmta honum. Í það fer kvöldið. Svo vona ég að þegar ég verð jafngömul og Vilborg verði ég jafnstolt af æviverkinu og hún getur verið. Ertu það ekki annars, Vilborg? Vilborg: Ja, ég skammast mín ekkert. n Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það eru akkúrat 40 ár sem skilja Vilborgu og Gerði að. Sú eldri er fædd árið 1930 og ólst upp í þorpi sem er ekki lengur til, Vestdalseyri, en sú yngri tilheyrir ártalinu 1970 og hennar hverfi, Háaleitishverfið, er enn vel við lýði. Vestdalseyri var stærsti byggðarkjarni Seyðisfjarðar og hluti kaupstaðarins en fór í eyði, því þegar kom að því að leggja vatnslagnir og rafmagn var byggðarkjörnunum sem lágu úti með firðinum ekki veitt sú þjónusta heldur aðeins byggðinni fyrir fjarðarbotni. Vilborg segir grasið vera grænna en annars staðar á Vestdalseyrinni en Gerður finnur ekki fyrir neinni nostalgíu þegar hún ekur fram hjá Háaleitishverfinu. Stolt hverfisins er Fram og það er frekar að fólkið úr hverfinu og gömlu bekkjarfélagarnir eigi hlut í hjarta Gerðar en sjálft hverfið: „Háaleitið er nú kannski ekkert sérstaklega karaktermikið en okkur fannst við þó hafa upp á meira að bjóða en Hvassaleitið! Þar var ekkert íþróttafélag, bara kirkja en kannski voru þetta jöfn skipti í augum sumra. Fyrir mörgum er fótbolti hálfgerð trúarbrögð.“Svara ekki þessari spurninguÞar sem Vilborg hóf umræðurnar á nýlendustefnu höfuðborgarinnar gegn landsbyggðinni er tækifærið gripið og virkjunum skellt á borðið. Draumalandið hans Andra Snæs virðist hafa heltekið þjóðina undanfarið ár og þær hafa lesið bókina en eru þær sammála boðskapnum?Vilborg: Ég á ekki bókina en ég fór í gegnum hana í bókabúð og hann hefur skrifað þarna ágætsbók, hann Andri, og það að ná til fólksins hefur heppnast vel hjá honum. Er það ekki, Gerður, – þekkir ekki hvert mannsbarn þessa bókina hans? Gerður: Jú, kannski Draumalandið sé Fíasól hinna fullorðnu. Vilborg: Ég hef nú ekki tileinkað mér bókina þótt ég hafi flett í gegnum hana. Ég hef frekar verið að grúska í bók Halldórs Guðmundssonar um Halldór Laxness og Skáldalíf, þær eru mjög vandaðar. En það er nú svo margt sem kemur fram í Draumalandinu að ekki er hægt að vera sammála öllu þar. Andri er að bjarga náttúru landsins og vissulega er það þarft verk en þótt landið sé fallegt saknar maður mannfólksins þegar það er farið. Gerður: Í ljósi þess að Stefán Máni og Bragi Ólafsson hafa aldrei verið spurðir að því í viðtali hvort þeir hafi lesið Alla Nalla og tunglið ætla ég ekki að svara því hvort ég hafi lesið Draumalandið. Vilborg: Ég las Skáldalíf hans Halldórs aftur á móti vel í gegn og það tvisvar. Gerður: Já, mitt nýjasta æði eru bækur Norðmannsins Lars Saabye Christensen sem fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir Hálfbróðurinn. Hún er frábær sem og bókin hans, Hermann, svo ekki sé talað um smásögurnar hans.Skinnlaus kjúklingur og borðhaldsstóllÞá er ráð að spyrja rithöfundana um álit þeirra á málfari þjóðarinnar og fjölmiðla. Er eitthvað sem stuðar þær þessa dagana?Gerður: Allt þetta tal um einstaklinga og aðila, samanber stuðningsaðila og söluaðila, finnst mér óþarfi. Ég skil ekki af hverju við erum hætt að vera Íslendingar, fólk, karlar og konur. Það er svo miklu hlýlegra að vera Íslendingur heldur en aðili. Svo verð ég að nefna nýja Habitat-bæklinginn sem er á afar undarlegri íslensku. Hann er þykkur og í lit og það hefur eflaust kostað mikið að prenta hann. Það hefur að minnsta kosti verið dýrara en að gefa út ljóðbók, Vilborg. Vilborg: Já, allir þessir auglýsingabæklingar eru miklu dýrari í framleiðslu. Gerður: Í Habitat er ýmislegt skrautlegt bull að finna. Til dæmis heitir „borðstofustóll“ þar „borðhaldsstóll“. Vilborg: Hver og einn þarf að rækta málfar sitt því það kemur alls ekki af sjálfu sér og það sem Gerður segir er alveg hárrétt, sérstaklega í sambandi við þessa auglýsingapésa og vörur sem eru sérkennilega merktar. Það fer til dæmis í taugarnar á mér að þurfa að kaupa skinnlausan kjúkling. Hvað varð um orðið hamflettur? Gerður: Ég man líka að þegar ég var krakki var ekki hægt að segja: Taktu þátt! Maður varð að taka þátt í einhverju, annars var sagt: Vertu með! Vilborg: En í skólunum er unnið mikið og gott starf með tungumálið og sérstaklega á leikskólunum, en þar hefur umhverfið tekið miklum breytingum hvað þetta snertir, að kenna börnunum.Hættuleg vinnubrögðÍ þeim töluðu orðum labbar maður sem virðist á fimmtugsaldri að Vilborgu, með bjórglas í hendi, og spyr hana hvort hún hafi kennt sér í Austurbæjarskóla og heiti Valborg. Fumlaust svarar Vilborg því til að hún heiti Vilborg en hafi kennt þar á sama tíma og Valborg. Við höldum áfram í málfarsumræðunni og að því sem snýr að fjölmiðlum. Blaðamenn hafa oft verið gagnrýndir fyrir hroðvirkni og slæmt málfar, hvað segja þær um það?Vilborg: Það er nú líka bara hraðinn. Gerður: Já, það skín nú yfirleitt í gegn. Vilborg: Þegar ljóðabókin mín, Fiskar hafa enga rödd, kom út tók Kolbrún Bergþórs viðtal við mig fyrir Blaðið. Á forsíðu kom tilvitnun í greinina og þar stóð: Fylgifiskar hafa enga rödd og mynd af mér ásamt nafninu Vilborg Davíðsdóttir. Kolla var svo hrædd þegar hún sá þetta að hún þorði ekki að hringja í mig en ég vann lengi á Þjóðviljanum og ég sá strax hvernig lá í þessu og var ekkert að velta þessu upp. Það eru vaktaskipti á blöðum, annað fólk sem sér um að ganga frá forsíðu og mikill hraði. Gerður: Ég sagði frá því í viðtali hjá Birtu fyrir þremur árum að ég hefði fengið fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni fyrir ljóðið Fok. Þegar viðtalið birtist þá hét ljóðið allt í einu Fokk. Þeim hefur sennilega fundist líklegt að ég hafi verið reitt ungt skáld að skrifa ljóð sem hét Fokk. Vilborg: Þetta heitir að fokka hlutunum upp! Gerður: Svona dæmi eru náttúrlega bara fyndin en mér finnst verra þegar rangar upplýsingar um feril höfunda birtast í gagnrýni um bækur þeirra, enda ætti það að vera óþarft í ljósi þess að hægt er að kynna sér þá fyrirhafnarlaust á Netinu. Fyrir síðustu jól stóð til dæmis í Fréttablaðinu að Fugl og fiskur eftir Vilborgu væri fyrsta barnabókin hennar. Svipaðar villur hef ég séð um gagnrýni um bók eftir Auði Jónsdóttur og sjálfa mig. Mér finnst þetta virðingarleysi. Vilborg: Þetta sýnir vinnubrögð sem eru svolítið hættuleg. Gerður: Samt finnst mér jólabókaflóðið og allt havaríið sem því fylgir mjög skemmtilegt. Þetta er oft mikill sirkus. Um leið og ég vil fá vandaða dóma um bækur krefst ég þess líka að þeir skili sér hratt svo kröfurnar eru miklar.Ingibjörg Sólrún ofsóttHvern viljið þið sjá sem næsta forsætisráðherra?Vilborg: Ég vil sjá vinstri stjórn. Gerður: Hún er kommúnisti – ef þú vissir það ekki. Vilborg: Já, já, ég var það og er enn. Eins og kallinn sagði: Ég var kommúnisti, er kommúnisti og verð kommúnisti, bara undir nýju nafni. Ég held að röðin sé komin að Ingibjörgu Sólrúnu. Ég held að Samfylkingin og Vinstri grænir eigi að geta komið sér saman og ég lít svo á að það hafi verið geysilega rangt þegar Vinstri grænir brutu sig út úr Samfylkinginunni. Það var mjög örlagaríkt að þeir skyldu gera það og nú finnst mér tækifæri fyrir vinstri menn til að fylkja liði og breyta hér okkar stjórnarfari og standa saman. Gerður: Í ár á ég eflaust eftir að skila fagur-auðu að venju. Vilborg: Gerirðu það? Gerður: Já, vegna þess að þegar ég fer yfir sviðið kem ég bara auga á fólk sem sér ekki heimsku sinnar skil. Ingibjörg Sólrún er afbragðs stjórnmálamaður en henni fylgja ýmsir aðrir sem ég ber ekki traust til. Vilborg: Ingibjörg Sólrún hefur verið ofsótt alveg gegndarlaust svo staða hennar er erfið. Ég ætlast ekki til þess að hún verði einhver einræðisherra heldur að vinstri stjórn komist á. Röðin er komin að henni. Hún hefur sýnt að hún er stjórnsöm kona og dugleg. Við klúðruðum því að fá vinstri stjórn síðast og ég var voða reið við Græningjana út af því.Með Eurovisontextana á hreinuMeð kosningunum fylgir líka Eurovison. Hvernig líst ykkur á Eirík Hauksson í keppninni og hvernig var stemningin hjá ykkur árið 1986 þegar hann tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrsta skipti?Gerður: Eiríkur er vanur maður og ég hlakka örugglega jafnmikið til að sjá hann keppa núna og árið 1986. Mér finnst Eurovisionkeppnin ótrúlega skemmtileg og ekki síst norræni spjallþátturinn sem Eiríkur hefur einmitt tekið þátt í fyrir hönd Íslands. Í fyrra tók franskur blaðamaður frá Le Figaro við mig viðtal um fyrirbærið Sylvíu Nótt. Honum fannst stórskrítið að venjulegir Íslendingar, eins og ég sem aldrei hefur unnið við tónlist, skuli geta raulað eldgömul Eurovisionlög og það á tungumálum sem við kunnum ekki. Þá hugsaði ég nú bara með mér: Abeibíabodabe, abeibíabodabedabodaba, en hafði vit á að segja það ekki upphátt. Vilborg: Eiríkur er mjög viðkunnanlegur maður og mér líst þrælvel á að senda hann út. Hann kemur vel fyrir og verður okkur til sóma. Ég fylgdist nú meira með Eurovision hér áður fyrr en áhuginn hefur eitthvað dvínað. Þið fylgdust kannski með afrakstri helgarinnar á þinginu. Nú virðist sem vændi sé orðið löglegt á Íslandi; bæði hægt að kaupa það löglega og selja sjálfan sig án þess að framið sé lögbrot. Hvað finnst ykkur um þá niðurstöðu?Gerður: Mér finnst ömurlegt að hér sé enn hægt að kaupa sér þjónustu vændiskvenna á löglegan hátt. Ég skrifaði einu sinni blaðagrein um stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn, ánetjaðist eiturlyfjum, starfaði síðar sem vændiskona í Reykjavík og svipti sig loks lífi. Og ég man að aðstandendur hennar sögðu mér að meðal viðskiptavina hennar hefðu verið þingmenn. Kannski kemur það einhverjum þeirra sér vel að hér sé löglegt að notfæra sér eymd annarra á þennan hátt, að minnsta kosti ríkir greinilega skilningur á þingi til kennda þeirra sem það gera. Vilborg: Ég veit að þetta er röng stefna og mér finnst að Svíar, sem hafa bannað kaup á vændinu, hafi valið réttu leiðina.Þekkir marga sem eiga flatskjáiEr lífsgæðakapphlaupið að ganga fram af þjóðinni? Er raunin sú að annar hver maður er kominn með glæsikerru í innkeyrsluna og granít í hólf og gólf og veraldlega kapphlaupið tekur yfir andlega lífið?Gerður: Ég er svo mikið millistéttarkvendi að ég þekki ekkert þetta fólk. Ég hef bara komið inn á tvö heimili þar sem fólk átti flatskjá. Vilborg: Flatskjái? Almáttugur, ég þekki marga sem eiga flatskjái, það er ekki það dýrasta. En ég verð ekki vör við þessar glæsikerrur, enda er ég hér í gamla bænum og fótgangandi. Gerður: Sumir hafa það alltaf betra en aðrir en ríkidæmið þarf ekkert endilega að vera á kostnað andlega lífsins. Ríka fólkið er örugglega margt í ógurlega gefandi jóga- og pilatestímum í íþróttafötum frá Stellu McCartney yst sem innst. Fjölmiðlar hafa líka alltaf tilhneigingu til að fjalla um öfgarnar í samfélaginu. Það er alveg til fjöldinn allur af góðu fólki sem hugsar vel um sjálft sig og börnin sín í stað þess að leggja alla orkuna í að útbúa þyrlupall í kjallaranum. Vilborg: Mér finnst dapurlegt hvernig auglýsingarnar eru að kæfa allt. Það er þreytandi að leita að einhverju efni til að lesa í blöðunum sem nú eru gefin út, þar er nú ekki um auðugan garð að gresja. Nánast allt efni er meira og minna auglýsingatengt og dulbúnar auglýsingar. Ég finn alls staðar fyrir neysluþjóðfélaginu. Gerður, hvernig sérðu lífið fyrir þér þegar þú ert komin á aldur Vilborgar og er ellin eins og þú sást hana fyrir þér, Vilborg?Gerður: Mér finnst sífellt skemmtilegra að vera til. Mér fannst flókið að vera barn eins og sést kannski í barnabókunum mínum. Þegar ég verð gömul verð ég eflaust orðin svo kát og létt í lund að maðurinn minn verður að leiða mig hvert sem ég fer svo ég takist ekki á loft. Vilborg: Mig langaði að verða gömul og ég sá fyrir mér að eiga ruggustól og hafa grátt hár. Systur mínar dóu flestar ungar. Þrjár þegar ég var ellefu ára og þess vegna fannst mér einhvern veginn að það að fá að verða gamall skipti máli. Nú er ég orðin gömul, ég á ruggustól, keypti mér hann til að eiga þegar ég yrði gömul og ég sit oft í honum. Ég er ein og ég nýt þess að ég sé vel og heyri sæmilega. Ég hef enn gaman af ótalmörgu, bý í bókahrúgu, les, hlusta á tónlist og ég fer til dæmis á tónleika í kvöld. Gerður: Ég á nú þegar ruggustól, þannig að ég er við öllu búin en í kvöld verð ég líklega ein heima með syni mínum og leik annaðhvort ljón eða byggingakrana til að skemmta honum. Í það fer kvöldið. Svo vona ég að þegar ég verð jafngömul og Vilborg verði ég jafnstolt af æviverkinu og hún getur verið. Ertu það ekki annars, Vilborg? Vilborg: Ja, ég skammast mín ekkert. n
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira