Í lagalegu tómarúmi 25. mars 2007 00:01 Svandís Anna Sigurðardóttur, skrifaði BA-ritgerð sína í sagnfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands um transsexúalisma. Einstaklingar sem vilja leiðrétta kyn sitt á Íslandi eru í lagalegu tómarúmi og hafa engin lög eða reglur að styðjast við þegar kyn er leiðrétt. Svandís Anna Sigurðardóttir hefur unnið BA-ritgerð um þetta mál. Guðrún Helga Sigurðardóttir kynnti sér verk hennar og las um þá erfiðleika sem fylgja því að fæðast í röngum líkama, hvernig það er leiðrétt og hvernig staðið er að slíku hér á landi. Margvíslegir erfiðleikar fylgja því að fæðast af röngu kyni og fylgir því oft áralöng barátta, fordómar, sjálfsvörn og líkamlegar breytingar. Talað er um kynáttunarvanda þegar átt er við skynjun einstaklings á sjálfum sér sem karlkyns eða kvenkyns. Einstaklingarnir geta haft sterk og þrálát óþægindi í sambandi við líkamlegt kyn sitt, löngun til að hafa líkama hins kynsins, óþægindi gagnvart kynhlutverki sínu og óska þess heitt að aðrir sjái sig í því kyni. Þessi vandi hefur oft staðið frá því í æsku en sérstaklega verða unglingsárin erfið því að þá breytist líkaminn í karls- eða konulíkama og um leið er skrúfað fyrir væntingar um að verða af réttu kyni á fullorðinsaldri. Transsexúalismi hefur ekkert með kynhneigð, kynlíf eða kynhegðun að gera. Einstaklingar sem fæðast í röngum líkama verða að ganga í gegnum margar breytingar, bæði líffræðilegar og líka breytingar sem snúa að lagalegri stöðu, til dæmis breytingu á nafni. Ekki bætir úr skák að engin lög segja til um hvernig allar þessar breytingar eigi að ganga fyrir sig og virkar það nánast eins og transsexúalistar séu ekki til, eins og kemur fram í ritgerðinni, hvað þá að kveðið sé á um rétt þeirra. Í dag er því verið að fara framhjá lögum eða notast við lög sem eiga engan veginn við um þetta fólk, til dæmis lög um afkynjun og kynferðisofbeldi. Kynleiðréttingaraðgerð er áhættusöm. Hjá einstaklingum sem fara í konu-í-karl aðgerð er myndaður getnaðarlimur frá svæðinu umhverfis snípinn. Svæðið er skorið og losað frá til að mynda liminn og taugaendum og næmni haldið við. Limurinn er oftast svo lítill að ekki er hægt að stunda samfarir. Aðrar breytingaleiðir eru mögulegar en það eru flóknari aðgerðir. Hjá einstaklingum sem fara í karl-í-konu aðgerðir er húð getnaðarlimsins notuð til að mynda leggöng og búið til op fyrir þau. Snípur er myndaður úr taugaendum og húð frá getnaðarlimnum. Flestir einstaklingarnir geta stundað fullnægjandi kynlíf og kynfærin líta eins út og á líffræðilegum konum. Minnst sex Íslendingar hafa lokið kynleiðréttingaraðgerðum en aðeins tveir hér á landi, hvor í sína áttina. Einstaklingur sem vill fara í kynleiðréttingu þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa búið í réttu kynhlutverki í minnst tvö ár. Kynleiðrétting er algjörlega í höndum vinnuhóps fimm karlkyns lækna sem vinna í sjálfboðavinnu. Læknarnir skilgreina hverjir eru transsexúalistar, hvað það er að vera kona og karl og hverjir eru tilbúnir til að gangast undir kynleiðréttingu og fá að gera það. Í ritgerðinni kemur greinilega fram að aðgerðirnar byggja á velvilja Landlæknis og læknahópsins enda hvorki lög né formlegar reglur fyrir hendi sem hægt er að styðjast við. Vinnuhópurinn fer eftir dönskum vinnureglum sem hafa dregist aftur úr í þróuninni. „Má því ætla að endurskoðun á reglum og sveigjanleika vinnuhópsins hér á landi sé tímabær,“ segir Svandís Anna í ritgerð sinni. Ekki í boði hérKynleiðréttingaraðgerðin er gerð á spítala. Hér á landi byggist fyrirkomulagið á góðvild Landlæknis sem sér til þess að sjúklingurinn fari í og komist í gegnum aðgerðina. Kostnaðurinn er greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin greiðir þó aðeins fyrir aðgerðina sjálfa, ekki aðrar aðgerðir sem tilheyra, til dæmis brjóstastækkunaraðgerðir, og er þannig skemmra á veg komin en tryggingastofnanir erlendis. Aðeins einn skurðlæknir gerir leiðréttingaraðgerðir hér á landi og eru aðgerðirnar ekki nógu margar til að halda honum við svo að leitað hefur verið eftir samstarfi við Danmörku. Svandís Anna segir að lífið sé ekki fullkomið þótt leiðréttingaraðgerð sé lokið. Lífið geti orðið einmanalegt og erfitt geti reynst að vera stimplaður „kynskiptingur“, sérstaklega þegar viðkomandi skilgreinir sjálfan sig opinberlega sem transsexúalista. „En kjarkurinn sem það fólk sýnir er ómetanlegur í baráttunni gegn fordómum og hræðslu,“ segir í ritgerðinni. Erlendis hafa komið upp mál þar sem fólk vill ganga í gegnum leiðréttingarferlið án þess að fara í skurðaðgerð en slík mál hafa ekki komið upp hér á landi. Ekki er víst að það væri hægt, til dæmis þar sem ekki eru til nein lög eða reglur um nafnbreytingu þeirra sem ætla að fara í aðgerð eða þá sem vilja nafnabreytingu án aðgerðar. „Það er ekki í boði hér á landi,“ segir Svandís Anna í ritgerð sinni. Svandís Anna gerir fordóma að umtalsefni og segir að fólk sé dæmt eftir kynferði, til dæmis þegar þetta fólk sæki um nafnabreytingu, því að það sé ekki leyft fyrr en kynfærum hafi verið breytt. Þá sendi vinnuhópur lækna bréf um að einstaklingurinn séu kominn í rétt kynhlutverk. Breytingin gerist þá samdægurs. „Í stað þess að sjá hugrekki fólks í því að bera utan á sér sinn innri veruleika er talið að fólk sé svikult ef það samræmir ekki kyngervi og kynfæri við það sem telst „eðlilegt“. Því er ekki að furða að fólk gangi í gegnum erfiðar aðgerðir og langt ferli til að falla inn í ríkjandi kerfi,“ segir hún. Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Einstaklingar sem vilja leiðrétta kyn sitt á Íslandi eru í lagalegu tómarúmi og hafa engin lög eða reglur að styðjast við þegar kyn er leiðrétt. Svandís Anna Sigurðardóttir hefur unnið BA-ritgerð um þetta mál. Guðrún Helga Sigurðardóttir kynnti sér verk hennar og las um þá erfiðleika sem fylgja því að fæðast í röngum líkama, hvernig það er leiðrétt og hvernig staðið er að slíku hér á landi. Margvíslegir erfiðleikar fylgja því að fæðast af röngu kyni og fylgir því oft áralöng barátta, fordómar, sjálfsvörn og líkamlegar breytingar. Talað er um kynáttunarvanda þegar átt er við skynjun einstaklings á sjálfum sér sem karlkyns eða kvenkyns. Einstaklingarnir geta haft sterk og þrálát óþægindi í sambandi við líkamlegt kyn sitt, löngun til að hafa líkama hins kynsins, óþægindi gagnvart kynhlutverki sínu og óska þess heitt að aðrir sjái sig í því kyni. Þessi vandi hefur oft staðið frá því í æsku en sérstaklega verða unglingsárin erfið því að þá breytist líkaminn í karls- eða konulíkama og um leið er skrúfað fyrir væntingar um að verða af réttu kyni á fullorðinsaldri. Transsexúalismi hefur ekkert með kynhneigð, kynlíf eða kynhegðun að gera. Einstaklingar sem fæðast í röngum líkama verða að ganga í gegnum margar breytingar, bæði líffræðilegar og líka breytingar sem snúa að lagalegri stöðu, til dæmis breytingu á nafni. Ekki bætir úr skák að engin lög segja til um hvernig allar þessar breytingar eigi að ganga fyrir sig og virkar það nánast eins og transsexúalistar séu ekki til, eins og kemur fram í ritgerðinni, hvað þá að kveðið sé á um rétt þeirra. Í dag er því verið að fara framhjá lögum eða notast við lög sem eiga engan veginn við um þetta fólk, til dæmis lög um afkynjun og kynferðisofbeldi. Kynleiðréttingaraðgerð er áhættusöm. Hjá einstaklingum sem fara í konu-í-karl aðgerð er myndaður getnaðarlimur frá svæðinu umhverfis snípinn. Svæðið er skorið og losað frá til að mynda liminn og taugaendum og næmni haldið við. Limurinn er oftast svo lítill að ekki er hægt að stunda samfarir. Aðrar breytingaleiðir eru mögulegar en það eru flóknari aðgerðir. Hjá einstaklingum sem fara í karl-í-konu aðgerðir er húð getnaðarlimsins notuð til að mynda leggöng og búið til op fyrir þau. Snípur er myndaður úr taugaendum og húð frá getnaðarlimnum. Flestir einstaklingarnir geta stundað fullnægjandi kynlíf og kynfærin líta eins út og á líffræðilegum konum. Minnst sex Íslendingar hafa lokið kynleiðréttingaraðgerðum en aðeins tveir hér á landi, hvor í sína áttina. Einstaklingur sem vill fara í kynleiðréttingu þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa búið í réttu kynhlutverki í minnst tvö ár. Kynleiðrétting er algjörlega í höndum vinnuhóps fimm karlkyns lækna sem vinna í sjálfboðavinnu. Læknarnir skilgreina hverjir eru transsexúalistar, hvað það er að vera kona og karl og hverjir eru tilbúnir til að gangast undir kynleiðréttingu og fá að gera það. Í ritgerðinni kemur greinilega fram að aðgerðirnar byggja á velvilja Landlæknis og læknahópsins enda hvorki lög né formlegar reglur fyrir hendi sem hægt er að styðjast við. Vinnuhópurinn fer eftir dönskum vinnureglum sem hafa dregist aftur úr í þróuninni. „Má því ætla að endurskoðun á reglum og sveigjanleika vinnuhópsins hér á landi sé tímabær,“ segir Svandís Anna í ritgerð sinni. Ekki í boði hérKynleiðréttingaraðgerðin er gerð á spítala. Hér á landi byggist fyrirkomulagið á góðvild Landlæknis sem sér til þess að sjúklingurinn fari í og komist í gegnum aðgerðina. Kostnaðurinn er greiddur af Tryggingastofnun ríkisins. Stofnunin greiðir þó aðeins fyrir aðgerðina sjálfa, ekki aðrar aðgerðir sem tilheyra, til dæmis brjóstastækkunaraðgerðir, og er þannig skemmra á veg komin en tryggingastofnanir erlendis. Aðeins einn skurðlæknir gerir leiðréttingaraðgerðir hér á landi og eru aðgerðirnar ekki nógu margar til að halda honum við svo að leitað hefur verið eftir samstarfi við Danmörku. Svandís Anna segir að lífið sé ekki fullkomið þótt leiðréttingaraðgerð sé lokið. Lífið geti orðið einmanalegt og erfitt geti reynst að vera stimplaður „kynskiptingur“, sérstaklega þegar viðkomandi skilgreinir sjálfan sig opinberlega sem transsexúalista. „En kjarkurinn sem það fólk sýnir er ómetanlegur í baráttunni gegn fordómum og hræðslu,“ segir í ritgerðinni. Erlendis hafa komið upp mál þar sem fólk vill ganga í gegnum leiðréttingarferlið án þess að fara í skurðaðgerð en slík mál hafa ekki komið upp hér á landi. Ekki er víst að það væri hægt, til dæmis þar sem ekki eru til nein lög eða reglur um nafnbreytingu þeirra sem ætla að fara í aðgerð eða þá sem vilja nafnabreytingu án aðgerðar. „Það er ekki í boði hér á landi,“ segir Svandís Anna í ritgerð sinni. Svandís Anna gerir fordóma að umtalsefni og segir að fólk sé dæmt eftir kynferði, til dæmis þegar þetta fólk sæki um nafnabreytingu, því að það sé ekki leyft fyrr en kynfærum hafi verið breytt. Þá sendi vinnuhópur lækna bréf um að einstaklingurinn séu kominn í rétt kynhlutverk. Breytingin gerist þá samdægurs. „Í stað þess að sjá hugrekki fólks í því að bera utan á sér sinn innri veruleika er talið að fólk sé svikult ef það samræmir ekki kyngervi og kynfæri við það sem telst „eðlilegt“. Því er ekki að furða að fólk gangi í gegnum erfiðar aðgerðir og langt ferli til að falla inn í ríkjandi kerfi,“ segir hún.
Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira