Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum Sigurður Líndal skrifar 27. mars 2007 05:00 Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun