Tónlist

Eivör sigraði

eivör pálsdóttir Eivör sigraði í lagakeppni Norðurlandahússins í Færeyjum.
eivör pálsdóttir Eivör sigraði í lagakeppni Norðurlandahússins í Færeyjum.

Eivör Pálsdóttir var sigurvegari í lagakeppni sem Norðurlandahúsið í Færeyjum blés til á meðal færeyskra tónlistarmanna í tengslum við tónlistarhátíðina Atlantic Music Event, sem verður haldin í Færeyjum, Íslandi, Danmörku og líklega á Englandi á þessu ári. Hérlendis verður hátíðin haldin á Nasa næstkomandi laugardag.

Sigurlagið heitir Grát ei og hlaut Eivör að launum veglega peningaupphæð. Í öðru sæti hafnaði fyrrum félagi Eivarar í hljómsveitinni Clickhaze, Jens L. Thomsen með lagið Fjöllini standa úti. Hægt er að hlusta á lögin á heimasíðu Atlantic Music Event og öll lögin sem kepptu til úrslita má heyra á myspace-síðu hátíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×