Íslensk leikkona í skrýmslamynd Lordi 27. mars 2007 09:15 Júlíus Kemp vonast til að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá finnsku skrýmslasveitinni Lordi „Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna. Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna.
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira