Mika: Life In Cartoon Motion - þrjár stjörnur 27. mars 2007 07:15 Mika er hæfileikaríkur, en þó að hér séu nokkur fín lög þá á hann enn eftir að skapa sér eigin stíl. Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það er óhætt að segja að tónlistarmaðurinn Mika hafi fengið óskabyrjun á ferlinum. Smáskífulagið Grace Kelly er sennilega vinsælasta lagið í heiminum það sem af er ársins 2007 og fyrsta stóra platan hans Life In Cartoon Motion er ein af mest seldu plötunum. Mika, sem heitir réttu nafni Michael Holbrook Penniman, er fæddur í Beirút, sonur líbanskrar móður og bandarísks föður. Hann ólst upp í París og London. Tónlistin á Life In Cartoon Motion er vel sykrað popp, fjörlegt og oft með stórum útsetningum. Henni hefur réttilega verið líkt við tónlist Queen, Elton John og Scissor Sisters. Söngur Mika, sem fer létt með að syngja bæði á lágu nótunum og í mjög hárri falsettu, minnir mikið á Freddie Mercury og Jake Shears, söngvara Scissor Sisters. Það eru mörg ágæt lög á plötunni. Grace Kelly er auðvitað ómótstæðilegt, en Lollipop, Any Other World, Stuck In The Middle og falda aukalagið Over My Shoulder eru líka flott. Það fer ekkert á milli mála að Mika hefur mikla hæfileika. Gallinn við plötuna er samt að stundum minnir hún of mikið á áhrifavaldana. Verst finnast mér þau lög sem hljóma nákvæmlega eins og Scissor Sisters. Þetta á við um lögin Love Today, Relax (Take It Easy) og Big Girl (sem er reyndar eins og sambland af Scissor Sisters og Fat Bottomed Girls með Queen). Á heildina er þetta ágætlega heppnuð frumraun frá efnilegum listamanni sem á eftir að vaxa með næstu plötum ef honum tekst að losna undan áhrifavöldunum og skapa sér sinn eigin stíl. Trausti Júlíusson
Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira