Lífið

Dauði Önnu slys

Anna Nicole lést af slysförum en talið er að hún hafi fyrir algjöra slysni gleypt of mikið magn af svefnpillum.
Anna Nicole lést af slysförum en talið er að hún hafi fyrir algjöra slysni gleypt of mikið magn af svefnpillum.

Lögregluyfirvöld í Flórída-fylki hafa úrskurðað að andlát fyrrum Playboy-leikfélagans hafi verið slys. Telja þeir að hún hafi gleypt af algjörri slysni of mikið af svefnpillum en Nicole Smith var með lyfseðla fyrir bæði þunglyndis-og kvíðastillandi lyf.

„Við höfum skoðað yfir hundrað klukkustundir af myndbandsupptökum úr öryggiskerfi hótelsins sem Anna Nicole dvaldist á og gátum ekki komið auga á neitt óvenjulegt,“ sagði Charlie Tiger, lögreglustjóri Broward-sýslunnar. „Og ekkert gefur til kynna að eitthvað glæpsamlegt tengist dauðdaga Önnu Nicole né að hún hafi notað ólögleg lyf,“ bætti Tiger við.

Lily Ann Sanchez, lögfræðingur Howard K. Stern sem var unnusti Önnu Nicole skömmu áður en hún dó, las upp yfirlýsingu á mánudagskvöldinu eftir að lögreglan hafði kynnt niðurstöður sínar.

„Þetta er hræðilegt, sársaukafullt, sorglegt en algjört slys,“ sagði Sanchez sem jafnframt réðst að fjölmiðlum fyrir að hafa gefið samsæriskenningum byr undir báða vængi með umfjöllun sinni. „Howard missti mikilvægustu manneskju lífs síns og hann elskaði Önnu skilyrðislaust,“ sagði Sanchez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.