Hvernig á að borga fyrir heilbrigðisþjónustuna? Ögmundur Jónasson skrifar 28. mars 2007 05:00 Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er víðtæk sátt um að hafa góða heilbrigðisþjónustu. Stjórnmálamenn greinir hins vegar á um hvernig eigi að greiða fyrir hana. Sumir vilja láta borga með almennum sköttum, aðrir vilja að notandinn borgi beint og milliliðalaust. Hvað heilbrigðisþjónustuna áhrærir myndu milliliðalausar greiðslur þýða að við greiddum læknum og heilbrigðisstofnunum þegar við verðum veik. Þetta hefur verið að færast í vöxt hér á landi. Að vísu er til millileið. Fólk gæti keypt sér tryggingu fyrir sjúkdómum og áföllum. Einnig þetta er að færast í vöxt. Sá galli er á slíku kerfi að tryggingafyrirtækin mismuna viðskiptavinum sínum á þann veg að einstaklingum sem líklegir eru til að veikjast (til dæmis vegna erfða) er seld trygging hærra verði en hinum sem eru heilsuhraustir og líklegir til að halda heilsu. Einstaklingsbundið tryggingakerfi mismunar þannig fólki. Sá sem hætt er við að þurfi á umönnun og lækningu að halda stendur lakar að vígi en hinn hrausti! Spurningin verður þá siðferðileg. Viljum við kerfi sem mismunar fólki? Þessari spurningu þurfa stjórnmálamenn að svara. Fyrir okkar leyti höfum við í Vinstrihreyfingunni grænu framboði svarað henni. Við viljum samtryggingarkerfi sem ekki mismunar. Og hvað varðar greiðslumátann þá viljum við láta greiða fyrir heilbrigðiskerfið með sköttum en ekki komugjöldum og öðrum sjúklingasköttum. Með öðrum orðum, við viljum borga á meðan við erum heilbrigð og vinnufær í stað þess að bíða þangað til við erum orðin veik og ef til vill óvinnufær. Nýleg könnun á vegum Háskóla Íslands, Landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar bendir til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé sama sinnis. En hvað vilja aðrir stjórnmálaflokkar? Kjósendur eiga heimtingu á að þeir svari þessari spurningu skýrt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar