„Ómar var hrókur alls fagnaðar. En það kemur kannski engum á óvart. Hann fór með tuttugu vísur á þeim klukkutíma sem þessi taka tók. Og samdi meira að segja eina á staðnum,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Krónikunnar.
Stjórnmálaleiðtogar flokkanna komu saman á mánudagskvöld að undirlagi Sigríðar til ljósmyndatöku. Í næsta tölublaði Krónikunnar mun Gunnlaugur stjörnuspekingur Guðmundsson rýna sérstaklega í stjörnukort allra leiðtoganna og segja svo til um það hverjir eru líklegastir til að eiga farsælt samstarf.