Valkostur fyrir alla 31. mars 2007 06:45 „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum. Fermingar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum.
Fermingar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira