Valkostur fyrir alla 31. mars 2007 06:45 „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum. Fermingar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þeim sem kjósa borgaralegar fermingar fer fjölgandi. Það eru ekki allir sem kjósa að fermast í kirkju. Borgaralegar fermingar njóta sífellt meiri vinsælda. Samtökin Siðmennt hafa staðið fyrir þeim allt frá árinu 1989. Fjöldi þeirra sem kjósa að fermast borgaralega og sækja undirbúningsnámskeið hjá Siðmennt hefur fjölgað síðustu ár enda er það góður kostur fyrir einstaklinga sem eru annarrar trúar eða trúa einfaldlega ekki. Allir sem áhuga hafa geta fermst borgaralega, jafnvel þótt þeir telji sig trúaða eða tilheyri trúfélagi. „Þetta er ákveðinn valkostur við hefðbundnar fermingar. Ein af aðalástæðunum fyrir því að við komum þessu á fót er hvað fermingin hefur mikið vægi í samfélaginu og við vildum að þeir sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina hefðu eitthvert val og þyrftu ekki að fara á mis við ferminguna sem er mikils metin í samfélaginu. Við leitumst við að efla siðferðisþroska krakkanna og þroska með þeim gagnrýna hugsun þannig að þau verði ábyrgir borgarar í lýðræðislegu samfélagi. Það er grunnmarkmiðið, að þroska þau og gera þau að betri manneskjum,“ segir Jóhann Björnsson sem sinnt hefur kennslu á fermingarnámskeiðum Siðmenntar í ellefu ár. Jóhann segir að hvert og eitt fermingarbarn hafi sínar ástæður fyrir því að fara þessa leið og hópurinn sé innbyrðis mjög ólíkur. „Ég spyr krakkana alltaf um ástæðurnar. Yfirgnæfandi meirihluti tilheyrir þá ýmist ekki trúfélögum eða trúfélögum þar sem fermingar tíðkast ekki. Ég hef heyrt að forstöðumenn safnaða þar sem fermingar tíðkast ekki hafi jafnvel bent krökkunum á þennan valkost ef þau vilja taka þátt í þessu félagslega fyrirbæri sem er svona sterkt í samfélaginu. Þetta hefur reyndar verið að breytast svolítið á undanförnum árum. Til dæmis eru krakkar sem ætla sér að fermast í þjóðkirkjunni farin að sækja svolítið í að koma á þetta námskeið okkar. Þau taka þá ekki endilega þátt í athöfninni sjálfri en það er alls ekki bannað að vera með á báðum stöðum. Ég held að krökkunum hugnist einfaldlega sú fræðsla sem við erum að bjóða upp á og við höfum hvatt sem flesta til að sækja námskeiðið.“ Á undirbúningsnámskeiðunum er það talinn kostur hversu ólíkir þátttakendur eru þegar kemur að lífsafstöðu þeirra og skoðunum. Jóhann segir langflesta krakkana taka virkan þátt í umræðum og þessi tími geti verið ákaflega lærdómsríkur jafnt fyrir kennara sem nemendur. „Við förum vel í það hvað er gagnrýnin hugsun og kennum krökkunum að rökstyðja mál sitt. Við æfum okkur með því að beita þessari hugsun á hin ýmsu málefni og að náminu loknu geta krakkarnir beitt þessari hugsun á ýmis hversdagsleg viðfangsefni. Í námskeiðinu tökum við meðal annars á því hvernig er að vera unglingur í auglýsingasamfélagi, fjöllum um fjölmenningarsamfélag og fordóma og ýmis siðferðileg álitamál. Ég reyni eftir bestu getu að taka dæmi úr samtímanum og hef komið mér upp dágóðu safni af úrklippum úr dagblöðum í þeim tilgangi. Þetta er eitthvað sem tengir krakkana við umhverfið og þau eru mjög áhugasöm um það. Svo koma gestakennarar til okkar og fjalla um heimspekilegar rökræður, sjálfsmynd og samskipti kynjanna, sorg og að verða fyrir áföllum,“ segir Jóhann að lokum.
Fermingar Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira