Tónlist

Tilþrif á TÍBRÁ

Hyperion tríóið frumflytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson.
Hyperion tríóið frumflytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson.

Þýska tríóið Hyperion heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Tónleikar tríósins eru liður í TÍBRÁR-tónleikaröðinni.

Tríóið skipa þau píanóleikarinn Hagen Schwarzrock, Oliver Klipp fiðluleikari og Katarina Troe sellóleikari.

Á efnisskránni eru þrjú verk, tvö stórverk frá klassíska tímabilinu, eftir Mozart og Beethoven, og auk þess verður frumflutt á Íslandi nýtt verk í sjö hlutum eftir Atla Heimi Sveinsson, samið sérstaklega fyrir hópinn. Verkið tileinkar tónskáldið rithöfundinum Thor Vilhjálmssyni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×