Volta Bjarkar komin á netið 31. mars 2007 13:15 Ásmundur Jónsson segir leka á netið vera órjúfanlegan hluta af því að gefa út plötur í dag. „Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“ Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Ég var að frétta af þessu bara í þessum töluðu orðum,“ segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu en frá því var greint á Pitchforkmedia-tónlistarvefsíðunni að upptökum af nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, hefði verið lekið á netið. Um er að ræða stutt myndbrot af laginu Earth Intruders sem er sagt vera fyrsta smáskífan á plötunni og má sjá það á Youtube-síðunni. „Þetta er auðvitað hvimleitt og mikið vandamál við plötuútgáfu í dag og skemmir auðvitað fyrir hinu óvænta á stóra útgáfudeginum,“ útskýrir Ásmundur. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem Björk verður fyrir barðinu á spilaglöðum netverjum. „Plötunni Vespertine var til að mynda lekið út af útgefanda í Suður-Evrópu tveimur mánuðum áður en hún átti að koma út,“ segir Ásmundur. „Af því að honum fannst þetta svo skemmtilegt,“ bætir Ásmundur við en tekur þó fram að þeir séu engu að síður nokkuð stoltir yfir því hversu vel hefur tekist að halda innihaldi Volta leyndu fyrir umheiminum. „Já, þetta hefur eiginlega verið óvenju lítið af upptökum á netinu og þær komið óvenju seint,“ segir hann. Að sögn Ásmundar hefur miðasala á útgáfutónleika Bjarkar í Laugardalshöll 9. apríl gengið vonum framar. „Þetta er mjög spennandi enda í fyrsta skipti sem Björk frumflytur nýtt efni hér heima. Spennan er því orðin gríðarleg og mikil eftirvænting eftir þessum tónleikum.“
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira