Lífið

X-ið fékk reykvískt páskaegg frá Alcan

X-ið hefur keyrt ákaflega tvíræðar auglýsingar fyrir kosningarnar um stækkun álversins.
X-ið hefur keyrt ákaflega tvíræðar auglýsingar fyrir kosningarnar um stækkun álversins.

„Þeir styðja augljóslega stækkun álversins en hafa aðrar röksemdafærslur en við. Og við í Alcan vildum bara þakka þeim fyrir stuðninginn," segir Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík sem mætti í höfustöðvar X-ins 977 í Skaftahlíð í gærmorgun og afhenti forsvarsmönnum útvarpsstöðvarinnar forláta páskaegg númer 7 frá Nóa Siríus.

Útvarpsstöðin hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni sem hefur verið í gangi í Hafnarfirði vegna kosninga um stækkun Álversins sem verða í dag. Auglýsingarnar hafa vakið verðskuldaða athygli og þykja meira en lítið tvíræðar. „Heit mengun er betri en skítakuldi - segjum já við stækkun álversins" og „Ósonlagið er ofmetið".



Hrannar gaf útvarpsstöðinni páskaegg frá reykvísku súkkulaðiverksmiðjunni Nóa Siríus.

Þorkell Máni Pétursson, dagskrárstjóri X-ins 977, var að vonum sáttur við gjöfina frá Alcan en bætti því við að útvarpsstöðin myndi sennilega gefa páskaeggið. Enda myndu þeir ekki gefa út opinberlega sína skoðun á stækkuninni.

„Við höfum fengið sterk viðbrögð við þessari herferð og fólk úr báðum fylkingum hefur þakkað okkur fyrir stuðninginn," segir Máni. „Og við höfum auðvitað líka fengið skammir í hattinn," bætir Máni við sem jafnvel hefur verið vakinn um miðja nætur af fólki sem vildi ræða málin við hann. „Fólk hefur meira að segja verið að hringja í okkur úr álverinu þannig að þessar kosningar eru greinilega mikið tilfinningamál," bætir Máni við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.