Hópur síbrotamanna ákærður í 70 liðum Þórður Snær Júlíusson skrifar 12. apríl 2007 05:15 Hluti hópsins reyndi að ræna hraðbanka Landsbankaútibúsins við Klettháls í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Sextán ára stúlka ók pallbílnum. Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ákæra í sjötíu liðum á hendur tíu manns var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars. Fólkið, sem er á aldrinum fimmtán til 26 ára, framdi afbrot sín frá því í júlí 2006 og fram í lok janúar á þessu ári. Flestir ákæruliðirnir eru vegna innbrota og annarra þjófnaða en þó eru fjársvik, fíkniefnamisferli, eignarspjöll og fjölmargir bílþjófnaðir einnig þar á meðal. Þrír menn tengjast langflestum afbrotunum, þeir Davíð Þór Gunnarsson, Sigurbjörn Adam Baldvinsson og Jón Einar Randversson, en þeir voru allir hluti af hinu svokallaða Árnesgengi sem hlaut dóm í febrúar síðastliðnum. Það mál náði yfir 28 ákæruliði vegna innbrota, þjófnaða, fjársvika og fíkniefnabrota, auk annarra brota sem framin voru í ellefu mismunandi byggðarlögum. Sigurbjörn Adam, sem er 22 ára, fékk þá átján mánaða fangelsisdóm fyrir sína þátttöku en Davíð Þór, sem er nítján ára, hlaut fimmtán mánaða dóm. Jón Einar, sem er 24 ára, var dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem bættist við fjórtán mánaða dóm sem hann hlaut í nóvember síðastliðnum vegna líkamsárásar og fleiri brota. Hann hefur hlotið fimm refsidóma frá árinu 1998. Sigurbjörn Adam áfrýjaði ekki þeim úrskurði og situr nú á Litla-Hrauni. Davíð Þór áfrýjaði hins vegar en hann situr nú í gæsluvarðhaldi sem rennur út í lok apríl. Fjórði maðurinn sem var fyrirferðarmikill í þeim sjötíu ákæruliðum sem nú eru til dómsmeðferðar er Ívar Aron Hill Ævarsson, en hann er tvítugur að aldri. Hann var meðal annars handtekinn í lok nóvember eftir að hann hafði, í slagtogi við þrjá aðra, reynt að ræna hraðbanka í heilu lagi með því að velta honum upp á pallbíl. Á milli jóla og nýárs var hann svo handtekinn á ný með 25 LSD-skammta í fórum sínum. Í lok janúar á þessu ári tók hann síðan þátt, í slagtogi við Sigurbjörn Adam og tæplega tvítuga stúlku, í ótrúlegri afbrotahrinu sem teygði sig frá höfuðborgarsvæðinu og norður í Eyjafjarðarsveit. Á því ferðalagi bar Ívar Aron meðal annars eld að sumarhúsi sem stórskemmdist, auk þess sem hópurinn náði að flýja úr fangelsinu á Akureyri. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir þetta vera óvenjulega mikla virkni hjá litlum hópi manna á ekki lengra tímabili. „Þarna er líklega um að ræða ákveðinn kjarnahóp þar sem afbrot eru hluti af lífsstíl. Þetta er einfaldlega það sem þau gera. En ég man ekki sjálfur eftir öðrum eins fjölda afbrota á svona skömmum tíma,“ segir Helgi Gunnlaugsson.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira