Innlent

Ingvar á sömu braut

Ingvar Þór.
Ingvar Þór. MYND/Vísir

Ingvar Þór Jóhannesson (2299), sem náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á Kaupþingsmóti Hellis og TR, sem lauk fyrir skemmstu, hélt áfram sama gangi á Reykjavík International - minningarmótinu um Þráin Guðmundsson, sem hófst í dag í skákhöllinni í Faxafeni en hann lagði lettneska stórmeistarann Viesturs Meijers (2485) að velli í fyrstu umferð.

Meðal annarra úrslita má nefna að Sævar Bjarnason (2262) gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Mikhail Ivanov (2450), Tómas Björnsson (2204) gerði jafntefli við skoska stórmeistarann John Shaw (2441), Jón Árni Halldórsson (2186) gerði jafntefli við indverska alþjóðlega meistarann Jha Sriram (2425) og hinn ungi og efnilegi Ingvar Ásbjörnsson (2016) gerði jafntefli við Braga Þorfinnsson (2384) rétt eins og hann gerði einnig á Meistaramóti Hellis í febrúar sl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×