Körfubolti

Detroit hirti efsta sæti Austurdeildar

NordicPhotos/GettyImages

Detroit Pistons tryggði sér í nótt efsta sæti Austurdeildarinnar í NBA og verður liðið því með heimavallarrétt alla leið í úrslitin. Miami tryggði sér sigur í Suðaustur deildinni með sigri á Washington.

Detroit lagði Orlando 104-99. Chauncey Billups skoraði 28 stig fyrir Detroit en Grant Hill var með 22 stig hjá Orlando. Miami lagði Washington 85-82 þar sem Antoine Walker skoraði 19 stig en Brendan Haywood skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Washington.

Dallas setti félagsmet með 30. útisigrinum í röð þegar liðið skellti Minnesota auðveldlega 105-88. Þetta var 65. sigur Dallas í vetur og hefur liðið þegar tryggt sér besta árangurinn í allri deildinni. Philadelphia lagði Boston 102-94, Indiana á veika von um sæti í úrslitakeppnini eftir 104-98 sigur á Milwaukee og San Antonio lagði Sacramento 109-100.

Utah tapaði fimmta leiknum í röð þegar það lá heima fyrir Denver 115-106, Phoenix vann auðveldan sigur á Seattle 109-91 og Houston lagði Portland 99-95.

AUSTURDEILD:



ATLANTIC

1. y-TOR 45-33

2. NJN 37-40

3. PHI 33-45

4. NYK 32-46

5. BOS 23-55

SOUTHEAST

1. y-MIA 43-36

2. x-WAS 39-39

3. ORL 36-42

4. CHA 32-47

5. ATL 29-49

CENTRAL

1. z-DET 51-27

2. x-CHI 47-32

3. x-CLE 46-32

4. IND 35-43

5. MIL 26-52

VESTURDEILD:

NORTHWEST

1. y-UTH 48-30

2. x-DEN 42-36

3. MIN 32-46

4. POR 31-47

5. SEA 31-48

SOUTHWEST

1. z-DAL 65-13

2. x-SAS 57-21

3. x-HOU 50-29

4. NOR 37-41

5. MEM 19-60

PACIFIC

1. y-PHO 59-19

2. LAL 40-38

3. GSW 38-40

4. LAC 37-40

5. SAC 32-46

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×