Þjóðkirkjan er í allra þágu 12. apríl 2007 18:45 Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum." Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.Móðir unglingsstúlku sem vildi fermast með bekkjarfélögum sínum í Digraneskirkju sagði í fréttum okkar í gær að prestur þar hefði neitað henni um fermingu nema móðirin og stúlkan gengju úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. Þetta mun vera regla í Digranessókn að veita einungis fermingarfræðslu þeim unglingum sem eru skráðir í Þjóðkirkjuna. Eftir því sem næst verður komist er Digraneskirkja sú eina sem hefur úthýst fermingarbörnum úr öðrum trúfélögum. Hjá Biskupsstofu í dag fengust þær upplýsingar að biskup Íslands hefði í haust beint þeim tilmælum til prestanna í Digranessókn að þjónusta þau fermingarbörn sem til þeirra leituðu.Fréttastofa ræddi við presta í dag og allir kváðust þeir veita fermingarfræðslu og aðra kirkjulega þjónustu óháð því hvar fólk væri skráð í trúfélag. Fjöldi nýbúa býr í Fellasókn og sóknarpresturinn þar, séra Svavar Stefánsson, segir að í sinni tíð hafi engu fermingarbarni verið vísað frá vegna trúarbragða eða trúfélags. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir líka alla velkomna í sína kirkju. "Það er nú þannig í Þjóðkirkjunni að hún er í þágu allra."Forsenda Þjóðkirkju á Íslandi er að veita þjónustu á breiðum grunni, segir Jóna Hrönn. Kirkjan hafi leitast við að styðja sérstaklega innflytjendur og þeim sem búa við bág kjör. Hún segir það ekki sitt að dæma prestana í Digraneskirkju. "Ég hugsa að þeir hafi sett ákveðið hugmyndakerfi sem er að auka sóknar- og safnaðarvitund fólks í landinu. Það er þannig á stór-höfuðborgarsvæðinu að það eru mjög óskýr sóknarmörk og það væri auðvitað mjög gaman að við gætum haft meiri safnaðar- og sóknarvitund. En það er bara mjög erfitt og þeir eru kannski að stíga skref sem kallar á hörð viðbrögð. En í mínu prestakalli þá læt ég mín sóknarbörn ganga fyrir vegna þess að ég er manneskja og get ekki unnið allan sólarhringinn. Þess vegna gengur það fólk að sjálfsögðu fyrir. En á meðan ég hef örendi og tíma og heilsu þá reyni ég auðvitað að þjóna öllum."
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira