Mikill árangur á síðustu 16 árum 12. apríl 2007 18:07 Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu að mikill árangur hefði náðst í efnahagsmálum á þeim sextán árum sem sjálfstæðismenn hefðu haft forystu í ríkisstjórn. Frelsi hefði verið innleitt á tíunda áratug síðustu aldar undir forystu flokksins og Ísland væri orðið það sem sjálfstæðismenn hefðu lofað - land tækifæranna. Geir fjallaði mikið um efnahagsmálin og benti á að á síðustu 12 árum hefði kaupmáttur heimilanna aukist um 60 prósent á sama tíma og skuldir ríkissjóðs hefðu verið greiddar niður. Af þessari kaupmáttaraukningu hefðu tæp 20 prósent komið til á yfirstandandi kjörtímabili. Lífskjörin hefðu batnað mun meira en í nágrannaríkjunum og það væri eftirsóknarverðara en áður að búa á Íslandi. Þá sagði hann framfarir síðustu ára hafa mætt mikilli andstöðu hjá stjórnarandstöðunni. Hún hefði barist gegn öllum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og sagt þær vera efnahagslegt glapræði. Hins vegar hefði hún svo breytt um tón og sagt skattalækkanirnar í raun hafa verið skattahækkanir. Það væri auðvitað sérstakt rannsóknarefni hvernig menn kæmust að slíkri niðurstöðu. Það kæmi ekki á óvart að stjórnarandstaðan væri á hröðum flótta undan sinni eigin endaleysu. Þá hafnaði hann því að komið hefði verið á þjóðfélagi ójöfnuðar og misskiptingar eins og stjórnarandstaðan hefði haldið fram. Hún hefði hins vegar horfið frá því og héldi nú fram að svokölluð hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar kostuðu hvert heimili hundruð þúsunda króna á ári í formi verðbólgu og hárra vaxta. Sagði hann rétt að verbólga skerti kjör almennings og það þekktu menn sem myndu valdatíma vinstri stjórna. Þetta væri þó aðeins hálfur sannleikur. Stjórnarandstaðan kysi að nefna ekki að kostnaður vegna verðbólgu og vaxta væri auðvitað tekinn með í reikninginn þegar kaupmáttur væri reiknaður og það væri algjörlega óumdeilt að ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist meira en dæmi væri um. Tal um hagstjórnarmistök væri því innantómt, Þá fjallaði Geir einnig um umhverfismál og sagði sjálfstæðismenn hafa þá trú að best færi á því að einstaklingurinn stjórnaði sér sem mest sjálfur. Því ætti að hvetja fólk til að velja umhverfisvæna kosti í lífi sínu frekar en að beita aðferðum vinstri manna og setja boð og bönn á þær lífsvenjur sem fólk hefur valið sér. Það væri meðal annar inntakið í hinum grænu skrefum í Reykjavík sem kynnt hafi verið í gær. Þá sagði hann Íslendinga búa við einstakar aðstæður sem gerðu þeim kleift að beisla endurnýjanlegar orkulindir í ríkari mæli en aðrar þjóðir. Íslendingar byggju yfir sérþekkingu á þessu sviði sem aðrar þjóðir sæktust eftir og væri nú þegar orðin útflutningsvara. Geir fjallaði einnig um velferðarmálin og sagði mikilvægt að tryggja að enginn yrði útundan þegar kæmi að skiptingu gæðanna í þjóðfélaginu. Sagði hann að einfalda þyrfti lífeyriskerfi landsins, bætur og skatta og auðvelda öryrkjum og öldruðum atvinnuþátttöku, án þess að það skerði bætur þeirra. Þá þyfti taka upp einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu í miklu ríkari mæli en hingað til. „Um þessi mál hefur undanfarnar vikur átt sér stað árangursríkt samráð milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem og Landssambands eldri borgara. Í framhaldi af því samráði vil ég beita mér fyrir því að minnka sem fyrst hinar almennu skerðingar í almannatryggingakerfinu úr um 40 prósent í 35 prósent," sagði Geir. Hann vildi einnig að þeir sem væru orðnir sjötugir gætu unnið launaða vinnu án þess að launin skerði lífeyri frá Tryggingastofnun. Geir sagði sjálfstæðismenn ekki ætla að taka þátt í loforðakapphlaupi vinstri flokkanna. Benti hann á að í sjónvarpsumræðum síðastliðinn mánudag hafi andstæðingum flokksins tekist að setja fram fyrirheit um aukin ríkisútgjöld upp á 100 milljarða króna á aðeins tveimur mínútum. Hann notaði einnig tækifærið í ræðunni til að senda Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, sem gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í gær, bestu óskir um skjótan og góðan bata.Hægt er að horfa á útsendingu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins hér Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu að mikill árangur hefði náðst í efnahagsmálum á þeim sextán árum sem sjálfstæðismenn hefðu haft forystu í ríkisstjórn. Frelsi hefði verið innleitt á tíunda áratug síðustu aldar undir forystu flokksins og Ísland væri orðið það sem sjálfstæðismenn hefðu lofað - land tækifæranna. Geir fjallaði mikið um efnahagsmálin og benti á að á síðustu 12 árum hefði kaupmáttur heimilanna aukist um 60 prósent á sama tíma og skuldir ríkissjóðs hefðu verið greiddar niður. Af þessari kaupmáttaraukningu hefðu tæp 20 prósent komið til á yfirstandandi kjörtímabili. Lífskjörin hefðu batnað mun meira en í nágrannaríkjunum og það væri eftirsóknarverðara en áður að búa á Íslandi. Þá sagði hann framfarir síðustu ára hafa mætt mikilli andstöðu hjá stjórnarandstöðunni. Hún hefði barist gegn öllum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og sagt þær vera efnahagslegt glapræði. Hins vegar hefði hún svo breytt um tón og sagt skattalækkanirnar í raun hafa verið skattahækkanir. Það væri auðvitað sérstakt rannsóknarefni hvernig menn kæmust að slíkri niðurstöðu. Það kæmi ekki á óvart að stjórnarandstaðan væri á hröðum flótta undan sinni eigin endaleysu. Þá hafnaði hann því að komið hefði verið á þjóðfélagi ójöfnuðar og misskiptingar eins og stjórnarandstaðan hefði haldið fram. Hún hefði hins vegar horfið frá því og héldi nú fram að svokölluð hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar kostuðu hvert heimili hundruð þúsunda króna á ári í formi verðbólgu og hárra vaxta. Sagði hann rétt að verbólga skerti kjör almennings og það þekktu menn sem myndu valdatíma vinstri stjórna. Þetta væri þó aðeins hálfur sannleikur. Stjórnarandstaðan kysi að nefna ekki að kostnaður vegna verðbólgu og vaxta væri auðvitað tekinn með í reikninginn þegar kaupmáttur væri reiknaður og það væri algjörlega óumdeilt að ráðstöfunartekjur heimilanna hefðu aukist meira en dæmi væri um. Tal um hagstjórnarmistök væri því innantómt, Þá fjallaði Geir einnig um umhverfismál og sagði sjálfstæðismenn hafa þá trú að best færi á því að einstaklingurinn stjórnaði sér sem mest sjálfur. Því ætti að hvetja fólk til að velja umhverfisvæna kosti í lífi sínu frekar en að beita aðferðum vinstri manna og setja boð og bönn á þær lífsvenjur sem fólk hefur valið sér. Það væri meðal annar inntakið í hinum grænu skrefum í Reykjavík sem kynnt hafi verið í gær. Þá sagði hann Íslendinga búa við einstakar aðstæður sem gerðu þeim kleift að beisla endurnýjanlegar orkulindir í ríkari mæli en aðrar þjóðir. Íslendingar byggju yfir sérþekkingu á þessu sviði sem aðrar þjóðir sæktust eftir og væri nú þegar orðin útflutningsvara. Geir fjallaði einnig um velferðarmálin og sagði mikilvægt að tryggja að enginn yrði útundan þegar kæmi að skiptingu gæðanna í þjóðfélaginu. Sagði hann að einfalda þyrfti lífeyriskerfi landsins, bætur og skatta og auðvelda öryrkjum og öldruðum atvinnuþátttöku, án þess að það skerði bætur þeirra. Þá þyfti taka upp einstaklingsmiðaða öldrunarþjónustu í miklu ríkari mæli en hingað til. „Um þessi mál hefur undanfarnar vikur átt sér stað árangursríkt samráð milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem og Landssambands eldri borgara. Í framhaldi af því samráði vil ég beita mér fyrir því að minnka sem fyrst hinar almennu skerðingar í almannatryggingakerfinu úr um 40 prósent í 35 prósent," sagði Geir. Hann vildi einnig að þeir sem væru orðnir sjötugir gætu unnið launaða vinnu án þess að launin skerði lífeyri frá Tryggingastofnun. Geir sagði sjálfstæðismenn ekki ætla að taka þátt í loforðakapphlaupi vinstri flokkanna. Benti hann á að í sjónvarpsumræðum síðastliðinn mánudag hafi andstæðingum flokksins tekist að setja fram fyrirheit um aukin ríkisútgjöld upp á 100 milljarða króna á aðeins tveimur mínútum. Hann notaði einnig tækifærið í ræðunni til að senda Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, sem gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi í gær, bestu óskir um skjótan og góðan bata.Hægt er að horfa á útsendingu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins hér
Fréttir Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira