Innlent

Boðar nýja löggjöf um greiðsluaðlögun

Félagsmálaráðherra hefur boðað nýja löggjöf um úrræði vegna greiðsluerfiðleika fólks og hefur skipað nefnd til undirbúa frumvarp. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar segir sérkennilegt að boða til nýrrar löggjafar nú rétt fyrir kosningar, þar sem frumvarp sama efnis hefur legið fyrir á Alþingi í 10 ár og aldrei komist í gegn.

Á ársfundi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna á Grand hóteli í dag var greint frá því að hátt í sex hundruð manns hefðu leitað eftir aðstoð Ráðgjafarstofu í fyrra vegna greiðsluörðugleika. Einstæðar mæður og einhleypir karlmenn eru stærsti hópurinn sem leitar eftir aðstoð. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sagði í ávarpi sínu á ársfundinum að hann vildi setja löggjöf að norrænni fyrirmynd um úrræði vegna greiðsluerfiðleika. Búið væri að stofna nefnd til að semja frumvarpið.

Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar hefur lagt fram samskonar frumvarp um greiðslaðlögun að norrænni fyrirmynd á hverju ári í 10 ár sem aldrei hefur náðst í gegn á þinginu. Hún segir að frumvarpið hefði þurft að koma fram miklu fyrr því það hefði komið í veg fyrir mörg gjaldþrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×