Grunnvatnsmarflær frumbyggjar Íslands 21. júlí 2007 00:01 Vísindamenn fundu grunnvatnsmarfló sem fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis árið 1998, en nú er ljóst að hún og önnur marfló sömu ættar eru þær lífverur sem lengst hafa búið hér á landi. Mynd/Þorkell Heiðarsson Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist. Vísindi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tvær tegundir marflóa sem lifa í grunnvatni hafa lifað hér á landi lengst allra dýrategunda sem vitað er um. Þetta eru jafnframt einu lífverurnar sem finnast hérlendis en hvergi annars staðar í heiminum, en þær virðast aðallega lifa í uppsprettum og neðanjarðarlindum. Þeir Bjarni K. Kristjánsson, dósent í þróunarvistfræði við Hólaskóla, og Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Íslands, skrifuðu grein um þessa elstu frumbyggja landsis sem mun birtast í ágústhefti hins virta vísindarits American Naturalist. Bjarni fann fyrri tegundina í Þingvallavatni árið 1998. Hún fékk latneska heitið Crymostygius thingvallensis, og er því nefnd eftir fundarstaðnum. Síðari tegundin fannst nokkru síðar, árið 2001, einnig í Þingvallavatni. „Ég rannsaka aðallega fiska og var að leita að hornsílum, en fann þessi kvikindi fyrir tilviljun,“ segir Bjarni. Tilviljunin hefur svo heldur betur undið upp á sig. „Þarna erum við að sjá lífverur sem eru að kalla má innlendar, sem finnast bara hér á landi, en á Íslandi eru engar aðrar innlendar lífverur,“ segir Bjarni. Á veiðum Bjarni K. Kristjánsson fann tvær tegundir marflóa í Þingvallavatni sem finnast hvergi utan Íslands. Það sem þykir þó merkilegra en það er að þarna er um nýja ætt marflóa að ræða, sem hefur líklega tekið milljónir ára til að þróast frá næsta ættingja. Bjarni segir þar skjóta skökku við þar sem áður hafi verið talið að síðasta ísöld hefði útrýmt öllum lífverum stærri en bakteríum hér á landi fyrir tíu þúsund árum. Nú hafa Bjarni og Jörundur sett fram þá kenningu að skýringar á þessu séu þær að marflærnar hafi lifað ísöldina af. Tegundin gæti mögulega verið um 40 milljón ára gömul, frá þeim jarðsögulega tíma þegar grunnvatn frá Grænlandi blandaðist síðast grunnvatni sem svo barst til Íslands. Sé kenning íslensku vísindamannanna rétt hafa þeir fyrstir manna sýnt fram á að lífverur stærri en bakteríur hafi lifað af undir jökulhellu ísaldarinnar. Bjarni segir það líklega tengjast jarðhitanum, þessir íslensku frumbyggjar hafi væntanlega lifað af í grunnvatninu vegna hitainnstreymis neðanjarðar. Bjarni telur nær útilokað að marflærnar hafi borist hingað eftir ísöldina. Tegundin hafi hvergi annars staðar fundist, lifi aðeins í ferskvatni, dreifi afar hægt úr sér, og geti ekki borist lifandi með fuglum. Tíminn sem liðinn sé frá ísöldinni sé einnig of skammur til þess að ný ætt lífvera þróist.
Vísindi Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira