Lífið

Hákarl í dulargervi grænmetisætu

Hákarlinn er reyndar ekki hákarl heldur Pangasíus langfin og þykir fátt jafn gott og gulrætur og kartöflur.
Hákarlinn er reyndar ekki hákarl heldur Pangasíus langfin og þykir fátt jafn gott og gulrætur og kartöflur. MYND/Valli

„Þetta er strangt til tekið ekki hákarl heldur svokallaður Pangasíus langfin. Hann er hins vegar kallaður hákarl út af útlitinu, er með háan bakugga og stóran kjaft,“ segir Hlynur Ingi Grétarsson, eigandi fiskverslunarinnar Fiskbaur.is.

En „hákarlinn“ hefur vakið mikla athygli viðskiptavina þar sem hann syndir um í búrinu sínu, sextíu sentimetra langur, þótt enn hafi enginn treyst sér til að kaupa hann. „Þetta er ekki grimmt dýr en eins og aðrir fiskar ver hann landsvæði sitt af mikilli hörku,“ útskýrir Hlynur en „hákarlinn“ er aðallega fóðraður á rækjum og öðrum fisk sem leggst til. „En grænmeti er samt í mestu uppáhaldi hjá honum; aspas, gulrætur og kartöflur.“

Pangasíus langfin hefur getið sér góðs orðs sem matfiskur í Víetnam og þar fer fram mikil ræktun á honum til manneldis. „Hann er talinn vera einn skæðasti keppinautur við annað fiskeldi í heiminum ekki síst vegna þess hversu ódýrt það er að fæða hann og halda honum uppi,“ segir Hlynur

Fiskáhugi Íslendinga er ekki bara bundinn við veiði í laxám því Íslendingar hafa í síauknum mæli verið að fá áhuga á skrautfiskum til að skreyta heimili sín. Á vefsíðunni fiskaspjall.is má meðal annars sjá myndir af glæsilegri koi-tjörn í Fossvoginum og segir Hlynur að menn geti eytt milljónum í að skapa fiskunum sínum glæsileg heimili. „Ég held að það komi fólki alveg merkilega á óvart hversu mikið er af þessum tjörnum hér á landi,“ segir Hlynur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.