Bíó og sjónvarp

Þrír sumarsmellir

Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí.
Þriðja myndin um græna skrímslið verður frumsýnd í maí.

Jeffrey Katzenberg, forstjóri teiknimyndadeildar Dreamworks, hefur litlar áhyggjur af því að þriðja myndin um græna skrímslið Skrekk eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir tveimur öðrum framhaldsmyndum: Köngulóarmanninum og lokamyndinni um sjóræningjana á Karíbahafinu.

„Allir eiga eftir að sjá Köngulóarmanninn, allir fara á sjóræningjana og allir munu horfa á Skrekk,“ sagði Katzenberg á fundi sem skipulagður var af Bank of America í New York á miðvikudaginn. „Sigurinn kemur til með að velta á því hversu margir sjá sömu myndina aftur og aftur og aftur,“ útskýrði forstjórinn.

Myndirnar þrjár, sem allar eiga það sameiginlegt að vera þær þriðju í röðinni í sínum bálki, verða frumsýndar í maí og því nokkuð ljóst að forsvarsmenn kvikmyndahúsanna hugsa sér gott til glóðarinnar í þeim mánuði. Katzenberg gerði einnig nýjustu heimabíótækninni skil og sagðist kvíða fyrir hönd Blue Ray og HD DVD. „Munurinn á þessum gæðum og DVD-mynddiskagæðum er einfaldlega ekki það mikill fyrir almenning að honum finnist taka því að breyta til,“ sagði Katzenberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.