Tónlist

Hara og Jógvan í úrslit X-Factor

Hara-systur úr Hveragerði og Jógvan frá Færeyjum etja kappi í lokaþætti X-Factor um næstu helgi.
Hara-systur úr Hveragerði og Jógvan frá Færeyjum etja kappi í lokaþætti X-Factor um næstu helgi. MYND/Sigurjón Ragnar

Það verða Hara-systur úr Hveragerði og Jógvan frá Færeyjum sem mætast í úrslitaþætti X-Factor á Stöð 2 um næstu helgi. Þetta varð ljóst eftir undanúrslitaþáttinn á föstudagskvöld þar sem Guðbjörg var kosin út úr þættinum.

Það var rafmögnuð spenna í Vetrargarðinum í Smáralind síðasta föstudagskvöld. Þrjú atriði voru eftir í X-Factor;

Jógvan úr hópi eldri keppenda Einars; Guðbjörg úr hópi yngri keppenda Ellýar og Hara, sönghópur undir stjórn Palla. Öll tóku þau tvö lög. Að endingu varð ljóst að tími Guðbjargar í þættinum var á enda. Guðbjörg er aðeins 16 ára gömul og á eflaust framtíðina fyrir sér í tónlistinni þó svo hún hafi ekki komist lengra að þessu sinni.

 

Frábær söngkona Hin 16 ára Guðbjörg var send heim úr X-Factor á föstudag þrátt fyrir frábæra frammistöðu.

Það stefnir allt í æsispennandi úrslitaþátt X-Factor næstkomandi föstudagskvöld. Íslenska þjóðin fær þá tækifæri til að velja á milli systranna frá Hveragerði, Hara, og færeyska folans Jógvans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.