Lífið

Sprækt og við góða heilsu

Geir, sem var kjörinn formaður KSÍ fyrr á árinu, tók við embættinu af Eggerti Magnússyni.
Geir, sem var kjörinn formaður KSÍ fyrr á árinu, tók við embættinu af Eggerti Magnússyni.

Knattspyrnusamband Íslands er sextíu ára á þessu ári. „Ég held að hreyfingin sé mjög spræk þótt hún sé orðin sextug, og við góða heilsu. Ég held að starfsemin hafi aldrei verið meiri en í dag,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.

Geir er nýkominn frá Spáni þar sem íslenska karlalandsliðið tapaði 0-1 fyrir heimamönnum. Á afmælisdegi KSÍ, tveimur degi fyrir leikinn, var lítillega haldið upp á daginn. „Við notuðum tækiðfærið og fengum okkur köku. Það var mjög góður andi í íslenska liðinu á Spáni og ég held að það hafi endurspeglast í leiknum. Þeir stóðu sig vel í leiknum og það er sómi að því,“ segir hann.

Á afmælisárinu verður endurbættur Laugardalsvöllur tekinn í fulla notkun og mun völlurinn hafa sæti fyrir um tíu þúsund áhorfendur. Einnig verður haldin hér á landi úrslitakeppni EM U19 kvenna og fer hún fram í júlí. Er þetta langstærsta verkefni sem að Knattspyrnusambandið hefur tekið að sér á þessum vettvangi.

KSÍ var stofnað í Reykjavík 26. mars 1947 og var fyrsti formaður KSÍ Agnar Klemens Jónsson. Umfang Knattspyrnusambandsins hefur aldrei verið meira en á þessu sextíu ára afmæli þess. Um 80 aðildarfélög KSÍ halda upp öflugu knattspyrnulífi um allt land og líður varla sá dagur ársins að ekki sé leikin skipulagður knattspyrnuleikur.

Á síðasta ári fóru fram um 8.200 leikir þar sem KSÍ sá um skipulagningu á einn eða annan hátt. Ennfremur halda aðildarfélögin ýmis opin mót og skv. talningu fóru fram um 7000 leikir á mótum sem slíkum. Knattspyrnusambandið hefur einnig haldið úti átta landsliðum karla og kvenna. Á síðasta ári voru leiknir 47 landsleikir hjá öllum landsliðum en á þessu ári verða þeir yfir 50 talsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.