Svalasta blásaraveit landsins 5. apríl 2007 15:00 Þær Valdís Þorkelsdóttir og Bergrún Snæbjörnsdóttir ætluðu ekki að trúa því þegar þær fengu símtal og var boðið að spila með Björk Guðmundsdóttur. „Ég hélt fyrst að það væri einhver að stríða mér þegar það var hringt í mig og spurt hvort ég vildi spila með Björk og fara í tónleikaferð með henni þannig að ég afþakkaði pent. Svo hugsaði ég smá um þetta og fattaði hvað ég hefði gert, hringdi til baka og endaði hér." segir Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari. Valdís er ein tíu stúlkna sem skipa blásarasveit Bjarkar Guðmundsdóttur á komandi tónleikaferð hennar um heiminn. Eins og kunnugt er gefur Björk út sjöttu sólóplötu sína, Volta, sjöunda maí næstkomandi. Bergrún Snæbjörnsdóttir sem spilar á franskt horn hafði svipaða sögu að segja. „Ég var búin að týna símanum mínum og vera símalaus í viku og svo svona tíu mínútum eftir að ég kveikti á nýja símanum var hringt í mig og mér boðið að koma í prufu, það munaði rosa litlu að ég hefði misst af þessu." Bergrún og Valdís eru hluti tíu stúlkna blásarasveitar sem mun spila með Björk á tónleikaferðalagi hennar um heiminn til að fylgja eftir nýjustu breiðskífu hennar, Volta. Stelpurnar eru á aldrinum sautján til tuttugu og eins árs og voru valdar úr góðum hópi umsækjenda eftir viðtöl og prufur með Björk. Eftir prufurnar voru þær svo fengnar til að spila í tveimur af lögunum sem verða á plötunni og eru búnar að standa í ströngum æfingum síðan. Eins og allt liggur fyrir í dag lítur út fyrir að stelpurnar verði á faraldsfæti næstu átján mánuði. „Þetta átti fyrst að vera ár en er alltaf að lengjast, sem er bara betra. Þetta er samt svolítið óraunverulegt en náttúrulega rosalegt tækifæri fyrir okkur," segja þær. „Svo verður það ekkert leiðinlegt að vera á þessum tónlistarhátíðum í sumar." Meðal þeirra staða sem þær munu spila á eru Hróarskelda í Danmörku, Glastonbury í Bretlandi og Coachella í Bandaríkjunum. Blásarasveit Bjarkar leggur upp í heimsferðalag með Björk á næstunni. Sveitina skipa, auk Valdísar og Bergrúnar, þær Brynja Guðmundsdóttir, Björk Níelsdóttir, Erla Axelsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Sylvía Hlynsdóttir og Særún Pálmadóttir. MYND/Heiða Blásarasveitin samanstendur af þremur trompetum, þremur frönskum hornum, þremur básúnum og einni túbu. Báðar hafa stelpurnar lært á hljóðfæri frá því að þær voru ungar og þóttu á tímabili hálf kjánalegar að vera heima að æfa sig á hljóðfæri þegar þær hefðu getað verið úti í sjoppu að reykja eða eitthvað á þá lund „Maður er búinn að puðra í þetta frá því að maður var lítill og allir að gera grín að okkur og svo allt í einu erum við orðnar svalar," segja þær og hlæja. „Það var bara alltaf eitthvað sem togaði í mann að halda áfram." Aðspurðar um hvernig þeim lítist á nýju lögin sagði Bergrún: „Þetta er frábær tónlist, nýja platan er sjúk, alveg ótrúlega flott. Þegar ég kem heim eftir æfingar langar mig svo mikið að hlusta á sum lögin en ég get það ekki, því við erum auðvitað ekki með diskinn." Valdís heldur áfram og segir: „Þetta er eitthvað alveg nýtt. Björk er náttúrulega alltaf langt á undan og maður heldur að þetta hljóti að fara að hætta, hún geti ekki verið svona mikið á undan, en henni tekst það samt." Fyrstu tónleikarnir þar sem Björk mun flytja efni af Volta verða í Laugardalshöll núna á mánudaginn. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég hélt fyrst að það væri einhver að stríða mér þegar það var hringt í mig og spurt hvort ég vildi spila með Björk og fara í tónleikaferð með henni þannig að ég afþakkaði pent. Svo hugsaði ég smá um þetta og fattaði hvað ég hefði gert, hringdi til baka og endaði hér." segir Valdís Þorkelsdóttir trompetleikari. Valdís er ein tíu stúlkna sem skipa blásarasveit Bjarkar Guðmundsdóttur á komandi tónleikaferð hennar um heiminn. Eins og kunnugt er gefur Björk út sjöttu sólóplötu sína, Volta, sjöunda maí næstkomandi. Bergrún Snæbjörnsdóttir sem spilar á franskt horn hafði svipaða sögu að segja. „Ég var búin að týna símanum mínum og vera símalaus í viku og svo svona tíu mínútum eftir að ég kveikti á nýja símanum var hringt í mig og mér boðið að koma í prufu, það munaði rosa litlu að ég hefði misst af þessu." Bergrún og Valdís eru hluti tíu stúlkna blásarasveitar sem mun spila með Björk á tónleikaferðalagi hennar um heiminn til að fylgja eftir nýjustu breiðskífu hennar, Volta. Stelpurnar eru á aldrinum sautján til tuttugu og eins árs og voru valdar úr góðum hópi umsækjenda eftir viðtöl og prufur með Björk. Eftir prufurnar voru þær svo fengnar til að spila í tveimur af lögunum sem verða á plötunni og eru búnar að standa í ströngum æfingum síðan. Eins og allt liggur fyrir í dag lítur út fyrir að stelpurnar verði á faraldsfæti næstu átján mánuði. „Þetta átti fyrst að vera ár en er alltaf að lengjast, sem er bara betra. Þetta er samt svolítið óraunverulegt en náttúrulega rosalegt tækifæri fyrir okkur," segja þær. „Svo verður það ekkert leiðinlegt að vera á þessum tónlistarhátíðum í sumar." Meðal þeirra staða sem þær munu spila á eru Hróarskelda í Danmörku, Glastonbury í Bretlandi og Coachella í Bandaríkjunum. Blásarasveit Bjarkar leggur upp í heimsferðalag með Björk á næstunni. Sveitina skipa, auk Valdísar og Bergrúnar, þær Brynja Guðmundsdóttir, Björk Níelsdóttir, Erla Axelsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Sylvía Hlynsdóttir og Særún Pálmadóttir. MYND/Heiða Blásarasveitin samanstendur af þremur trompetum, þremur frönskum hornum, þremur básúnum og einni túbu. Báðar hafa stelpurnar lært á hljóðfæri frá því að þær voru ungar og þóttu á tímabili hálf kjánalegar að vera heima að æfa sig á hljóðfæri þegar þær hefðu getað verið úti í sjoppu að reykja eða eitthvað á þá lund „Maður er búinn að puðra í þetta frá því að maður var lítill og allir að gera grín að okkur og svo allt í einu erum við orðnar svalar," segja þær og hlæja. „Það var bara alltaf eitthvað sem togaði í mann að halda áfram." Aðspurðar um hvernig þeim lítist á nýju lögin sagði Bergrún: „Þetta er frábær tónlist, nýja platan er sjúk, alveg ótrúlega flott. Þegar ég kem heim eftir æfingar langar mig svo mikið að hlusta á sum lögin en ég get það ekki, því við erum auðvitað ekki með diskinn." Valdís heldur áfram og segir: „Þetta er eitthvað alveg nýtt. Björk er náttúrulega alltaf langt á undan og maður heldur að þetta hljóti að fara að hætta, hún geti ekki verið svona mikið á undan, en henni tekst það samt." Fyrstu tónleikarnir þar sem Björk mun flytja efni af Volta verða í Laugardalshöll núna á mánudaginn.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira