Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardaginn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni.
Sveitin kemur frá Bay Area- svæði San Francisco, sem er oftast talað um sem höfuðvígi thrash-metalsins í Bandaríkjunum enda hafa ekki ómerkari bönd en Metallica, Megadeth, Exodus og Testament komið frá þessu svæði.
Hljómsveitirnar Helshare, Perla og Hostile hita upp á fyrri tónleikunum, sem hefjast klukkan 23.00. Á þeim síðari sjá Severed Crotch, Ask the Slave og Diabolus um upphitun. Miðaverð á báða tónleikana er 1.000 krónur.