Hjörleifi Guttormssyni svarað 16. apríl 2007 05:00 Sigurður H. Sigurðsson skrifar - Föstudaginn 13/4 birtist grein í Fréttablaðinu eftir hinn vígamóða Hjörleif Guttormsson þar sem hann fer þess á leit við Ómar Ragnarsson og Íslandshreyfinguna - lifandi land að þau hætti við margboðað framboð sitt til Alþingis. Hjörleifur er vel þekktur fyrir baráttu sína gegn álverum og virkjanaæðinu sem nú geisar sem aldrei fyrr og hefur vissulega verið drjúgur í þeirri baráttu. En grein hans er því miður ekki uppbyggilegt innlegg. Íslandshreyfingin - lifandi land var stofnuð í þeim tilgangi að fjölga í græna liðinu. Henni er ætlað að vera málsvari þeirra sem láta sig umhverfismál miklu skipta en geta af ýmsum öðrum ástæðum ekki kosið Vinstri græna. Eitt helsta baráttumál hennar er að styðja við nýsköpun og frumlega atvinnustarfsemi aðra en þá sem skaðar land og þjóð. Hún leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlindanna og kýs gæði umfram magn og fjölbreytni umfram einsleitni. "Græn-vöxtur" er góðkynja hagvöxtur. Hún styður heils hugar við einkaframtakið og er á móti auknum skattaálögum. Hún vill sjá blómlega starfsemi í öllum byggðum. Framtíðarlandið ætlaði sér svipaða leið, en í kosningu meðal félagsmanna varð niðurstaðan sú að ekki skyldi bjóða fram til Alþingis. Hjörleifur beitti sér þar mjög einarðlega gegn hugmyndinni og talaði oft og lengi á móti henni. Það má því vera ljóst að hann vill ekki undir neinum kringumstæðum sjá annað stjórnmálaafl sem leggur höfuðáherslu á umhverfismál. Heldur vill hann trúa því að allir svarnir umhverfissinnar muni styðja VG hvar svo sem önnur áherslumál þeirra liggja. Gallinn við þetta útspil Hjörleifs er sá að hann er að spilla fyrir vinnu okkar við framboðið. Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því fullum fetum að koma saman trúverðugri stefnu og málefnaskrá. Það hafa verið haldir fundir víða um land með fulltrúum hins nýja framboðs. Síðast í gær var mjög spennandi fundur í Iðnó þar sem Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ töluðu fyrir sínum áherslumálum og svöruðu spurningum frá gestum í sal. Mikill tími hefur farið í að finna frambærilegt fólk til að leiða alla framboðslistana. Þeirri vinnu er nú að mestu lokið og verða listarnir kynntir nú um helgina. Vonumst við til að það slái á allar úrtöluraddir í eitt skipti fyrir öll. Að bjóða fram til Alþingis er lýðræðisleg leið til þess að hafa áhrif á mikilvæg mál og ná fram breytingum. Það er líka áhættusöm leið því að aldrei má ganga út frá því sem vísu að nýtt framboð komi fólki inn á þing. Aðrar leiðir eru vissulega fyrir hendi, t.d. að "styrkja" stjórnmálaflokka og fá þess í stað sporslur og fyrirgreiðslur líkt og tíðkast hér í ríkum mæli. Einnig er hægt að fara út í yfirtöku á eldri flokkum og breyta þeim í sérhagsmunasamtök án þess að sauðtryggir kjósendur hætti stuðningi sínum. Loks er hægt að beita þingmenn þrýstingi líkt og Framtíðarlandið gerði með auglýsingaherferð og undirskriftasöfnun sinni. Hjörleifi hugnast sú leið trúlega best en við sem stöndum að Íslandshreyfingunni - lifandi landi teljum að líklegast til árangurs sé að koma okkar fólki inn á þing. Annars værum við ekki að þessu. Að ætla að gera Ómar og Íslandshreyfinguna ábyrga fyrir því ef ríkisstjórnin fær aukinn byr í seglin er afar ósanngjarnt og ætti Hjörleifur að hafa hugsað sig um tvisvar áður en hann ákvað að ráðast opinberlega gegn okkur. Hins vegar eru 4 vikur til kosninga og mjög margir kjósendur enn óákveðnir. Við munum kynna okkar málstað eins víða og unnt er og erum þáttlát öllum þeim sem aðstoða okkur í því sambandi. Af hverju biðlar Hjörleifur ekki frekar til þeirra umhverfissinna sem kosið hafa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk og hvetur þá til að styðja Íslandshreyfinguna? Höfundur er stofnfélagi í Íslandshreyfingunni - lifandi landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sigurður H. Sigurðsson skrifar - Föstudaginn 13/4 birtist grein í Fréttablaðinu eftir hinn vígamóða Hjörleif Guttormsson þar sem hann fer þess á leit við Ómar Ragnarsson og Íslandshreyfinguna - lifandi land að þau hætti við margboðað framboð sitt til Alþingis. Hjörleifur er vel þekktur fyrir baráttu sína gegn álverum og virkjanaæðinu sem nú geisar sem aldrei fyrr og hefur vissulega verið drjúgur í þeirri baráttu. En grein hans er því miður ekki uppbyggilegt innlegg. Íslandshreyfingin - lifandi land var stofnuð í þeim tilgangi að fjölga í græna liðinu. Henni er ætlað að vera málsvari þeirra sem láta sig umhverfismál miklu skipta en geta af ýmsum öðrum ástæðum ekki kosið Vinstri græna. Eitt helsta baráttumál hennar er að styðja við nýsköpun og frumlega atvinnustarfsemi aðra en þá sem skaðar land og þjóð. Hún leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu auðlindanna og kýs gæði umfram magn og fjölbreytni umfram einsleitni. "Græn-vöxtur" er góðkynja hagvöxtur. Hún styður heils hugar við einkaframtakið og er á móti auknum skattaálögum. Hún vill sjá blómlega starfsemi í öllum byggðum. Framtíðarlandið ætlaði sér svipaða leið, en í kosningu meðal félagsmanna varð niðurstaðan sú að ekki skyldi bjóða fram til Alþingis. Hjörleifur beitti sér þar mjög einarðlega gegn hugmyndinni og talaði oft og lengi á móti henni. Það má því vera ljóst að hann vill ekki undir neinum kringumstæðum sjá annað stjórnmálaafl sem leggur höfuðáherslu á umhverfismál. Heldur vill hann trúa því að allir svarnir umhverfissinnar muni styðja VG hvar svo sem önnur áherslumál þeirra liggja. Gallinn við þetta útspil Hjörleifs er sá að hann er að spilla fyrir vinnu okkar við framboðið. Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því fullum fetum að koma saman trúverðugri stefnu og málefnaskrá. Það hafa verið haldir fundir víða um land með fulltrúum hins nýja framboðs. Síðast í gær var mjög spennandi fundur í Iðnó þar sem Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ töluðu fyrir sínum áherslumálum og svöruðu spurningum frá gestum í sal. Mikill tími hefur farið í að finna frambærilegt fólk til að leiða alla framboðslistana. Þeirri vinnu er nú að mestu lokið og verða listarnir kynntir nú um helgina. Vonumst við til að það slái á allar úrtöluraddir í eitt skipti fyrir öll. Að bjóða fram til Alþingis er lýðræðisleg leið til þess að hafa áhrif á mikilvæg mál og ná fram breytingum. Það er líka áhættusöm leið því að aldrei má ganga út frá því sem vísu að nýtt framboð komi fólki inn á þing. Aðrar leiðir eru vissulega fyrir hendi, t.d. að "styrkja" stjórnmálaflokka og fá þess í stað sporslur og fyrirgreiðslur líkt og tíðkast hér í ríkum mæli. Einnig er hægt að fara út í yfirtöku á eldri flokkum og breyta þeim í sérhagsmunasamtök án þess að sauðtryggir kjósendur hætti stuðningi sínum. Loks er hægt að beita þingmenn þrýstingi líkt og Framtíðarlandið gerði með auglýsingaherferð og undirskriftasöfnun sinni. Hjörleifi hugnast sú leið trúlega best en við sem stöndum að Íslandshreyfingunni - lifandi landi teljum að líklegast til árangurs sé að koma okkar fólki inn á þing. Annars værum við ekki að þessu. Að ætla að gera Ómar og Íslandshreyfinguna ábyrga fyrir því ef ríkisstjórnin fær aukinn byr í seglin er afar ósanngjarnt og ætti Hjörleifur að hafa hugsað sig um tvisvar áður en hann ákvað að ráðast opinberlega gegn okkur. Hins vegar eru 4 vikur til kosninga og mjög margir kjósendur enn óákveðnir. Við munum kynna okkar málstað eins víða og unnt er og erum þáttlát öllum þeim sem aðstoða okkur í því sambandi. Af hverju biðlar Hjörleifur ekki frekar til þeirra umhverfissinna sem kosið hafa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk og hvetur þá til að styðja Íslandshreyfinguna? Höfundur er stofnfélagi í Íslandshreyfingunni - lifandi landi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun