Angurværð og spé 16. apríl 2007 10:00 Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir syngur í TÍBRÁ. Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru spænsk og frönsk sönglög eftir de Falla og Bizet auk kabarettsöngva eftir Kurt Weill, Bolcom, Hollander og Spoliansky. Suðrænir tónar einkenna fyrri hluta tónleikanna í sönglögum sem eru í senn tilfinningaþrungin, létt og melankólísk. Seinni hluti efnisskrárinnar inniheldur söngva þar sem skemmtanagildi skoplegra texta og tónlistar ráða ríkjum, þótt vissulega sé oft stutt í kaldhæðni og svartan húmor. Sesselja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi frá tónmenntakennaradeild og síðar 8. stigi frá söngdeild skólans, þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik Hanns Eisler og lauk þar diplómaprófi með hæstu einkunn haustið 2000. Sumarið 2001 lauk Sesselja svo eins árs framhaldsnámi frá sama skóla. ún hélt debut-tónleika sína í TÍBRÁ í Salnum árið 2002 og vöktu þeir tónleikar mikla hrifingu en síðan þá hafa fjölmargir kynnst henni í hlutverkum í Íslensku óperunni og annars staðar. Þær Sesselja og Guðríður hafa unnið saman um nokkurt skeið en koma nú í fyrsta skipti saman fram á TÍBRÁR tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngkonan Sesselja Kristjánsdóttir heldur tónleika ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í Salnum annað kvöld. Á efnisskrá tónleikanna eru spænsk og frönsk sönglög eftir de Falla og Bizet auk kabarettsöngva eftir Kurt Weill, Bolcom, Hollander og Spoliansky. Suðrænir tónar einkenna fyrri hluta tónleikanna í sönglögum sem eru í senn tilfinningaþrungin, létt og melankólísk. Seinni hluti efnisskrárinnar inniheldur söngva þar sem skemmtanagildi skoplegra texta og tónlistar ráða ríkjum, þótt vissulega sé oft stutt í kaldhæðni og svartan húmor. Sesselja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi frá tónmenntakennaradeild og síðar 8. stigi frá söngdeild skólans, þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik Hanns Eisler og lauk þar diplómaprófi með hæstu einkunn haustið 2000. Sumarið 2001 lauk Sesselja svo eins árs framhaldsnámi frá sama skóla. ún hélt debut-tónleika sína í TÍBRÁ í Salnum árið 2002 og vöktu þeir tónleikar mikla hrifingu en síðan þá hafa fjölmargir kynnst henni í hlutverkum í Íslensku óperunni og annars staðar. Þær Sesselja og Guðríður hafa unnið saman um nokkurt skeið en koma nú í fyrsta skipti saman fram á TÍBRÁR tónleikum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira