Vinnan er rétt að hefjast 18. apríl 2007 00:01 Starfsmannaskrifstofu Hrund Sveinsdóttir og Sverrir Jónsson eru sérfræðingar á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Hrund segir að þegar liggi fyrir niðurstöður úr könnun sem verið er að gera meðal forstöðumanna ríkisstofnana verði línur lagðar um til hvaða aðgerða verði gripið þar sem úrbóta er talið þörf. MYND/Anton Brink Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á starfsmannaskrifstofunni er unnið að starfsmannamálum ríkisins, svo sem kjarasamningum og lagaumhverfi auk þess skrifstofan hefur fetað sig áfram í mannauðsstjórnun. „Starfsmannaskrifstofan leggur áherslu á að leitað sé tækifæra til umbóta á vettvangi starfsmannamála hjá ríkinu og könnunin styður þau markmið," segir Hrund. Næsta skref segir Hrund vera að ljúka við þann hluta könnunarinnar sem snýr að forstöðumönnum, en þær niðurstöður eiga að liggja fyrir síðsumars. „Síðan liggur fyrir að við þurfum að rýna í niðurstöðurnar og setja okkur markmið og framfylgja þannig að til aðgerða komi vonandi strax á næsta ári. Vinnan er rétt að hefjast." Hrund segir mikilvægt að taka fram að þótt vissulega hafi komið fram hlutir sem þurfi að laga komi margt jákvætt í ljós í könnuninni sem fram fór meðal starfsmanna. „Starfsánægja er til dæmis tiltölulega há, 80 prósent starfsmanna eru ánægðir þótt þar sé vitanlega breidd eins og annars staðar. Eins mælist hollusta hátt og menntun líka. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað og fólk telur færni sína aukast með endurmenntun og einungis 19 prósent starfsmanna sækja ekki endurmenntun. Þá telja fleiri en í könnuninni 1998 að viðkiptavinir séu ánægðir með þá þjónustu sem er veitt og fleiri hafa jákvæð viðhorf til stjórnunarhátta næsta yfirmanns." Of snemmt er hins vegar að fullyrða um verkefni sem við blasi að sögn Hrundar. „Við þurfum að skoða þessar niðurstöður miklu betur og í víðara samhengi. En markmiðið er náttúrlega að bæta og breyta og ef við hefðum ekki viðhorfin sem þarna liggja að baki gætum við ekkert farið í svona vinnu og það lýsir mikilvægi verkefnisins." Þá er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær verði ráðist í næstu könnun. „Við höfum vitanlega áhuga á því að endurtaka leikinn en að baki liggur mikil vinna, bæði hjá okkur og samstarfsfólki." Hrund segir hins vegar að samanburðurinn á milli kannana sé mikilvægur, enda hafi verið tekin í notkun ný tæki til mannauðsstjórnunar og eins sé hann mikilvægur þegar að því komi að meta árangur þeirra stjórnunarverkefna sem gripið verði til. „En hvernig við vinnum úr þessu á eftir að móta og skoða." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira
Þegar liggja fyrir niðurstöður, bæði úr könnun á starfsumhverfi opinberra starfsmanna og sambærilegrar könnunar meðal forstöðumanna, verður rýnt í þær og leitað tækifæra til úrbóta í starfsmannamálum þar sem þeirra gerist þörf, að sögn Hrundar Sveinsdóttur, sérfræðings á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Á starfsmannaskrifstofunni er unnið að starfsmannamálum ríkisins, svo sem kjarasamningum og lagaumhverfi auk þess skrifstofan hefur fetað sig áfram í mannauðsstjórnun. „Starfsmannaskrifstofan leggur áherslu á að leitað sé tækifæra til umbóta á vettvangi starfsmannamála hjá ríkinu og könnunin styður þau markmið," segir Hrund. Næsta skref segir Hrund vera að ljúka við þann hluta könnunarinnar sem snýr að forstöðumönnum, en þær niðurstöður eiga að liggja fyrir síðsumars. „Síðan liggur fyrir að við þurfum að rýna í niðurstöðurnar og setja okkur markmið og framfylgja þannig að til aðgerða komi vonandi strax á næsta ári. Vinnan er rétt að hefjast." Hrund segir mikilvægt að taka fram að þótt vissulega hafi komið fram hlutir sem þurfi að laga komi margt jákvætt í ljós í könnuninni sem fram fór meðal starfsmanna. „Starfsánægja er til dæmis tiltölulega há, 80 prósent starfsmanna eru ánægðir þótt þar sé vitanlega breidd eins og annars staðar. Eins mælist hollusta hátt og menntun líka. Konum í stjórnunarstöðum hefur fjölgað og fólk telur færni sína aukast með endurmenntun og einungis 19 prósent starfsmanna sækja ekki endurmenntun. Þá telja fleiri en í könnuninni 1998 að viðkiptavinir séu ánægðir með þá þjónustu sem er veitt og fleiri hafa jákvæð viðhorf til stjórnunarhátta næsta yfirmanns." Of snemmt er hins vegar að fullyrða um verkefni sem við blasi að sögn Hrundar. „Við þurfum að skoða þessar niðurstöður miklu betur og í víðara samhengi. En markmiðið er náttúrlega að bæta og breyta og ef við hefðum ekki viðhorfin sem þarna liggja að baki gætum við ekkert farið í svona vinnu og það lýsir mikilvægi verkefnisins." Þá er ekki búið að taka ákvörðun um hvort eða hvenær verði ráðist í næstu könnun. „Við höfum vitanlega áhuga á því að endurtaka leikinn en að baki liggur mikil vinna, bæði hjá okkur og samstarfsfólki." Hrund segir hins vegar að samanburðurinn á milli kannana sé mikilvægur, enda hafi verið tekin í notkun ný tæki til mannauðsstjórnunar og eins sé hann mikilvægur þegar að því komi að meta árangur þeirra stjórnunarverkefna sem gripið verði til. „En hvernig við vinnum úr þessu á eftir að móta og skoða."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Fleiri fréttir Greiningaraðilar sammála um að vextir verði lækkaðir í fyrramálið Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira