Kannski er ég bara gamaldags 21. apríl 2007 00:01 Ólöf Arnalds „Það sem ég upplifi með textagerð er að ég næ betra sambandi við það sem ég er að syngja ef það er á íslensku. Tengingin við móðurmálið lætur mér líða eins og ég sé að segja satt.“ Til hamingju með plötuna, ertu ánægð með hana og móttökurnar? ,,Jú, ég get ekki verið annað. Móttökurnar hafa hjálpað mér að verða enn ánægðari með plötuna. Ég var upphaflega bara sátt við hana, hún var eins og skyldmenni sem manni þykir vænt um með kostum og göllum. Það gleður mig að að platan skuli láta fólki líða vel, hvers vegna nákvæmlega hún gerir það á ég erfitt með að henda reiður á, nema kannski að þetta eru hjartnæmir textar og lögin í mildari kantinum.“ Kom aldrei til greina að gera stuðplötuna Olla Stuð og Stuðboltarnir? ,,Kannski geri ég það bara næst. Rólegheitin voru ekki ákveðin fyrirfram heldur dúkkuðu hugmyndirnar bara upp í kollinum og tóku svo endanlega þessa rólegu mynd þegar ég ákvað að vinna plötu.“ Hvenær gerðist það? ,,Svona ári áður en ég tók plötuna upp og það var að miklu leyti fyrir hvatningu 12 tóna. Þá höfðu þeir heyrt mig spila tvö lög á tónleikum. Þeir höfðu samband og lýstu sig tilbúna til að styðja mig í því að fara alla leið.“Horft inn á viðMér finnst eitthvað fornt við plötuna, smá svona elliheimilið Grund og Gamla gufan-fílingur, þótt það sé erfitt að benda nákvæmlega á hvað kveikir þau hugrenningatengsl.,,Já, ég hef einmitt heyrt að gamla fólkið sé ekki síður að fíla plötuna en það unga, sem gleður mig mjög. Tónlistin skapar kyrrð og ró og fólki finnst nærandi að hlusta á hana heima hjá sér. Þetta er engin partíplata. En við þurfum þetta allt í bland. Tónlist sem skemmtir okkur, tónlist sem við getum öskrað og steytt hnefann við … en svo er líka gott að hafa músik sem leyfir manni að horfa inn á við.“Einmitt. Þá er spurning hvort þér leiðist nútíminn?,,Nei, mér leiðist hann ekki, en það er margt í tónsköpun og upptökutækni í dag sem er orðið næstum of auðvelt og fljótgert. Ég reyndi því að stilla tækninni svolítið upp á móti mér, tók t.d. gítar og söng alltaf upp bæði í einu í heilum tökum inn á teip, þannig að það var ómögulegt að dauðhreinsa. Kannski er ég bara gamaldags eða eitthvað. Annars er ég líka mjög gefin fyrir þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum sem er oftar en ekki hundgamlar upptökur eða nýlegri músík sem byggist á gamalli hefð. Þar blæða kannski inn einhver áhrif. Mér finnst margt stórkostlegt við nútímann, en – það er náttúrlega algjör klisja að segja þetta – hraðinn og lífsgæðakapphlaupið höfðar ekki mikið til mín. Á einhver hátt líður mér í músikinni eins og ég sé að staldra við. En ég er líka að líta til baka.“Tekur sviðsskrekknum fagnandiHvað kom þér upphaflega af stað í tónlistinni? Bróðir þinn Eyþór kannski… ,,Hann er að vísu ekki bróðir minn...“Grín. Ertu komin af tónlistaráhugafólki?,,Já, það er tónlist í báðum ættum og mikið sungið á heimilinu. Það var mest hlustað á klassík á heimilinu, klassík, Abba og Bítlana. Ég byrjaði í tónlistarnámi sex ára og var nokkuð samfleytt í námi þar til ég útskrifaðist fyrir tveimur árum. Sem barn lærði ég á fiðlu, svo lærði ég söng, en ég er sjálflærð á gítar. Ég vildi ekki að neinn kenndi mér á hann þá, en núna er mig farið að langa í tíma, m.a. til að læra fjölbreytilegri tónlist og betri líkamsbeitingu.“Hvernig er tónlistarferillinn hjá þér búinn að vera?,,Ég var í unglingasveitinni Mósaík sem tók þátt í Músiktilraunum. Þar var Benni Hemm Hemm meðlimur. Svo hef ég spilað með hinum og þessum, en einna mest með múm sem ég byrjaði að spila með árið 2003.“ Þú hefur væntanlega umgengist múm þegar þú varst í MH. Ef við segjum að múm sé Spilverk þjóðanna 20 árum síðar, má þá ekki segja að þú sért Diddú?,,Einmitt. Ha, ha. Það skemmtilegasta við þann tíma var að maður umgekkst fólk sem var að safna alls konar músik og pæla rosalega mikið í henni. Það var m.a. hlustað á gamla íslenska slagara sem fundust á vínylplötum sem voru keyptar í Kolaportinu. Það var frábært að læra íslensku dægurlagasöguna með því að vera í partíum með vinum sínum, glamra á gítar og syngja.“Finnst þér gaman að spila á tónleikum?,,Ég nýt þess mjög mikið, já.“Enginn sviðsskrekkur?,,Ég var með gífurlegan sviðsskrekk þegar ég var að spila á fiðlu á nemendatónleikum þegar ég var yngri. Sá bókstaflega rautt og fæturnir á mér skulfu. Svo gekk ég grátandi út. Svona voru mín unglingsár í fiðlunáminu. Ég skipti yfir í söngnám því ég vissi að ég gæti sungið hreint. Það hafði kvalið mig svo mjög að geta ekki gengið út frá því vísu að geta spilað hreint á fiðluna, sem var auðvitað ekkert nema kreddur og undarleg kröfuharka, þar sem ég var aldrei mjög dugleg að æfa mig. Auðvitað upplifir maður stundum sviðsskrekk en nú tek ég honum fagnandi því hann er orðinn svo sjaldgæfur. Maður fær ekki alltaf að spila við kjöraðstæður á tónleikum og verður bara að gera sitt besta hvernig sem áhorfendur eru stemmdir. Það er mikilvægt að finna að ábyrgðin liggur alfarið hjá manni sjálfum.“Þú syngur á íslensku, kom aldrei til greina að syngja á ensku – margir halda að það hjálpi í meikinu?,,Ég er að flýta mér hægt í þeim efnum. Ég vil ekki vera með stórar yfirlýsingar um að ég ætli aldrei að syngja á ensku, því hver veit hvort mig langi það einhvern tímann seinna, enda þykir mér gott og blessað ef fólk kýs það. En það sem ég upplifi með textagerð er að ég næ betra sambandi við það sem ég er að syngja ef það er á íslensku. Tengingin við móðurmálið lætur mér líða eins og ég sé að segja satt. Þegar ég var í söngnámi hjá Rut Magnússon sagði hún að ég yrði að skilja það sem ég væri að syngja. Að ég mætti ekki læra textana eins og páfagaukur. Góður söngvari á að geta látið fólk skilja hvað hann er að segja án þess að það skilji tungumálið. Platan mín er að fara í sölu erlendis bráðlega og það verður gaman að sjá hvort einhver skilji eitthvað í þessu.“Hljóðleg uppreisnEn að léttara hjali. Ertu orðin spennt fyrir 12. maí? ,,Fyrirgefðu, hvað er að gerast þá?“ Kosningar og Eurovision! ,,Já, einmitt. Hvað er ég að gera þá? (Finnur dagbókina sína). Þá ætla ég að vera á Stykkishólmi og syngja við opnun hjá Roni Horn, já ég er mjög spennt fyrir því.“En þú verður samt búin að kjósa, er það ekki? ,,Jú, jú, en ég tek ekki afstöðu með eða á móti flokkum opinberlega.“En hvað með þessi mál sem mikið hafa verið í umræðunni, femínisma og náttúruvernd – þarftu að tjá þig eitthvað um það? ,,Nei, ég hef enga þörf fyrir það hér. Enda eru margir aðrir mun betur til þess fallnir en ég. Það er ekki mitt hlutverk.“Hvað með ímyndina af Íslandi. Er fólkið sem múm spilar fyrir í útlöndum með fyrirfram ákveðna mynd af ykkur þegar það mætir? ,,Ef útlendingarnir eru með þessar hugmyndir um okkur þá er ég ekki viss um þær séu komnar frá tónlistarmönnunum sjálfum beint, heldur er þetta frekar katigorisering frá fjölmiðlum, landkynningu og auglýsingaherferðum. Á síðustu tíu árum hefur túrismi margfaldast og það er verið að gera Ísland út á margvíslegum forsendum. Sumar eru ótrúlega útþynntar og úr tengslum við raunveruleikann hér. Til dæmis þessi ofuráhersla á klisjuhugmyndir um álfa og jökla. Og svo hin hugmyndin, öllu óþægilegri fyrir okkur íbúa Reykjavíkur, að hér sé himnaríki nætursvalls og skyndikynna.“Þetta eru náttúrlega tvær aðskildar hugmyndir: álfarnir og orgían. Múm, Sigur Rós og Björk hafa náttúrlega verið álfamegin í landkynningunni til þessa – krúttin.,,Æi, það eru allir endalaust með þetta krúttkynslóðarhugtak á heilanum. Það er kannski vafasamt að ætla að reyna að koma kynslóðinni sem maður tilheyrir til varnar, en mér finnst þetta hugtak stundum hljóma eins og smækkunarforskeyti framan við hóp listamanna sem eru búnir að standa sig mjög vel og afkasta ofsalega miklu. En auðvitað er hér um hreyfingu í tísku og hugarfari að ræða og sem er kannski líka ákveðin tegund uppreisnar þótt hún sé ekki í formi kinnhests á samfélagið. Þetta er hljóðlegri uppreisn. Þessi hreyfing í listum og hugsunarhætti er þó ekkert séríslensk og ekki fundin upp hér. Þetta er bara mjög eðlileg svörun við indie-kúltúr utan úr heimi í bland við alls konar séríslenska nostalgíu.“Hvað vill krúttkynslóðin þá frekar vera kölluð?,,Ég veit það ekki. Við ættum kannski að efna til hugmyndasamkeppni.“ Lopakynslóðin?,,Málið er að þetta minnir á endurreisn í listasögunni eða rómantík þar sem fólk fer að leita í eitthvað sem tengist uppruna og þjóðlegum einkennum, eins og andsvari við hraðri framþróun. Það vill bara svo til að hér á Íslandi er lopapeysan eitthvað sem minnir á gamla tímann. Og hvað með það?“Ólöf Arnalds … fyllir í eyðurnar Ef það væri engin tónlist … væri lífið öllu litlausara. Draumastaðurinn minn er … vinnustofan sem enn er ófundin. Ef ég gæti bara skoðað eina heimasíðu á dag færi ég á … Youtube. Ég er glöð að ég er ekki … lengur í gagnfræðaskóla. Það skrýtnasta sem ég hef smakkað er tvímælalaust … blöð af einni tegund af pottablómi sem ég var sólgin í sem barn. Ef ég gæti verið hvaða meðlimur í hvaða hljómsveit sem er vildi ég vera … í gamelan-sveit í Indónesíu. Mesti lúxus sem ég hef á ævinni veitt mér var … langt símtal af hótelherbergi í Japan til Bandaríkjanna. Ef ég væri síamstvíburi vildi ég vera föst við … Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikara sem myndi spila Bach allan daginn. Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Til hamingju með plötuna, ertu ánægð með hana og móttökurnar? ,,Jú, ég get ekki verið annað. Móttökurnar hafa hjálpað mér að verða enn ánægðari með plötuna. Ég var upphaflega bara sátt við hana, hún var eins og skyldmenni sem manni þykir vænt um með kostum og göllum. Það gleður mig að að platan skuli láta fólki líða vel, hvers vegna nákvæmlega hún gerir það á ég erfitt með að henda reiður á, nema kannski að þetta eru hjartnæmir textar og lögin í mildari kantinum.“ Kom aldrei til greina að gera stuðplötuna Olla Stuð og Stuðboltarnir? ,,Kannski geri ég það bara næst. Rólegheitin voru ekki ákveðin fyrirfram heldur dúkkuðu hugmyndirnar bara upp í kollinum og tóku svo endanlega þessa rólegu mynd þegar ég ákvað að vinna plötu.“ Hvenær gerðist það? ,,Svona ári áður en ég tók plötuna upp og það var að miklu leyti fyrir hvatningu 12 tóna. Þá höfðu þeir heyrt mig spila tvö lög á tónleikum. Þeir höfðu samband og lýstu sig tilbúna til að styðja mig í því að fara alla leið.“Horft inn á viðMér finnst eitthvað fornt við plötuna, smá svona elliheimilið Grund og Gamla gufan-fílingur, þótt það sé erfitt að benda nákvæmlega á hvað kveikir þau hugrenningatengsl.,,Já, ég hef einmitt heyrt að gamla fólkið sé ekki síður að fíla plötuna en það unga, sem gleður mig mjög. Tónlistin skapar kyrrð og ró og fólki finnst nærandi að hlusta á hana heima hjá sér. Þetta er engin partíplata. En við þurfum þetta allt í bland. Tónlist sem skemmtir okkur, tónlist sem við getum öskrað og steytt hnefann við … en svo er líka gott að hafa músik sem leyfir manni að horfa inn á við.“Einmitt. Þá er spurning hvort þér leiðist nútíminn?,,Nei, mér leiðist hann ekki, en það er margt í tónsköpun og upptökutækni í dag sem er orðið næstum of auðvelt og fljótgert. Ég reyndi því að stilla tækninni svolítið upp á móti mér, tók t.d. gítar og söng alltaf upp bæði í einu í heilum tökum inn á teip, þannig að það var ómögulegt að dauðhreinsa. Kannski er ég bara gamaldags eða eitthvað. Annars er ég líka mjög gefin fyrir þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum sem er oftar en ekki hundgamlar upptökur eða nýlegri músík sem byggist á gamalli hefð. Þar blæða kannski inn einhver áhrif. Mér finnst margt stórkostlegt við nútímann, en – það er náttúrlega algjör klisja að segja þetta – hraðinn og lífsgæðakapphlaupið höfðar ekki mikið til mín. Á einhver hátt líður mér í músikinni eins og ég sé að staldra við. En ég er líka að líta til baka.“Tekur sviðsskrekknum fagnandiHvað kom þér upphaflega af stað í tónlistinni? Bróðir þinn Eyþór kannski… ,,Hann er að vísu ekki bróðir minn...“Grín. Ertu komin af tónlistaráhugafólki?,,Já, það er tónlist í báðum ættum og mikið sungið á heimilinu. Það var mest hlustað á klassík á heimilinu, klassík, Abba og Bítlana. Ég byrjaði í tónlistarnámi sex ára og var nokkuð samfleytt í námi þar til ég útskrifaðist fyrir tveimur árum. Sem barn lærði ég á fiðlu, svo lærði ég söng, en ég er sjálflærð á gítar. Ég vildi ekki að neinn kenndi mér á hann þá, en núna er mig farið að langa í tíma, m.a. til að læra fjölbreytilegri tónlist og betri líkamsbeitingu.“Hvernig er tónlistarferillinn hjá þér búinn að vera?,,Ég var í unglingasveitinni Mósaík sem tók þátt í Músiktilraunum. Þar var Benni Hemm Hemm meðlimur. Svo hef ég spilað með hinum og þessum, en einna mest með múm sem ég byrjaði að spila með árið 2003.“ Þú hefur væntanlega umgengist múm þegar þú varst í MH. Ef við segjum að múm sé Spilverk þjóðanna 20 árum síðar, má þá ekki segja að þú sért Diddú?,,Einmitt. Ha, ha. Það skemmtilegasta við þann tíma var að maður umgekkst fólk sem var að safna alls konar músik og pæla rosalega mikið í henni. Það var m.a. hlustað á gamla íslenska slagara sem fundust á vínylplötum sem voru keyptar í Kolaportinu. Það var frábært að læra íslensku dægurlagasöguna með því að vera í partíum með vinum sínum, glamra á gítar og syngja.“Finnst þér gaman að spila á tónleikum?,,Ég nýt þess mjög mikið, já.“Enginn sviðsskrekkur?,,Ég var með gífurlegan sviðsskrekk þegar ég var að spila á fiðlu á nemendatónleikum þegar ég var yngri. Sá bókstaflega rautt og fæturnir á mér skulfu. Svo gekk ég grátandi út. Svona voru mín unglingsár í fiðlunáminu. Ég skipti yfir í söngnám því ég vissi að ég gæti sungið hreint. Það hafði kvalið mig svo mjög að geta ekki gengið út frá því vísu að geta spilað hreint á fiðluna, sem var auðvitað ekkert nema kreddur og undarleg kröfuharka, þar sem ég var aldrei mjög dugleg að æfa mig. Auðvitað upplifir maður stundum sviðsskrekk en nú tek ég honum fagnandi því hann er orðinn svo sjaldgæfur. Maður fær ekki alltaf að spila við kjöraðstæður á tónleikum og verður bara að gera sitt besta hvernig sem áhorfendur eru stemmdir. Það er mikilvægt að finna að ábyrgðin liggur alfarið hjá manni sjálfum.“Þú syngur á íslensku, kom aldrei til greina að syngja á ensku – margir halda að það hjálpi í meikinu?,,Ég er að flýta mér hægt í þeim efnum. Ég vil ekki vera með stórar yfirlýsingar um að ég ætli aldrei að syngja á ensku, því hver veit hvort mig langi það einhvern tímann seinna, enda þykir mér gott og blessað ef fólk kýs það. En það sem ég upplifi með textagerð er að ég næ betra sambandi við það sem ég er að syngja ef það er á íslensku. Tengingin við móðurmálið lætur mér líða eins og ég sé að segja satt. Þegar ég var í söngnámi hjá Rut Magnússon sagði hún að ég yrði að skilja það sem ég væri að syngja. Að ég mætti ekki læra textana eins og páfagaukur. Góður söngvari á að geta látið fólk skilja hvað hann er að segja án þess að það skilji tungumálið. Platan mín er að fara í sölu erlendis bráðlega og það verður gaman að sjá hvort einhver skilji eitthvað í þessu.“Hljóðleg uppreisnEn að léttara hjali. Ertu orðin spennt fyrir 12. maí? ,,Fyrirgefðu, hvað er að gerast þá?“ Kosningar og Eurovision! ,,Já, einmitt. Hvað er ég að gera þá? (Finnur dagbókina sína). Þá ætla ég að vera á Stykkishólmi og syngja við opnun hjá Roni Horn, já ég er mjög spennt fyrir því.“En þú verður samt búin að kjósa, er það ekki? ,,Jú, jú, en ég tek ekki afstöðu með eða á móti flokkum opinberlega.“En hvað með þessi mál sem mikið hafa verið í umræðunni, femínisma og náttúruvernd – þarftu að tjá þig eitthvað um það? ,,Nei, ég hef enga þörf fyrir það hér. Enda eru margir aðrir mun betur til þess fallnir en ég. Það er ekki mitt hlutverk.“Hvað með ímyndina af Íslandi. Er fólkið sem múm spilar fyrir í útlöndum með fyrirfram ákveðna mynd af ykkur þegar það mætir? ,,Ef útlendingarnir eru með þessar hugmyndir um okkur þá er ég ekki viss um þær séu komnar frá tónlistarmönnunum sjálfum beint, heldur er þetta frekar katigorisering frá fjölmiðlum, landkynningu og auglýsingaherferðum. Á síðustu tíu árum hefur túrismi margfaldast og það er verið að gera Ísland út á margvíslegum forsendum. Sumar eru ótrúlega útþynntar og úr tengslum við raunveruleikann hér. Til dæmis þessi ofuráhersla á klisjuhugmyndir um álfa og jökla. Og svo hin hugmyndin, öllu óþægilegri fyrir okkur íbúa Reykjavíkur, að hér sé himnaríki nætursvalls og skyndikynna.“Þetta eru náttúrlega tvær aðskildar hugmyndir: álfarnir og orgían. Múm, Sigur Rós og Björk hafa náttúrlega verið álfamegin í landkynningunni til þessa – krúttin.,,Æi, það eru allir endalaust með þetta krúttkynslóðarhugtak á heilanum. Það er kannski vafasamt að ætla að reyna að koma kynslóðinni sem maður tilheyrir til varnar, en mér finnst þetta hugtak stundum hljóma eins og smækkunarforskeyti framan við hóp listamanna sem eru búnir að standa sig mjög vel og afkasta ofsalega miklu. En auðvitað er hér um hreyfingu í tísku og hugarfari að ræða og sem er kannski líka ákveðin tegund uppreisnar þótt hún sé ekki í formi kinnhests á samfélagið. Þetta er hljóðlegri uppreisn. Þessi hreyfing í listum og hugsunarhætti er þó ekkert séríslensk og ekki fundin upp hér. Þetta er bara mjög eðlileg svörun við indie-kúltúr utan úr heimi í bland við alls konar séríslenska nostalgíu.“Hvað vill krúttkynslóðin þá frekar vera kölluð?,,Ég veit það ekki. Við ættum kannski að efna til hugmyndasamkeppni.“ Lopakynslóðin?,,Málið er að þetta minnir á endurreisn í listasögunni eða rómantík þar sem fólk fer að leita í eitthvað sem tengist uppruna og þjóðlegum einkennum, eins og andsvari við hraðri framþróun. Það vill bara svo til að hér á Íslandi er lopapeysan eitthvað sem minnir á gamla tímann. Og hvað með það?“Ólöf Arnalds … fyllir í eyðurnar Ef það væri engin tónlist … væri lífið öllu litlausara. Draumastaðurinn minn er … vinnustofan sem enn er ófundin. Ef ég gæti bara skoðað eina heimasíðu á dag færi ég á … Youtube. Ég er glöð að ég er ekki … lengur í gagnfræðaskóla. Það skrýtnasta sem ég hef smakkað er tvímælalaust … blöð af einni tegund af pottablómi sem ég var sólgin í sem barn. Ef ég gæti verið hvaða meðlimur í hvaða hljómsveit sem er vildi ég vera … í gamelan-sveit í Indónesíu. Mesti lúxus sem ég hef á ævinni veitt mér var … langt símtal af hótelherbergi í Japan til Bandaríkjanna. Ef ég væri síamstvíburi vildi ég vera föst við … Davíð Þór Jónsson hljómborðsleikara sem myndi spila Bach allan daginn.
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira