Peningar kaupa ekki smekk 21. apríl 2007 00:01 Agnieska Baranowska, stílisti Íslendingar eru skemmtilegt fólk. Þeir virka stundum dálítið kaldir á yfirborðinu, líkt og Pólverjar, en ég finn alltaf einhverja leið til þess að bræða þá! MYND/ Valli Agnieszka, eða Aga eins og vinkonur hennar kalla hana hér á Klakanum, býður mér inn íklædd bleikum náttsloppi frá um 1950 og með þykkan svartan augnablýant á annars óförðuðu postulínsandlitinu. „Þetta er svona Gretu Garbo kvöldlúkkið mitt,“ segir hún og skellihlær á meðan hún hellir upp á kamillute. Í íbúð hennar og Barða Jóhannssonar er margt sem minnir á Pólland, fjölskyldumyndir í eldhúshillum, bækur á stofuborðinu og eldgömul málverk af hefðardömum sem hún fann í antíkverslunum í Póllandi. „Ég er upprunalega frá Poznan sem er stór borg í um það bil fjögurra tíma fjarlægð frá Berlín. Ég var fyrsti ávöxtur ástar foreldra minna og á eina yngri systur. Við áttum einstaklega hamingjusama æsku og ég var umlukin kærleika. Fjölskyldan var mjög náin. Um tíma bjuggum við líka í Moskvu þegar faðir minn, sem var í pólska hernum, var þar. Þetta var auðvitað á tímum kommúnismans og ég man eftir að hafa gengið í hinum rússneska kommúnistaskólabúningi sem reyndar minnti dálítið á múnderingu Línu langsokks. Móðir mín átti alltaf í stökustu vandræðum með að klæða mig í æsku. Ef hún sendi mig í hlýjum fötum út í hinn pólska vetur þá passaði ég að vera með kjóla og sandala í skólatöskunni sem ég fór svo í þegar hún sá ekki til. Það var alltaf hringt heim og kvartað yfir því hvernig móður minni dytti eiginlega í hug að klæða barnið svona. Ég man ennþá eftir uppáhaldsflíkinni minni þegar ég var smástelpa, en það var pínulítill gulur pels. Eins og þú sérð, þá held ég að fataáhuginn hafi byrjað mjög snemma.“ Djöfullinn klæðist PradaAgnieszka byrjaði í leiklistarskóla eftir grunnskólann sem hún hafði gaman af, en segist hafa verið í dæmigerðri unglingauppreisn á þessum tíma. „Sál mín var á uppreisnarstiginu og ég bara stakk af að heiman einn góðan veðurdag, með eina ferðatösku, fínan kjól og háa hæla og flutti til Parísar. Þetta var svona „Halló París, hér kem ég.“ Auðvitað voru pabbi og mamma að farast úr áhyggjum en ég hef alltaf verið afskaplega sjálfstæður persónuleiki. Ég sé samt eftir því núna að hafa valdið þeim hugarangri á þessum árum. Skömmu eftir að ég flutti til Parísar fékk ég vinnu í búðinni Colette á Faubourg St. Honoré sem þykir ein smartasta og áhrifamesta tískuverslun í heimi. Þetta var fljótlega eftir að búðin hafði skapað sér nafn og þangað komu í sífellu frægir ljósmyndarar, hönnuðir og auðugir viðskiptavinir. Til dæmis kom Lee Radziwill, systir Jackie Kennedy, alltaf til mín þegar hún vildi dressa sig upp, þá iðulega í fylgd tveggja ífvarða. Það var ótrúlegt ævintýri að vinna þar, ég fékk að skipta um föt fimm sinnum á dag og skapaði mér ansi sérstakan stíl. Ég litaði helminginn af hárinu á mér eldrauðan og japanska tískuliðið var afar hrifið. Ég endaði til dæmis í tískuþáttum í bæði japanska Elle og Vogue og var kölluð „ Ungfrú Agnés frá Colette“ sem var mjög fyndið.Ég lifði og hrærðist í heimi þessa fólks og einn góðan veðurdag kynntist ég frægum stílista sem heitir Claire Dupont. Hún réði mig sem aðstoðarkonu sína sem var frábært tækifæri fyrir mig þar sem ég fékk strax verkefni næsta dag hjá hönnuðinum Barbara Bui. Dupont var sjálf alveg afskaplega erfið týpa og minnti mikið á ritstýruna sem Meryl Streep leikur í „the Devil Wears Prada“. Ég hentist út um allan bæ fyrir hana leitandi að fötum fyrir myndatökur á meðan hún hringdi í mig að degi og nóttu með ný verkefni sem ég þurfti að setja mig inn í samstundis.Auðvitað var þetta yfirborðskennt líf en mér fannst það fyndið og sá húmorinn við þetta. Síðar kynntist ég franska hönnuðinum Giles Rosier sem var á þessum tíma yfirhönnuður hjá Kenzo. Honum líkaði hversu blátt áfram ég var og hann vildi fá mig til þess að máta fötin sín. Þarna byrjaði farsælt samstarf okkar því ég varð „músa“ hans – hann bjó til alla línuna utan á mig og spurði mig ráða. Hann fékk mig einnig til að sjá um að velja fyrirsætur á allar tískusýningarnar hans, nokkuð sem ég átti auðvelt með. Ég hef gott auga fyrir áhugaverðum fyrirsætum og valdi meðal annars Carmen Krause, Anja Rubik og Yasmin Wersame sem allar urðu mjög frægar. Á árunum með Giles fór ég endalaust í „tískuteiti“ og hitti fólk eins og Carine Roitfeld og Tom Ford. Auðvitað var það stórskemmtilegt og ég lifði á sushi og kampavíni, bæði í hádeginu og á kvöldin. Núna get ég ekki einu sinni horft á sushi án þess að fá klígju! Þetta var líka heilmikil keyrsla og stundum var maður gersamlega úrvinda. Ég var oft að vinna til klukkan sex á morgnana við mátanir, dreif mig heim í sturtu, skellti mér í Manolo-skóna og hjólaði aftur í vinnuna. Ég varð algjör fatafíkill. Svo fékk ég oft að eiga fötin frá hönnuðum sem ég var að vinna með en yfirleitt voru þetta flíkur sem voru aðeins framleiddar í einu eintaki. Auðvitað leið mér stundum eins og svefngengli en á þessu tímabili líkaði mér þetta brjálaða líf sem fylgdi tískuheiminum.“Fór til Íslands og vildi aldrei snúa afturagniezka myndir„Ég fór mikið í ferðalög á þessum tíma til að stílisera myndaþætti, aðallega til Mílanó en líka á fjarlægari slóðir. Ég verð þó að viðurkenna að oft sá ég ekkert af þeim áhugaverðu stöðum sem ég fór á fyrir utan flugvelli, stúdíó og hótelherbergi. Minnisstæðasti staðurinn sem ég fór á var til Marokkó en þar vorum við í tvær vikur. Þar ferðuðumst við á kameldýrum til þess að komast á tökustað og gistum í tjöldum í miðri Saharaeyðimörkinni. agniezka myndirEftirminnilegasti ljósmyndarinn sem ég vann með var David Bailey sem er í raun goðsögn í lifanda lífi. Hann tók meðal annars frægar myndir af Bítlunum og Rolling Stones á sjöunda áratugnum. Ég man eftir að hann sagði við mig: „Mig langar til að mynda þig, en ekki fyrr en að þú ert komin á fertugsaldurinn. Þá verður þú þroskaður og gómsætur ávöxtur!“ Kannski ætti ég að fara að minna hann á þetta. Ég hafði líka mjög gaman af að vinna með ljósmyndaranum Kate Berry, sem er dóttir Jane Birkin og stíliseraði meðal annars leikkonuna Sophie Marceau fyrir franska Elle.“ Agnieszka segir að á ákveðnum tímapunkti hafi henni fundist hún orðin verulega útbrennd og þreytt á þessu yfirborðskennda liði. „Ég kynntist söngkonunni Keren Ann og stíliseraði nokkur plötuumslög fyrir hana. agniezka myndirÞaðan komst ég meira út í tónlistarbransann og stíliseraði plötuumslög hjá fyrirtækjum eins og EMI, Virgin og Universal. Ég kynntist einmitt Barða, unnusta mínum á þessum tíma en ég var að stílisera ljósmyndir af Lady and Bird. Mér fannst gaman að vinna fyrir tónlistarbransann, hann var spennandi viðbót við það sem ég hafði verið að gera. Ég fór með Barða til Íslands á Iceland Airwaves fyrir fjórum árum síðan og það má segja að ég hafi bara aldrei snúið aftur! Ég er gersamlega hugfangin af Íslandi. Landið og fólkið minnir mig reyndar mikið á Pólland og Pólverja. agniezka myndirFólkið er jarðbundið en líka skapandi. Mér finnst ég geta endurhlaðið batteríin hér. Ég dýrka auðvitað náttúrufegurðina hér og þetta villta, næstum því melankólíska landslag. Íslendingar eru skemmtilegt fólk. Þeir virka stundum dálítið kaldir á yfirborðinu, líkt og Pólverjar, en ég finn alltaf einhverja leið til þess að bræða þá!“ Agnieszka segist auðvitað sakna Póllands oft og tíðum en reynir þó að heimsækja fjölskylduna þar eins oft og hún getur. „Ef ég fæ heimþrá þá bara fer ég í Stokrotka-búðina og kaupi mér pólskar súrar gúrkur!“ddddAgnieszka hefur tekið sér ýmis verkefni hér fyrir hendur, meðal annars við auglýsingar og tímarit auk þess sem hún stíliserar ennþá fyrir erlend blöð. „Ég hef gaman af því hvernig Íslendingar klæða sig, svona upp til hópa. Þeir eru með sérstakan og frumlegan stíl.“ En hvað er hennar óbrigðula tískuráð til íslenskra kvenna? „Klæddu þig alltaf alveg eins og þér sýnist. Aldrei hugsa um hvað öðru fólki finnst. Og peningar geta aldrei keypt þér stíl.“ Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Agnieszka, eða Aga eins og vinkonur hennar kalla hana hér á Klakanum, býður mér inn íklædd bleikum náttsloppi frá um 1950 og með þykkan svartan augnablýant á annars óförðuðu postulínsandlitinu. „Þetta er svona Gretu Garbo kvöldlúkkið mitt,“ segir hún og skellihlær á meðan hún hellir upp á kamillute. Í íbúð hennar og Barða Jóhannssonar er margt sem minnir á Pólland, fjölskyldumyndir í eldhúshillum, bækur á stofuborðinu og eldgömul málverk af hefðardömum sem hún fann í antíkverslunum í Póllandi. „Ég er upprunalega frá Poznan sem er stór borg í um það bil fjögurra tíma fjarlægð frá Berlín. Ég var fyrsti ávöxtur ástar foreldra minna og á eina yngri systur. Við áttum einstaklega hamingjusama æsku og ég var umlukin kærleika. Fjölskyldan var mjög náin. Um tíma bjuggum við líka í Moskvu þegar faðir minn, sem var í pólska hernum, var þar. Þetta var auðvitað á tímum kommúnismans og ég man eftir að hafa gengið í hinum rússneska kommúnistaskólabúningi sem reyndar minnti dálítið á múnderingu Línu langsokks. Móðir mín átti alltaf í stökustu vandræðum með að klæða mig í æsku. Ef hún sendi mig í hlýjum fötum út í hinn pólska vetur þá passaði ég að vera með kjóla og sandala í skólatöskunni sem ég fór svo í þegar hún sá ekki til. Það var alltaf hringt heim og kvartað yfir því hvernig móður minni dytti eiginlega í hug að klæða barnið svona. Ég man ennþá eftir uppáhaldsflíkinni minni þegar ég var smástelpa, en það var pínulítill gulur pels. Eins og þú sérð, þá held ég að fataáhuginn hafi byrjað mjög snemma.“ Djöfullinn klæðist PradaAgnieszka byrjaði í leiklistarskóla eftir grunnskólann sem hún hafði gaman af, en segist hafa verið í dæmigerðri unglingauppreisn á þessum tíma. „Sál mín var á uppreisnarstiginu og ég bara stakk af að heiman einn góðan veðurdag, með eina ferðatösku, fínan kjól og háa hæla og flutti til Parísar. Þetta var svona „Halló París, hér kem ég.“ Auðvitað voru pabbi og mamma að farast úr áhyggjum en ég hef alltaf verið afskaplega sjálfstæður persónuleiki. Ég sé samt eftir því núna að hafa valdið þeim hugarangri á þessum árum. Skömmu eftir að ég flutti til Parísar fékk ég vinnu í búðinni Colette á Faubourg St. Honoré sem þykir ein smartasta og áhrifamesta tískuverslun í heimi. Þetta var fljótlega eftir að búðin hafði skapað sér nafn og þangað komu í sífellu frægir ljósmyndarar, hönnuðir og auðugir viðskiptavinir. Til dæmis kom Lee Radziwill, systir Jackie Kennedy, alltaf til mín þegar hún vildi dressa sig upp, þá iðulega í fylgd tveggja ífvarða. Það var ótrúlegt ævintýri að vinna þar, ég fékk að skipta um föt fimm sinnum á dag og skapaði mér ansi sérstakan stíl. Ég litaði helminginn af hárinu á mér eldrauðan og japanska tískuliðið var afar hrifið. Ég endaði til dæmis í tískuþáttum í bæði japanska Elle og Vogue og var kölluð „ Ungfrú Agnés frá Colette“ sem var mjög fyndið.Ég lifði og hrærðist í heimi þessa fólks og einn góðan veðurdag kynntist ég frægum stílista sem heitir Claire Dupont. Hún réði mig sem aðstoðarkonu sína sem var frábært tækifæri fyrir mig þar sem ég fékk strax verkefni næsta dag hjá hönnuðinum Barbara Bui. Dupont var sjálf alveg afskaplega erfið týpa og minnti mikið á ritstýruna sem Meryl Streep leikur í „the Devil Wears Prada“. Ég hentist út um allan bæ fyrir hana leitandi að fötum fyrir myndatökur á meðan hún hringdi í mig að degi og nóttu með ný verkefni sem ég þurfti að setja mig inn í samstundis.Auðvitað var þetta yfirborðskennt líf en mér fannst það fyndið og sá húmorinn við þetta. Síðar kynntist ég franska hönnuðinum Giles Rosier sem var á þessum tíma yfirhönnuður hjá Kenzo. Honum líkaði hversu blátt áfram ég var og hann vildi fá mig til þess að máta fötin sín. Þarna byrjaði farsælt samstarf okkar því ég varð „músa“ hans – hann bjó til alla línuna utan á mig og spurði mig ráða. Hann fékk mig einnig til að sjá um að velja fyrirsætur á allar tískusýningarnar hans, nokkuð sem ég átti auðvelt með. Ég hef gott auga fyrir áhugaverðum fyrirsætum og valdi meðal annars Carmen Krause, Anja Rubik og Yasmin Wersame sem allar urðu mjög frægar. Á árunum með Giles fór ég endalaust í „tískuteiti“ og hitti fólk eins og Carine Roitfeld og Tom Ford. Auðvitað var það stórskemmtilegt og ég lifði á sushi og kampavíni, bæði í hádeginu og á kvöldin. Núna get ég ekki einu sinni horft á sushi án þess að fá klígju! Þetta var líka heilmikil keyrsla og stundum var maður gersamlega úrvinda. Ég var oft að vinna til klukkan sex á morgnana við mátanir, dreif mig heim í sturtu, skellti mér í Manolo-skóna og hjólaði aftur í vinnuna. Ég varð algjör fatafíkill. Svo fékk ég oft að eiga fötin frá hönnuðum sem ég var að vinna með en yfirleitt voru þetta flíkur sem voru aðeins framleiddar í einu eintaki. Auðvitað leið mér stundum eins og svefngengli en á þessu tímabili líkaði mér þetta brjálaða líf sem fylgdi tískuheiminum.“Fór til Íslands og vildi aldrei snúa afturagniezka myndir„Ég fór mikið í ferðalög á þessum tíma til að stílisera myndaþætti, aðallega til Mílanó en líka á fjarlægari slóðir. Ég verð þó að viðurkenna að oft sá ég ekkert af þeim áhugaverðu stöðum sem ég fór á fyrir utan flugvelli, stúdíó og hótelherbergi. Minnisstæðasti staðurinn sem ég fór á var til Marokkó en þar vorum við í tvær vikur. Þar ferðuðumst við á kameldýrum til þess að komast á tökustað og gistum í tjöldum í miðri Saharaeyðimörkinni. agniezka myndirEftirminnilegasti ljósmyndarinn sem ég vann með var David Bailey sem er í raun goðsögn í lifanda lífi. Hann tók meðal annars frægar myndir af Bítlunum og Rolling Stones á sjöunda áratugnum. Ég man eftir að hann sagði við mig: „Mig langar til að mynda þig, en ekki fyrr en að þú ert komin á fertugsaldurinn. Þá verður þú þroskaður og gómsætur ávöxtur!“ Kannski ætti ég að fara að minna hann á þetta. Ég hafði líka mjög gaman af að vinna með ljósmyndaranum Kate Berry, sem er dóttir Jane Birkin og stíliseraði meðal annars leikkonuna Sophie Marceau fyrir franska Elle.“ Agnieszka segir að á ákveðnum tímapunkti hafi henni fundist hún orðin verulega útbrennd og þreytt á þessu yfirborðskennda liði. „Ég kynntist söngkonunni Keren Ann og stíliseraði nokkur plötuumslög fyrir hana. agniezka myndirÞaðan komst ég meira út í tónlistarbransann og stíliseraði plötuumslög hjá fyrirtækjum eins og EMI, Virgin og Universal. Ég kynntist einmitt Barða, unnusta mínum á þessum tíma en ég var að stílisera ljósmyndir af Lady and Bird. Mér fannst gaman að vinna fyrir tónlistarbransann, hann var spennandi viðbót við það sem ég hafði verið að gera. Ég fór með Barða til Íslands á Iceland Airwaves fyrir fjórum árum síðan og það má segja að ég hafi bara aldrei snúið aftur! Ég er gersamlega hugfangin af Íslandi. Landið og fólkið minnir mig reyndar mikið á Pólland og Pólverja. agniezka myndirFólkið er jarðbundið en líka skapandi. Mér finnst ég geta endurhlaðið batteríin hér. Ég dýrka auðvitað náttúrufegurðina hér og þetta villta, næstum því melankólíska landslag. Íslendingar eru skemmtilegt fólk. Þeir virka stundum dálítið kaldir á yfirborðinu, líkt og Pólverjar, en ég finn alltaf einhverja leið til þess að bræða þá!“ Agnieszka segist auðvitað sakna Póllands oft og tíðum en reynir þó að heimsækja fjölskylduna þar eins oft og hún getur. „Ef ég fæ heimþrá þá bara fer ég í Stokrotka-búðina og kaupi mér pólskar súrar gúrkur!“ddddAgnieszka hefur tekið sér ýmis verkefni hér fyrir hendur, meðal annars við auglýsingar og tímarit auk þess sem hún stíliserar ennþá fyrir erlend blöð. „Ég hef gaman af því hvernig Íslendingar klæða sig, svona upp til hópa. Þeir eru með sérstakan og frumlegan stíl.“ En hvað er hennar óbrigðula tískuráð til íslenskra kvenna? „Klæddu þig alltaf alveg eins og þér sýnist. Aldrei hugsa um hvað öðru fólki finnst. Og peningar geta aldrei keypt þér stíl.“
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira