Óbeisluð fegurð á hvíta tjaldið 24. apríl 2007 08:00 Það var Tina Naccache, samstarfskona Hrafnhildar Gunnarsdóttur, sem vakti athygli hennar á Óbeislaðri fegurð, en Tina hafði heyrt um hana í útvarpi í Beirút. MYND/E.ól Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hrafnhildur Gunnarsdóttir vinnur að heimildarmynd um fegurðarsamkeppnina Óbeislaða fegurð, í samstarfi við Tinu Naccache frá Líbanon. Hrafnhildur og Tina hafa áður gert saman myndirnar Lifandi í limbó og Hver hengir upp þvottinn? auk þess sem Tina aðstoðaði Hrafnhildi við gerð myndarinnar Hrein og bein. „Tina kom í heimsókn til mín frá Líbanon. Hún fór að tala um einhverja fegurðarsamkeppni sem hún hafði heyrt um í útvarpinu í Beirút. Ég kannaði málið og þá kom í ljós að það var fegurðarsamkeppnin á Ísafirði,“ útskýrði Hrafnhildur. Þær skelltu sér því vestur með stuttum fyrirvara, „til að fjalla um þennan heimsviðburð, sem fólk fyrir vestan gerði sér grein fyrir að væri í gangi“, sagði Hrafnhildur. Hún og Tina hyggjast gera 28 mínútna heimildarmynd um keppnina og stefna á að klára hana sem fyrst. Hrafnhildur er ekki enn farin að gera sér hugmyndir um sýningu eða dreifingu. „En af því að keppnin vakti mikla athygli erlendis munum við örugglega kanna áhugann úti,“ sagði hún. ánægð með umfjöllun Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda Óbeislaðrar fegurðar, hefur verið í sambandi við fjölda erlendra fjölmiðla. BBC World Service fjallaði um keppnina í gær, en það er langt í frá eini miðillinn sem hefur sýnt henni áhuga. Matthildur Helgadóttir, einn skipuleggjenda keppninnar, hefur verið í sambandi við dagblað og tímarit frá Frakklandi, blaðamann í Bretlandi sem hyggst skrifa um keppnina fyrir Daily Mirror, svo eitthvað sé nefnt. „Það var greinilega töluverð umfjöllun um þessa keppni út um allan heim, sem sést ef „untamed beauty“ er slegið inn í leitarvélar á netinu,“ sagði Matthildur.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira