Þörf er á stöðugri uppfræðslu 25. apríl 2007 06:00 Peter Dyrberg Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Í haust sem leið tók Daninn Peter Dyrberg við stöðu forstöðumanns Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Dyrberg er sérfræðingur í Evrópurétti og auk þess að kenna það fag við HR hefur hann starfað innan og utan stofnana Evrópusambandsins í Brussel síðastliðin 20 ár. Hann segir fyrirtæki og ráðgjafa á Íslandi þurfa á stöðugri endurmenntun í Evrópurétti að halda, enda snerti þróun hans hagsmuni íslensks atvinnulífs með beinum hætti. Að aðalstarfi er Dyrberg nú lögmaður hjá þekktri lögfræðistofu í Brussel, en meðal viðkomustaða á ferlinum á síðustu árum var að stjórna lögfræðisviði Eftirlitsstofnunar EFTA og hann var nýlega skipaður í sérfræðinganefnd Evrópuþingsins um málefni innri markaðarins. Dyrberg segist feginn hafa gripið tækifærið, þegar honum var boðið að koma reglulega til Íslands til að kenna við HR, enda óhætt að kalla hann „Íslandsvin“; hann hafi fallið fyrir landi og þjóð strax og hann kom hingað fyrst fyrir nokkrum árum. Að öllu jöfnu er hann við HR eina viku í mánuði, þá átta mánuði af árinu sem kennsla stendur yfir. Dyrberg segist verða var við mikinn áhuga nemenda hér á Evrópurétti og faglegri nálgun að málefnum Evrópusambandsins. „Fyrirtæki og ráðgjafar þurfa á stöðugri endurmenntun að halda,“ segir Dyrberg. Þróunin sé svo hröð, og í gegnum EES-samninginn snerti þessi þróun hagsmuni íslenskra fyrirtækja og atvinnulífs með mjög beinum hætti. Dyrberg segir Ísland í þessu tilliti vera minni eyju en mörg stór lönd á meginlandinu. Þar sem íslenskt hagkerfi er mjög opið gera menn sér hérlendis almennt vel grein fyrir því hve mikilvægt það er að fylgjast vel með og kynna sér til að mynda hvaða réttindi og tækifæri þeir hafa, vilji þeir færa út starfsemi sína til annarra landa innan EES-svæðisins. Í stóru hagkerfunum á meginlandinu sé það frekar undantekning að fyrirtækjarekendur séu mikið að velta slíkum hlutum fyrir sér. Ástæðu þess að Norðurlöndin, með sín opnu og samkeppnishæfu hagkerfi, séu samt svo hikandi við að taka fullan þátt í Evrópusamrunanum – Ísland og Noregur standa enn utan við ESB og Danir og Svíar utan evrunnar – telur Dyrberg að megi rekja að miklu leyti til þess, að Norðurlandabúar eru ekki vanir því að þurfa að beina sjónum að fleiri en einni valdamiðstöð, höfuðborg síns lands. Þessu sé öðruvísi farið í sambandsríkjum, þar sem menn venjist því að valdamiðstöðvarnar séu fleiri en ein. Fólk í sambandsríkjum, eins og Þýskalandi, eigi því auðveldara með að venjast því að ákvarðanir teknar í Brussel hafi áhrif á líf þess. Norðurlandabúar séu meira hikandi við að sætta sig við að taka tillit til ákvarðana sem teknar eru utan þjóðríkisins. Að mati Dyrbergs er þetta tvennt – hollusta við bæði þjóðríkið og Evrópusambandið – þó fullkomlega samræmanlegt, og þeim boðskap vill hann gjarnan koma á framfæri við Íslendinga.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira