Alþjóðlegar áherslur af ólíkum toga 25. apríl 2007 05:15 Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja. Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Frá því að Háskóli Íslands reið á vaðið með MBA-nám fyrir tæpum fimm árum síðan hafa rúmlega fjögur hundruð manns útskrifast þaðan og frá Háskólanum í Reykjavík. Fjölmargar gerðir MBA-náms eru til í heiminum enda er það meðal vinsælasta framhaldsnáms á háskólastigi í heimi. Með nokkurri einföldun má segja að því megi skipta í tvo flokka. Annars vegar MBA-nám í dagskóla og hins vegar svokallað Executive MBA. Í MBA-námi í dagskóla er algengt að nemendur komi beint úr grunnnámi og hafi litla starfsreynslu. Ekki er gert ráð fyrir að unnið sé samhliða því námi. Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík fylgja hinni leiðinni. Executive MBA er yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti unnið samhliða náminu. Í þeim tilfellum er gert ráð fyrir umtalsverðri starfsreynslu og er ekki óalgengt að meðalaldur nemenda sé í kringum 35 ár. Vinsældir þeirrar leiðar koma ekki síst til af því að nemendur læra ekki einungis af bókum sínum og kennurum heldur ekki síst hverjir af öðrum. Þótt HÍ og HR fylgi skilgreiningunni að sams konar prógrammi er margt sem skilur á milli námsins. Í báðum skólum er viðurkenndum alþjóðlegum fyrirmyndum fylgt og lögð er rík áhersla á að búa nemendur undir alþjóðlegt umhverfi. Nálgunin að því alþjóðlega er hins vegar gjörólík. Í Háskóla Íslands er talið mikilvægast að miða námið við íslenskar aðstæður, stundakennarar eru íslenskir og námið fer að mestu leyti fram á íslensku. Erlendir gestakennarar eru fengnir til að kenna og allar námsbækur eru á ensku. Þar er þeirri sannfæringu fylgt að íslenskt atvinnulíf sé að mörgu leyti svo sérstakt að almennt séð hafi erlendir kennarar ekki sérstakan skilning á því, sem gerð sé krafa um í Háskóla Íslands. Nemendur fá því fyrst og fremst sinn skilning á alþjóðlegu umhverfi í gegnum námsbækur sínar og erlenda gestakennara. Álitið er að eftir námið verði nemendur fullfærir um að heimfæra sjálfir fræðin yfir á alþjóðlegar aðstæður. Í Háskólanum í Reykjavík er þvert á móti forðast að sérsníða námið að íslenskum aðstæðum. Leitast er við að gera það sem allra líkast því sem gerist í útlöndum. Það fer að öllu leyti fram á ensku. Meira en helmingur kennaranna er erlendur og kemur hingað til kennslu í stutta stund í senn. Hinir eru Íslendingar sem margir hverjir búa og starfa erlendis. Í MBA-námi HR er gengið út frá því að viðfangsefni í íslensku atvinnulífi séu ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til erlendra markaða og verði sífellt alþjóðlegri að stærð og gerð. Nemendur sem starfi við séríslenskar aðstæður séu fullfærir um að staðfæra þekkinguna yfir á þær. Þeir sem hyggja á MBA-nám verða að gera upp við sig hvort þeir telji vænlegra að miða alþjóðlegt nám sitt að íslenskum eða erlendum aðstæðum. Geti þeir svarað þeirri spurningu ætti að vera vandræðalaust að velja á milli háskólanna tveggja.
Undir smásjánni Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira