Tónlist

Sungið til sigurs

Hljómsveitin Soundspell vann hljómsveitakeppnina á síðasta ári.
Hljómsveitin Soundspell vann hljómsveitakeppnina á síðasta ári.

Hljómsveitakeppni verður haldin í Iðnó á fimmtudag á vegum Ungs Samfylkingarfólks í Reykjavík. Ungar og metnaðarfullar hljómsveitir frá ýmsum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í henni og fær hver sveit um hálftíma til að flytja efni sitt.

 

Andrea Dæmir um ágæti hljómsveitanna.

Hljómsveitirnar sem taka þátt eru Balls of Lemon, For a Minor Reflection, The Ives, Love Triangle og Johnny and the Rest. Í dómnefnd verða Höskuldur, söngvari Ske, Orri Páll, trommari Sigur Rósar, og útvarpskonan Andrea Jónsdóttir. Sigurvegarinn spilar á tónleikum Samfylkingarinnar á Nasa næstkomandi laugardag. Svipuð keppni var einnig haldin síðastliðið vor og mun vinningshljómsveit þeirrar keppni, Soundspell, einnig troða upp á Nasa. Keppnin í Iðnó hefst klukkan 20.00.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×