Curver + Kimono - tvær stjörnur 30. apríl 2007 08:15 Þrátt fyrir flottan hljóm veldur þessi samstarfsplata Curvers og Kimono miklum vonbrigðum. Mixin eru fyrirsjáanleg og ná ekki að halda athyglinni. Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Platan Curver + Kimono inniheldur að sögn aðstandenda einhvers konar furðumix af lögunum á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif, sem kom út fyrir fjórum árum, en Curver stjórnaði upptökum á henni. Útgáfunni var fylgt eftir með skemmtilegum uppákomum. Curver og Kimono héldu þriggja tíma reykmettaða spunatónleika í Kling og bang og haldin var sýning á ljósmyndum frá litríku teboði, en þær myndir prýða umslag plötunnar. Ég gerði mér miklar væntingar um þessa plötu. Curver er að mínu mati afburðapródúser. Hann fær oft frábærar hugmyndir og hann er líka nettur krádplíser náungi sem kann að búa til stemningu. Kimono er yfirburðaband eins og síðasta plata þeirra Arctic Death Ship og frammistaða þeirra á tónleikum undanfarin ár sannar. Summan af þessu tvennu ætti þess vegna að verða eitthvað æðislegt. Eða hvað? En ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Í staðinn fyrir eitthvað klikkað og skemmtilegt þá er mixið frekar bragðdaufar og fyrirsjáanlegar dub-útgáfur sem ná ekki að halda athygli manns. Þetta er að sjálfsögðu ekki alvont. Hljómurinn er oft flottur og þessi lög virka eflaust ágætlega eitt í einu, t.d. í bakgrunni eða sem kvikmyndatónlist. En það er bara ekki nóg. Til þess að svona plata geri sig þarf hún að koma á óvart og ýta við manni og það vantar töluvert upp á að þessi plata geri það. Manni finnst maður hafa heyrt þetta allt áður og það vantar sárlega eitthvað til þess að brjóta þetta upp. Mér finnst reyndar eitt mixið flott. Lagið ü. Þar er búið að taka burt ásláttinn og setja inn draugalegar raddir og fiðluspil. Kannski ekki byltingarkennt, en fínt samt. Lokamixið af Japanese Policeman sker sig líka úr, en það hljómar samt ómarkvisst og ekki áhugavert. Á heildina litið er þessi plata ekki nema sæmilegur aukabiti á meðan beðið er eftir næstu verkum þessara frábæru listamanna. Trausti Júlíusson
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira