Góðir stakkfirðingar 1. september 2007 06:00 Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær. Nafnið er í fyrsta lagi afleitt vegna hrokans sem það lýsir. Þessu má líkja við að Ísafjörður héti skyndilega Vestfjarðabær - af fullkomnu tillitsleysi við Bolvíkinga, Þingeyringa, Tálknfirðinga og aðra Vestfirðinga. Í öðru lagi er það afleitt vegna þess hve óþjált og tilgerðarlegt það er. Enginn tekur ástfóstri við svona örnefni, sem er í raun aðeins pólítísk þrautalending án tengsla við sögu, land eða lýð. Enda hafa Keflvíkingar purkunarlaust haldið áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar Njarðvíkingar. Þannig skila orðin „Keflvíkingur" og „Keflvíkingar" 13.460 niðurstöðum séu þau „gúgluð", „Njarðvíkingur" og „Njarðvíkingar" 5.250 niðurstöðum en „Reykjanesbæingur" og „Reykjanesbæingar" samtals 27. Nafnið er ónothæft. Fyrir vikið er sungið „Ó, Keflavík" á Ljósanótt, en ekki „Ó, Njarðvík" eða „Ó, Reykjanesbær". (Hvernig skyldu Siglfirðingar taka því ef Fjallabyggðarlagið héti „Ó, Ólafsfjörður"?) Loks er það ekki annað en hvimleið meinloka og lýti á landakortum að sveitarfélög verði að heita „bær" eða „byggð". Um árabil hefur verið hægt að segjast vera í Hafnarfirði án þess að nokkur vaði í þeirri villu að ekki sé átt við bæinn heldur fjörðinn sem bærinn er kenndur við. Stakksfjörður er fallegt örnefni með merkilega sögu. Þetta er breiður og djúpur fjörður sem gengur suður úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Hann dregur nafn sitt af stökum klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi. Inn úr Stakksfirði ganga tvær víkur, Keflavík og Njarðvík. Því má færa rök fyrir því að bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar séu Stakkfirðingar. Það gerir þá ekki að minni Keflvíkingum eða Njarðvíkingum. Ég óska öllum Stakkfirðingum til hamingju með hátíðahöld helgarinnar og byggð í Stakksfirði blómlegra daga um alla framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Örnefni eru vandmeðfarin því fólk tekur við þau ástfóstri, eins og dæmin sanna. Ekki er langt síðan lá við borgarastyrjöld norður í landi vegna ágreinings um heiti á fjalli. Við sameiningu íslenskra sveitarfélaga komu upp svipuð vandamál. Sumir Keflvíkingar harðneituðu að vera annað en Keflvíkingar áfram og Njarðvíkingar tóku í svipaðan streng. Niðurstaðan var hið afleita nafn Reykjanesbær. Nafnið er í fyrsta lagi afleitt vegna hrokans sem það lýsir. Þessu má líkja við að Ísafjörður héti skyndilega Vestfjarðabær - af fullkomnu tillitsleysi við Bolvíkinga, Þingeyringa, Tálknfirðinga og aðra Vestfirðinga. Í öðru lagi er það afleitt vegna þess hve óþjált og tilgerðarlegt það er. Enginn tekur ástfóstri við svona örnefni, sem er í raun aðeins pólítísk þrautalending án tengsla við sögu, land eða lýð. Enda hafa Keflvíkingar purkunarlaust haldið áfram að vera Keflvíkingar og Njarðvíkingar Njarðvíkingar. Þannig skila orðin „Keflvíkingur" og „Keflvíkingar" 13.460 niðurstöðum séu þau „gúgluð", „Njarðvíkingur" og „Njarðvíkingar" 5.250 niðurstöðum en „Reykjanesbæingur" og „Reykjanesbæingar" samtals 27. Nafnið er ónothæft. Fyrir vikið er sungið „Ó, Keflavík" á Ljósanótt, en ekki „Ó, Njarðvík" eða „Ó, Reykjanesbær". (Hvernig skyldu Siglfirðingar taka því ef Fjallabyggðarlagið héti „Ó, Ólafsfjörður"?) Loks er það ekki annað en hvimleið meinloka og lýti á landakortum að sveitarfélög verði að heita „bær" eða „byggð". Um árabil hefur verið hægt að segjast vera í Hafnarfirði án þess að nokkur vaði í þeirri villu að ekki sé átt við bæinn heldur fjörðinn sem bærinn er kenndur við. Stakksfjörður er fallegt örnefni með merkilega sögu. Þetta er breiður og djúpur fjörður sem gengur suður úr Faxaflóa og afmarkast að austan af Keilisnesi en af Stakksnípu í Hólmsbergi á Rosmhvalanesi að vestan. Hann dregur nafn sitt af stökum klettadrangi, Stakki, sem er undan Hólmsbergi. Inn úr Stakksfirði ganga tvær víkur, Keflavík og Njarðvík. Því má færa rök fyrir því að bæði Keflvíkingar og Njarðvíkingar séu Stakkfirðingar. Það gerir þá ekki að minni Keflvíkingum eða Njarðvíkingum. Ég óska öllum Stakkfirðingum til hamingju með hátíðahöld helgarinnar og byggð í Stakksfirði blómlegra daga um alla framtíð.
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun