Tónlist

Matareitrun tefur ferð

Rokksveitin Muse hefur frestað tónleikaferð sinni um Bandaríkin.
Rokksveitin Muse hefur frestað tónleikaferð sinni um Bandaríkin.

Breska rokksveitin Muse og hin bandaríska My Chemical Romance hafa gert hlé á tónleikaferð sinni um Bandaríkin eftir að fylgdarlið beggja sveita, ásamt meðlimum My Chemical Romance, fékk matareitrun.

Veikindin komu upp eftir tónleika í Virginíu síðastliðinn sunnudag og þurftu þeir sem sýktust að fara á sjúkrahús. Þegar hefur tvennum tónleikum verið frestað en vonir standa til að tónleikaferðin geti hafist sem allra fyrst aftur.

Muse, sem spilar á Wembley 16. og 17. júní, var nýverið kjörin besta hljómsveit Bretlands á NME-verðlaunahátíðinni. My Chemical Romance var valin besta erlenda hljómsveitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×