Innlent

Græddi „óvart" 10 milljónir á sölu stofnfjár í SPRON

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni græddi nokkrar milljónir á sölu stofnfjár í SPRON fyrir slysni.
Árni græddi nokkrar milljónir á sölu stofnfjár í SPRON fyrir slysni. Mynd/ Valli
Árni Þór Sigurðsson þingmaður hefur selt allt stofnfé sitt í SPRON að nafnvirði einnar og hálfrar milljónar. Í samtali við Vísi vildi Árni ekki segja hversu mikið hann fékk fyrir hlut sinn í fyrirtækinu.

Samkvæmt upplýsingum Vísis var gengið á stofnfé í SPRON 3,2 um það leyti sem Árni seldi. Þetta þýðir að Árni hafi fengið allt að 10 milljónir króna fyrir hlut sín í SPRON miðað við framreiknað nafnvirði.

Í samtali við Vísi sagðist Árni hafa selt áður en ákvörðun um að breyta SPRON í hlutafélag var tekin á stofnfjárfundi. Árni segist meðvitaður um að hluthafar í SPRON muni hagnast ríkulega á næstunni. Tilgangur hans með því að leggja stofnfé í fyrirtækið hafi hins vegar aldrei verið sá að græða.

DV greindi frá því í byrjun árs 2006 að Árni Mathiesen fjármálaráðherra hagnaðist um fimmtíu milljónir króna við sölu á hlut sínum í Sparisjóði Hafnafjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×