Krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum 20. september 2007 18:41 Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi, Pólstjörnumálið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Alls hafa átta manns í þremur löndum verið handteknir í tenglum við það sem talið er stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar. Fimm þeirra voru handteknir hér á landi og verður gæsluvarðhalds krafist yfir þeim í héraðsdómi Reykjavíkur í kvöld. Þrír menn voru handteknir á Fáskrúðsfirði í morgun og tveir til viðbótar í Reykjavík. Um borð í skútunni fundust um 60 kíló af amfetamíni en markaðsvirði þess á götunni er um 500 milljónir króna. Komið var með einn mannanna með flugi til Reykjavíkur frá Fáskrúðsfirði um klukkan fjögur í dag og var hann fluttur frá Reykjavíkurflugvelli á lögreglustöðina við Hverfisgötu til yfirheyrslu. Auk aðgerðanna á Fáskrúðsfirði þá gerði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleit í tveimur húsum í Reykjavík í dag en ekki er vitað hvað eða hvort eitthvað fannst í leitinni. Í kjölfarið handtók lögreglan hins vegar tvo menn og færði til yfirheyrslu. Alls voru því um fimm menn handteknir vegna málsins hér á landi en til viðbótar hafa tveir menn verið handteknir í Danmörku og einn í Noregi. Mennirnir fimm sem handteknir voru hér á landi eru allir Íslendingar. Krafist var gæsluvarðhalds yfir einum þeirra nú rétt fyrir fréttir í Héraðsdómi Reykjavíkur og munu hinir fjórir verða leiddir fyrir dómara í kvöld og fyrramálið og krafist gæsluvarðhalds yfir þeim. Rannsókn málsins er enn í fullum gangi, bæði hér á landi og erlendis að því er fram kemur í tilkynningu sem lögreglan hefur sent frá sér og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Rannsóknin og lögregluaðgerðin í morgun hefur átt sér langan aðdraganda og að henni koma margar innlendar og erlendar stofnanir. Rannsókninni hefur verið stjórnað af fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð og aðkomu alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa íslensku lögreglunnar hjá Europol. Eins og fram hefur komið hefur lögregla lagt hald á um 60 kíló af amfetamíni sem gerir málið að einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar. Ef efnið er tiltölulega hreint, eins og gera má ráð fyrir þá er andvirði þess á götunni rúmlega hálfur milljarður króna. Þá er talið að mennirnir hafi fest kaup á skútunni í þessum tilgangi en andvirði hennar er um 7 milljónir króna. Hámarksrefsins fyrir fíkniefnainnflutning eru 12 ár. Heimildir fréttastofu herma að í það minnsta einn mannanna sé þekktur í fíkniefnaheiminum hér á landi,
Pólstjörnumálið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira