Sopranos-leikari á tímamótum 12. maí 2007 12:15 MIchael Imperioli segist hafa hrifist af handritinu og hversu ólíkur glæpaforinginn Alexander var hinum týpisku ítalskættuðu mafíósum. Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpaforingjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnarsson hitti leikarann við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi. „Ég verð í tökum einn dag í viðbót en fæ síðan helgina til að ferðast um landið með eiginkonunni minni,“ segir Michael. Hann fær sér sæti á sófanum og Jóhann G. Jóhannsson, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, færir honum kaffi með mjólk. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland. Vinkona mín vann hérna með Friðriki Þór Friðrikssyni og þegar mér bauðst hlutverk í íslenskri mynd kviknaði strax áhugi,“ heldur Imperioli áfram. „Ég las handritið, fannst það skemmtilegt og persónan mín áhugaverð þannig að ég sló bara til,“ segir Michael. Hann talar með þessum týpíska New York/Ítala-hreim sem hefur verið gerður ódauðlegur í mafíósa-kvikmyndunum.Engin Hollywood-draumurÓlafur leiðbeinir „Andrúmsloftið á tökustöðum í Evrópu er eitthvað svo afslappað og maður verður eitthvað svo óheftur,“ segir Imperioli. Fréttablaðið/Rune KippervikImperioli leikur glæpaforingjann Alexander og segir helstu ástæðuna fyrir því að hann tók hlutverkið að sér vera þá að Alexander er mjög ólíkur hinum ítölsku mafíósum sem hann hefur leikið í sjónvarpsþáttaröðinni Sopranos. Og íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við. „Mafíósarnir ítölsku eru oft illa menntaðir, ofbeldisfullir ruddar sem hafa alist upp í kringum ofbeldi.En Alexender er ekki þannig. Hann er víðlesinn og finnst ógn við beitingu ofbeldis mun áhrifameiri en ofbeldið sjálft,“ útskýrir leikarinn en viðurkennir síðan að jafnvel þótt Alexender hefði verið þessi týpiski ítalski glæpamaður hefði hann nú sennilega tekið hlutverkið að sér. „Bara til að hafa góða afsökun fyrir að koma til Íslands.“Imperioli hefur ekki lagt lag sitt við Hollywood-kvikmyndir heldur kýs frekar að leika í sjálfstæðum kvikmyndum sem eru helst gerðar nálægt New York. „Ég er New York-búi og kann best við mig þar. Ég á þar að auki þrjú börn og vil helst ekki vera of lengi í burtu heiman frá,“ segir Imperioli. „Ef mér býðst hlutverk í Hollywood er það auðvitað fínt en ég er ekkert að sækjast neitt sérstaklega eftir því. Við hjónin rekum auk þess leikhús í New York þannig að þar eru mínar rætur,“ segir Imperioli. „Auk þess hrífur það mig hversu kjarkaðir menn eru í sjálfstæða kvikmyndageiranum. Þeir þora að gera öðruvísi hluti,“ heldur hann áfram. Stóra planið er þriðja evrópska kvikmyndin sem Imperioli tekur þátt í og hann segist kunna vel við þetta afslappaða andrúmsloft sem ríkir á tökustað í Evrópu. „Þetta kallar fram það besta í leikaranum. Maður verður einhvern veginn svo óheftur og hugmyndirnar flæða fram. Í Bandaríkjunum hangir klukkan alltaf fyrir ofan höfuðið á þér og tifar. Þar verða hlutirnir að gerast strax. Sennilega hefur þetta líka eitthvað með bandarísku þjóðarsálina að gera,“ útskýrir Imperioli.Sopranos rennur sitt skeiðOg leikarinn stendur á ákveðnum tímamótum. Verið er að sýna sjöundu og síðustu seríuna af Sopranos og segir Micheal að hálfgert æði ríki í Bandaríkjunum yfir endalokunum. „Allir vilja vita hvernig þetta endar allt saman, hver deyr og hver lifir af,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann eigi eflaust eftir að sakna þáttanna. „En ég er líka ánægður með að þessu sé lokið og er spenntur að sjá hvað tekur við eftir Sopranos. Þetta var skemmtilegur tími en allt hefur sinn enda. Sem betur fer var ákveðið að ljúka þáttaröðinni þegar henni átti að ljúka en ekki verið að teygja lopann,“ segir Imperioli.En það er varla hægt að sleppa Imperioli án þess að spyrja hann út í eina frægustu senu hans í kvikmyndasögunni þegar Joe Pesci skaut hann í fæturna á pókerkvöldi í Goodfellas. „Þetta var auðvitað rosaleg lífsreynsla fyrir 23 ára ítalskættaðan New York-búa að leika við hliðina á Robert DeNiro undir stjórn Martin Scorsese,“ segir Imperioli. „Og fólk man þetta atriði enn þann dag í dag. Enda er kvikmyndin algjör klassík,“ segir Imperioli, sem bjóst reyndar ekki við að þetta atriði yrði svona opinskátt og hrátt. „En eftir það vissu einhvern veginn allir hver ég var.“ Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpaforingjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnarsson hitti leikarann við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi. „Ég verð í tökum einn dag í viðbót en fæ síðan helgina til að ferðast um landið með eiginkonunni minni,“ segir Michael. Hann fær sér sæti á sófanum og Jóhann G. Jóhannsson, aðstoðarleikstjóri myndarinnar, færir honum kaffi með mjólk. „Mig hefur alltaf langað til að heimsækja Ísland. Vinkona mín vann hérna með Friðriki Þór Friðrikssyni og þegar mér bauðst hlutverk í íslenskri mynd kviknaði strax áhugi,“ heldur Imperioli áfram. „Ég las handritið, fannst það skemmtilegt og persónan mín áhugaverð þannig að ég sló bara til,“ segir Michael. Hann talar með þessum týpíska New York/Ítala-hreim sem hefur verið gerður ódauðlegur í mafíósa-kvikmyndunum.Engin Hollywood-draumurÓlafur leiðbeinir „Andrúmsloftið á tökustöðum í Evrópu er eitthvað svo afslappað og maður verður eitthvað svo óheftur,“ segir Imperioli. Fréttablaðið/Rune KippervikImperioli leikur glæpaforingjann Alexander og segir helstu ástæðuna fyrir því að hann tók hlutverkið að sér vera þá að Alexander er mjög ólíkur hinum ítölsku mafíósum sem hann hefur leikið í sjónvarpsþáttaröðinni Sopranos. Og íslenskir sjónvarpsáhorfendur ættu að kannast við. „Mafíósarnir ítölsku eru oft illa menntaðir, ofbeldisfullir ruddar sem hafa alist upp í kringum ofbeldi.En Alexender er ekki þannig. Hann er víðlesinn og finnst ógn við beitingu ofbeldis mun áhrifameiri en ofbeldið sjálft,“ útskýrir leikarinn en viðurkennir síðan að jafnvel þótt Alexender hefði verið þessi týpiski ítalski glæpamaður hefði hann nú sennilega tekið hlutverkið að sér. „Bara til að hafa góða afsökun fyrir að koma til Íslands.“Imperioli hefur ekki lagt lag sitt við Hollywood-kvikmyndir heldur kýs frekar að leika í sjálfstæðum kvikmyndum sem eru helst gerðar nálægt New York. „Ég er New York-búi og kann best við mig þar. Ég á þar að auki þrjú börn og vil helst ekki vera of lengi í burtu heiman frá,“ segir Imperioli. „Ef mér býðst hlutverk í Hollywood er það auðvitað fínt en ég er ekkert að sækjast neitt sérstaklega eftir því. Við hjónin rekum auk þess leikhús í New York þannig að þar eru mínar rætur,“ segir Imperioli. „Auk þess hrífur það mig hversu kjarkaðir menn eru í sjálfstæða kvikmyndageiranum. Þeir þora að gera öðruvísi hluti,“ heldur hann áfram. Stóra planið er þriðja evrópska kvikmyndin sem Imperioli tekur þátt í og hann segist kunna vel við þetta afslappaða andrúmsloft sem ríkir á tökustað í Evrópu. „Þetta kallar fram það besta í leikaranum. Maður verður einhvern veginn svo óheftur og hugmyndirnar flæða fram. Í Bandaríkjunum hangir klukkan alltaf fyrir ofan höfuðið á þér og tifar. Þar verða hlutirnir að gerast strax. Sennilega hefur þetta líka eitthvað með bandarísku þjóðarsálina að gera,“ útskýrir Imperioli.Sopranos rennur sitt skeiðOg leikarinn stendur á ákveðnum tímamótum. Verið er að sýna sjöundu og síðustu seríuna af Sopranos og segir Micheal að hálfgert æði ríki í Bandaríkjunum yfir endalokunum. „Allir vilja vita hvernig þetta endar allt saman, hver deyr og hver lifir af,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann eigi eflaust eftir að sakna þáttanna. „En ég er líka ánægður með að þessu sé lokið og er spenntur að sjá hvað tekur við eftir Sopranos. Þetta var skemmtilegur tími en allt hefur sinn enda. Sem betur fer var ákveðið að ljúka þáttaröðinni þegar henni átti að ljúka en ekki verið að teygja lopann,“ segir Imperioli.En það er varla hægt að sleppa Imperioli án þess að spyrja hann út í eina frægustu senu hans í kvikmyndasögunni þegar Joe Pesci skaut hann í fæturna á pókerkvöldi í Goodfellas. „Þetta var auðvitað rosaleg lífsreynsla fyrir 23 ára ítalskættaðan New York-búa að leika við hliðina á Robert DeNiro undir stjórn Martin Scorsese,“ segir Imperioli. „Og fólk man þetta atriði enn þann dag í dag. Enda er kvikmyndin algjör klassík,“ segir Imperioli, sem bjóst reyndar ekki við að þetta atriði yrði svona opinskátt og hrátt. „En eftir það vissu einhvern veginn allir hver ég var.“
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira